Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 19
Pátt markvert skeði næstu daga, sem ég var á reki. — Ég hafði nóg að gera við að halda bátnum á floti, því mér tókst aldrei að stöðva íekann alveg. Tíminn leið einkennilega fljótt og dagarnir voru af lofti áður en ég vissi af. Þennan tíma kom ég aðeins tvisvar auga á skip og reyndi að vekja athygli þeirra á mér, en þau hurfu sjónum mín- um án þess að koma auga á bát- inn. Einnig reyndi ég að ná sam- bandi við flugvélar, en án ár- angurs. — Tvisvar var báturinn nærri sokkinn vegna sjógangs og varð ég að hanga í síðunni tímum saman til að halda hon- um á réttum kili. Ég útbjó nokkur stór neyðar- blys og hafði þau tilbúin ef á þyrfti að halda. Þá skeði það loksins milli klukkan 9 og 10 um kvöldið 6. október að ég sá ljós af skipi við sjóndeildarhring. Ég greip eitt af hinum tilbúnu blysum, stökk upp á káetuþakið og veifaði allt hvað af tók. Eftir stundarkorn tók ég eftir að skip- ið færðist nær og ég kveikti á öðru blysi. Skipið var M.s. DRANGA- JÖKULL á leið til St. Johns frá New Brunswick. Fyrsti maður sem kom auga á mig var Ævar Þorgeirsson, ann- ar stýrimaður, sem var á verði á stjórnpalli og tel ég það vera aðdáunarverða eftirtekt hans að koma auga á ljósmerki mitt úr þriggja mílna fjarlægð og greina að það var neyðarljós. Skipstjórinn, Jón Þorvaldsson, ákvað svo að svara með ljós- merkjum að þeir sæu mig. Skip- stjórinn þurfti að leggjaDranga- jökli að bát mínum eins og hverju öðru rekaldi á hafi úti og mun ég ávallt dást að sjó- mennskuhæfileikum hans og leikni í þeim efnum, sérstaklega þar sem dimmt var af nóttu. Ég var síðar tekinn um borð og til skipstjóra, sem spurði strax um líðan mína og hvers ég þyrfti fyrst með. Ævar stýrimaður og aðrir af Framhald á bls. 239 ■«ooooooooooooooooooooooooooooooooooo<> Sigjús Elíasson: H]Á FISKHÖLLINNI Kappar byggja, hvetja karlmenn djarfa, hrausta. Þekkt er lieiSurshetja, hcllubjargiS trausta. Löng er garpsins gangan, gildur lífsins kveikur. Ilman hafs og angan um liann glaSan leikur. TjáS skal hafsins hilmi, hann er drengjum nærri, áS ofar JörSu ilmi önnur fiskhöll stœrri. Sést í gullinn grúa, glitrar skin á víkum. Helgar gySjur hlúa aS himins börnum slíkum. Kappar köllun sinna, kenna snilld í IjóSi. Göfgir GuSi vinna gull úr leyndum sjóSi. HöfuSborgin háa, hlusta máitt ú slíka. Þessa öldnu láa einatt virt þú líka. Heyrist lag frá hörpum, hyllt skal krossins merki. Gœfa býr meS görpum. GuS er meS í verki. Andi enn frá hafi, angi flúS og hleinar. í gullnu geislatrafi glitra f jörusteinar. Morgunn roSar runna, rós og bárufalda. Sólarlagsins sunna signir djúpiS kalda. Undir hvelfing hárri hetja góSverk drýgSi. A Stormaströndu blárri Steingrím Drottinn vígSi. Ó, þ ú, æSsti friSur, ekkert blóm þú grœtir. Sólskin, sœvarniSur sálu mannsins bœtir. Margur svangan saddi sœr af nœgtabrunni. Og hinn grátna gladdi gjöf frá saltri unni. Svip á borgir setja sannir, lögin virSa. Lubbar djarfa letja, lasta trúa hirSa. ■—■ Margir framir flakka, fæstir göfgi stySja. Þjónum ber aS þakka, þeim, sem brautir rySja. Harpa hafsins niSar, hlýS \á mildan blœinn. Leitum fyllsta friSar fram viS þöglan Sæinn. í morgundýrSar draumi dagsins veldi hljótna. Þar hjá stirndum straumi Steingríms hallir Ijóma. Hann er morguns maSur, meiri flestum hinum, vill ei bauk né blaSur, brást ei sönnum vinum. LagSi blóm á leiSir Lausnarans hins góSa, er meS sigri seiSir Sálir margra þjóSa. — Þeir, sem þvílíkt gjörSu, þeirra er himnaríki. LandiS vaskir vörSu, varast þrœla dýki. Því mun GuS hinn góSi götu þeirra lýsa. Eilíft skal í óSi afreksmenniS prísa. ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo VÍKINGUR 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.