Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 28
HANDRITAMÁLIÐ EFTIR ÞORKEL SIGURÐSSON Inngangur. Margt hefur verið rætt og ritað um handritamálið. Síðan frumvarpið um afhendingu hand- ritanna var lagt fyrir hið ný- kjörna þing „Ríkisdagsins danska.“ — Það hefur kennt margra grasa, í umsögnum um málið í Danmörku, bæði vin- samlegra og óvinsamlegra um- mæla. Þeir sem vinsamlegir eru af þeim, sem tekið hafa afstöðu, eru sérstaklega úr hópi hinna sannmenntuðu lýðháskólamanna, sem hafa tileinkað sér þann heil- brigða nútíma hugsunarhátt, að allir menn og allar þjóðir, skuli eiga rétt til að njóta sjálfar á- vaxta verka sinna og lifa frjáls- ar lífi sínu,án ótta um að stærri og voldugri þjóðir skuli óátalið geta haldið áfram að arðræna þær, og ef þær hafi gert það, skuli slíku framferði hætt og ránsfengnum skuli skilað aftur, ef tök eru á. Sem betur fer eru margir aðr- ir menntamenn, sem tekið hafa vinsamlega afstöðu til handrita- málsins og stutt málstað íslands, en Lýðháskólamennirnir virðast hafa verið einna óskiptastir í af- stöðunni til málsins. Málsflutningur prófessoranna. En aftur á móti hafa hinir svokölluðu langskólagengnu menntamenn, eða allstór hópur þeirra, þó sérstaklega margir prófessorar, tekið upp harða baráttu og mjög óvinsamlega, á móti afhendingu handritanna. Þeir virðast einskis svífast í málflutningi sínum og rangfæra allar staðreyndir. Reynt hefur verið að óvirða Islendinga sem mest, og særa þjóðarmetnað þeirra. — Því hefur verið haldið fram, að ef Danir hefðu ekki bjargað handritunum í ör- ugga geymslu til Kaupmanna- hafnar, hefðu þau grotnað niður Höfundur. af óhirðu, í torfbæjum íslands, eða notuð í skóbætur eða til skæðagerðar. — Prófessorarnir hafa nú nýlega birt nauða ó- merkilegan áróðurspésa með fjölda mynda, þar sem þessi sjónarmið eru aðal undirtónn- inn. Til frekari áherzlu þá er því bætt við í blaðaviðtölum, að til bjargar menningunni verði að koma í veg fyrir, að slík menn- ingarverðmæti sem handritin eru, verði flutt til Islands. Þau verði að vera í menningarborg eins og Kaupmannahöfn er. Þau megi því alls eklci flytjast til Reykjavíkur. í Kaupmannahöfn séu öll skilyrðin fyrir hendi til vísindalegra rannsókna á hand- ritunum, en þau séu alls ekki fyrir hendi í Reykjavík. Hin broslegu rök. Fyrir utan rætnina sem felst í þessum ummælum, eru einnig sett fram sjónarmið, sem eru næsta brosleg, eins og það, þegar þess er getið, að af því að íslendingar hafi enga „Birgitte Dael,“ til að annast viðgerðir handritanna, megi alls ekki flytja þau til íslands, en þess er þó ekki getið að frk. Dael sé ódauð- leg, né hvernig þeir ætla að leysa þetta óyfirstíganlega vandamál, ef svo skyldi fara að hún af einhverjum ástæðum, yrði óstarfhæf við safnið, eins og alla dauðlega menn getur hent. En sem betur fer, bæði fyrir prófessorana og Islendinga, þá er þetta starf, þótt ómetanlegt sé, fyrst og fremst faglegt og listrænt starf, sem auðvelt mun að læra og tileinka sér, ef nægi- leg ástundun og samvizkusemi eru fyrir hendi, og nægileg fyr- irhyggja er viðhöfð nógu snemma, til að tryggja nægilegt starfslið. Þegar tíminn er kom- inn. Ef svo skyldi fara að þörf væri meiri þekkingar, en fyrir hendi væri hér heima, þá mun innan handar að afla hennar er- lendis, þótt svo ótrúlega yrði, um þá hluti, að einhver tregða yrði á að fá hana í Danmörku. En það skyldi þó ekki vera svo, að jafnoki frk. Birgitte Dael, væri þegar til staðar hér heima? Þá hafa þessir menn reynt að fá bræðraþjóðirnar á Norðurlönd- um, einkum Norðmenn og Svía, til liðsinnis við sig, til að spilla fyrir málstað Islands. Ég hef takmarkaða trú á því, að Norðmenn vilji óhreinka sitt góða álit á íslandi, með því að vinna á móti því að málstað ís- lands sé sýnt fullt réttlæti. Það hefur verið opinberlega viður- kennt af þeirra hálfu, að þeir geti þakkað Heimskringlu Snorra Sturlusonar, að norska þjóðin missti ekki móðinn í hörmungum heimsstyrjaldarinn- ar, undir hinu þýzka hernámi. Því saga Noregs og Noregskon- VÍKINGUR 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.