Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 21
Gullleitarævmtýrið J nnkla í Alaska Skammt frá landamærum Alaska og Kanada, á einhverj- um einmanalegasta, myrkasta og kaldasta stað jarðarinnar, renn- ur áin Klondike í Jukonfljótið. Á kanadísku landi reis þarna upp einu sinni þorp, sem var „amerískara en nokkur annar amerískur bær,“ en þannig lýsti Jack London einhverju sinni þorpinu á sinn skemmtilega hátt. Þorpið var allt í senn, stórt, hávaðasamt ríkt og fátækt, en átti sér aðeins skamma lífdaga. Þorpið nefndist „Dawson City“ og fyrir 67 árum hófst þar gull- leitarævintýri, sem engan á sér líkan. Fiskveiðimaður kom ævintýrinu af stað. Hann var einfaldlega kallaður „Lygagoggi," en var miklu frem- ur það, sem við köllum sérvitr- ing og leyndardómsfullan mann. í bjálkakofa sínum við Yukon- fljótið, nánar tiltekið við fimm fingur rennslið — var röð af bókum og orgel, sem Goggi lék oft á og meira segja samdi lög, ef nótur orgelsins voru ekki fastfreðnar. Hann fékkst einnig við kyeðskap. Þegar Goggi lagði frá landi til veiða, kastaði hann ávallt upp pening um það í hvora áttina hann átti að fara, það er að segja upp eða niður fljótið. í þetta sinn kom upp bakhlið silf- urdollarans og samkvæmt því lét hann bátinn reka niður fljótið. Nóttina áður dreymdi hann sig veiða tvo stóra laxa. Hreist- ur þeirra voru alsett gulli og augun eins og tuttugu dollara VÍKINGUR gullhlunkar. Goggi leit á draum- inn sem fyrirboða þess, að hann myndi ríkur verða af fiskveið- um. Georg Cormack fæddist 1849 í Kaliforníu. Hann hafði aldrei dreymt um það að grafa upp gull. Hann var kvæntur Indíána- konu og samdi sig algjörlega að siðum Indíána. Hans heitasta ósk var sú, að hann væri sjálfur Indíáni. Og þar sem enginn Indíáni með raunverulegri virð- ingu fyrir sjálfum sér og ætt- flokki sínum, dreymdi um það að grafa upp gull, þá gerði Georg Cormack það auðvitað ekki heldur. Georg var áreiðanlega sá eini hvítra manna, sem gat borið fram nafnið á ánni, sem hann þennan sumardag árið 1896 sigldi niður eftir ásamt nokkr- um Indíánum. Áin hét Thron- duick, sem í þýðingu þýðir laxæ áin. Og áreiðanlega hefði hann það sem eftir var ævinnar látið sér nægja að veiða lax og selja hann þurrkaðan sem hundafæðu, ef ekki einn félaga hans, Indí- áninn Jim, hefði ekki í ljós lát- ið brennandi áhuga sinn á því að finna gull, svo að honum mætti auðnast að lifa á sama hátt og hvítir menn gerðu. Gullæðið hreyf hann. Hvað sem olli því, þá skipti Goggi skyndilega um skoðun gagnvart gullinu. Og báðir Indí- ánarnir, sem voru með honum sögðu seinna frá því, að Goggi hefði tautað einhver töfraorð á meðan hann var að hreinsa fyrstu kvarzsanddeigluna. Raunverulega voru það hin frægu orð í eintali Hamlets — „To be or not bo be,“ sem Goggi tautaði fyrir munni sér. I deigl- unni varð eftir hárfín gyllt ræma. Georg leit á þetta sem ör- lagatákn. Nú sigldu þeir upp eftir ánni, þar til áin skipti sér í tvær kvísl- ir. Á þessum stað áttu þeir næt- urdvöl án þess að hafa hug- mynd um, að í næsta nágrenni lá gull fólgið í jörðu, margra milljón dollara virði. — Næsta morgun héldu þeir áfram og fundu gullið. í hverri deiglu, sem þeir fylltu með gullsandin- um, varð eftir hreinsun skírt gull að 5 dollara verðmæti. Fram að þessu hafði það þótt góð út- koma að fá gull úr sama magni fyrir aðeins 10 centa upphæð. Georg Cormack hélt áfram að hreinsa gullið úr sandinum, þar til hann hafði lokið við að fylla skotfæratösku sína. Síðar skýrði hann frá því, að hann hafi brot- ið heilann um það, er hann sat við eldinn um kvöldið, hvað hann ætti að kaupa sér fyrir gullið, sem hann hafði aflað. Hann dreymdi um luxusvillu, fulla kistu af peningum og ferðalag um heiminn. Að lifa að hætti Indíána var ekki lengur eftirsóknarvert að áliti Gogga. Hann var gripinn gullæðinu, 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.