Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 15
frá því skólar hætta á vorin og
þar til þeir byrja á haustin. Það
þyrfti að miða nemendafjölda á
landnámskeiðum á vetrum við
þá tölu, sem hægt væri að senda
á sjóinn yfir sumarmánuðina,
til þess að fyrirbyggja, að sem
fæstir verði fyrir vonbrigðum
yfir því að þurfa að sitja í
landi.
Ég vil benda á skip, sem ég á-
lít að væri heppilegt sem skóla-
skip, en það er b.v. Þorsteinn
Þorskabítur eða jafnvel stærri
togari. — Um borð í slíkt skip
væri hægt að láta 30 til 40 pilta
á hvert námskeið, og myndi ég
telja heppilegt að uppistaðan í
aflabrögðunum yrði togveiðar.
Það er ekki vegna þess að ég
hefi mest átt við þann veiði-
skap að ég telji hann beztan á
öllum tímum, heldur vegna þess,
að sá veiðiskapur er líklegastur
til að gefa útgerðinni eitthvað í
aðra hönd á þessum árstíma.
Þar að auki álít ég að strákar,
sem verða duglegir á togara,
verði nýtir til vinnu við annan
veiðiskap á mismunandi skipum.
Að sjálfsögðu álít ég, að lóðir,
handfæri og net væru á sínum
stað og hafa það allt með um
borð til æfinga, og teldi ég til
dæmis nauðsynlegt að kenna
piltunum að beita lóðir. Það er
sama hver veiðiskapurinn verð-
ur, þá kemur það af sjálfu sér,
að það þarf að gera að fiskin-
um.
Það þyrfti að hafa bæði ís og
salt með. Segjum að þorskurinn
færi í salt, þá fengizt æfing í að
blóðga, hausa, fletja, þvo upp og
síðan að salta fiskinn í lestina.
Það mætti gjarnan kenna strák-
unum að gella og kinna. Annars
geri ég ráð fyrir um mitt sum-
arið, að bróðurpartur aflans í
trollið yrði karfi og ýmiskonar
annar fiskur, sem frekar á
heima í ís en salti, og það þarf
líka að læra að slægja fisk í ís,
því það eru mismunandi aðferð-
ir allt eftir því hver fisktegund-
in er, og að sjálfsögðu þarf að
þvo hann vel upp, áður en hann
er látinn í ísinn.
VÍKINGUR
Um borð í slíkum skipum þarf
að innprenta piltunum staka
reglusemi, trúmennsku og
skyldurækni í öl'lum störfum, og
ég endurtek að skýra; vel fyrir
drengjunum í hverju hætturnar
liggja um borð í togara, þar
sem alltaf er verið að klofa yfir
vírana.
Það voru margir drengjanna,
sem biðu með óþreyju eftir að
verða fermdir, því þá gátu þeir
farið að hugsa um að fara til
sjós, og er mér ekki grunlaust
um, að þetta sé hjá mörgum
enn, ekki sízt þeim, sem snúa
öllum námsbókum öfugt og
mörgum hinna líka. Þeir geta
hæglega orðið hinir nýtustu
menn, ekki síður en þeir, sem
skríða út með eitthvert próf
seint og síðar meir.
Ég ætla svo til gamans að
skrifa smá pistil, sem tilheyrir
því spjalli, sem á undanergeng-
ið. Við lærðum á árabátunum að
stýra undir seglum, en áttavita
höfðum við aldrei séð og aldrei
stýrt með ratti. Ég minnist á
þetta vegna þess, að ég varð
fyrir sárum leiðindum í mínum
fyrsta túr á togara, vegna þess-
arar vankunnáttu minnar.
Við vorum á leið út í túr á
vetrarvertíð og ferðinni heitið
suður á Selvogsbanka. Við vor-
um farnir að nálgast Garðskaga,
þegar stýrimaður kallar til mín
og biður mig að taka stýrið. Seg-
ir hann mér og sýnir hvaða
strik ég skuli halda, því ekkert
þekkti ég og sömuleiðis á hvorn
veginn ég skyldi hreyfa rattið til
að fá skipið á strikið, sem ég
átti að halda.
Við vorum að smá breyta um
stefnu fyrir skagann og allt
gekk slysalaust, og hafði stýri-
maður orð á að ég stýrði bara
vel, enda hafði ég fullan áhuga
á því.
En Adam var ekki lengi í
paradís. Ég man að síðast var
mér sagt að stýra SV. Það var
kylja á móti og dallurinn svans-
aði töluvert til og frá strikinu
og ég djöflaðist á Rattinu til
beggja hliða til að vera sem
næst stefnunni, en þetta varð
mér til falls. Það gerði svo mik-
il læti og skelli í Rórkeðjunni
utan í brúna, sem var svefnklefi
skipstjórans. Ég held að við höf-
um verið út af Sandgerði, þeg-
ar karlinn vindur sér upp úr
kappanum á brúargólfinu og
spyr stýrimann hvort hann hafi
ekki einhvern vanan mann til að
halda við stýrið, það sé ómögu-
legt að sofa fyrir rórgangi. —
Kallaði stýrimaður strax á ann-
an að stýrinu, og þótti mér nú
heldur súrt í broti að vera rek-
inn frá, en skipstjórinn, sem
þekkti mig frá barnæsku, tók af
þessu sárasta broddinn um leið
og hann fór niður og segir, þú
skalt fá nóg að stýra seinna,
þegar betur stendur á, og varð
það orð að sönnu, því ég fékk
yfirdrifið að stýra hjá þessum
sama skipstjóra, sem ég varð
með mín fyrstu fjögur ár á tog-
ara.
Ég átti eftir að reyna það
seinna þegar ég fór að sofa í
brúnni og árans keðjan lamdi
brúna að utan, að þetta var ekki
af ótugtarskap skipstjórans,
enda var slíkt ekki til í honum.
En þessi leiðindi þurfa ekki
að henda drengi nú til dags, ef
þeir læra um borð í nútíma
skipum, því þar er stýrt með
Ratti og þar er áttaviti og er
nauðsynlegt að þeir læri á hann
og kunni hann utanað.
Ég vona svo að með bættum
skipakosti, betri aðbúð og bætt-
um kjörum verði sjómennskan
eftirsóttari og ekki verri en
hvað annað, og skemmtileg er
hún þegar vel gengur.
Nikulás Kr. Jónsson.
*
Skoti skrifaSi einu sinni bréf til
bamaskólans:
„Er enginn möguleiki fyrir því, að
skólinn útvegi sér nýlegri reiknibæk-
nr ? I bók sonar míns, sem ég var að
hjálpa honum með, stendur:
Wiskí-pelinn á 4 shillinga. Þetta held-
ur vöku fyrir mér.
229