Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 34
Rauð jól.
Prófessor nokkur leitaði læknis og
kvartaði undan vondu bragði í munn-
inum. Læknirinn taldi æðaslögin og
atliugaði blóðþrýstinginn. Að lokiun
sagði hann: RekiS út úr vður tung-
una. Kom þá í ljós að frímerki var
límt við tunguna.
Þakka yður fyrir, sagði prófessor-
inn glaður. Eg var allsstaðar að leita
að því.
— ★ -—
Tólf bama móðir fékk eitt sinn
heimsókn af fréttaritara blaðs nokk-
urs.
Og hversvegna haldið þér áfram að
eiga böm! Konan horfði á manninn.
ÞaS er til þess aS sá yngsti verði
ekki dekurbam.
— ★ —
HermaSur bað um heimferðarleyfi.
Plann bar fram sem ástæðu, að hann
ætti von á bami, og þar sem vitað var
að hann var giftur, fékk hann leyfiö.
Þegar liann kom til baka var hann
spuröur hvernig fæðingin hefði geng-
ið. — Það veit ég ekki ennþá.
Var það ekki þessvegna aS þú fórst
heim?
Jú, — en ég býst ekki viS fæðing-
unni fyrr en eftir ca. 9 mánuði.
— ★ —
Hvernig er liollenski fáninn litur,
spurði Ameríkani Hollending, sem var
gestur hans.
Hann er þrílitur, rauður, hvítur og
blár, og við erum vanir aS lýsa holl-
enskum skattgreiðanda í þessum lit-
um: Hann veröur eldrauSur í framan,
þegar hann talar um skattana, náhvít-
ur þegar hann fær sendan skattseðil-
inn og þegar hann borgar skattinn
verður toppstykkið blátt.
Þetta er nákvæmlega eins og hjá
okkur aS því viðbættu, að þegar við
greiSum skattinn sjáum' við stjömur.
— ★ —
Getið þið sagt mér hvaS húsmóðir-
in gerir á heimilinu, spurði ungbarna-
kennarinn.
ÞaS leið nokkur stund |)ar til María
litla rétti upp höndina.
Hún býr til mat.
Rétt, og húsbóndinn1?
Hann étur upp matinn!
— ★ —
Viffa er pottur brotinn.
Danskt blað fékk nýlega eftirfar-
andi bréf: Konan mín og ég höfSum
1963 7000 krónum hærri skattskyldar
tekjur en árið áður. Skattayfirvöldin
tilkynna mér að af þessum 7000 krón-
um verði 6000 kr. teknar í skatt á
þessu ári.
Eg hefi hús og innbú vel tryggt,
— og jafnframt hefi ég sérstaklega
tryggt fyrir rínum og þjófnaSi. Þætti
mér fróSlegt að vita hvort þær trygg-
ingar gilda í þessu tilfelli.
Frívaktin
Allir ógiftir.
Það vvar hringt í Klúbbinn og var
æst rödd í símanum: „Er maöurinn
minn þarna?“
— Nei, kæra frú, svaraÖi þjónninn
umsvifalaust.
En þér vitið ekki hver ég er.
— Skiptir ekki máli, — hér er
aldrei nokkur maSur neinnar frúar.
— ★ -
Eg ræð aSeins gifta menn á skrif-
stofuna, sagSi forstjórinn. — Hvers-
vegna, spurði umsækjandinn. Þeir
flýta sér ekki eins lieim á kvöldin.
— ★ —
Það vildi ég að drottinn gæfi, að ég
væri annaöhvort greifa- eða forstjóra-
frú, sagSi Stína gamla vinnukona. Þá
skyldi ég — aS mér heilli og lifandi
leggja mig tvo tíma eftir uppvaskið.
- ★ -
Þetta hcrbergi getum við notað fyr-
ir barnaherbergi, sagði nýgifta frúin.
En við eigum nú elckert barn ennþá
elskan mín, sagði maðurinn. Þá getum
viS notað það fyrir biðherbergi.
— ★ —
Jón á Nýjabæ var að ditta að fjár-
liúsunum og nágranni hans stóS og
horfSi á.
— Þú ert ekki eins lieimskur og þú
lítur út fyrir að vera, sagði nágrann-
inn í viðurkenningartón.
— ÞaS er nú greindarmunurinn á
mér og þér, svaraði Jón um hæl.
248
VÍKINGUR