Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 40
Þðríin fyrir betur útbúna gúmmíbjörgunarbáta
Svar Henrys Hálfdánssonar til Gísla Eyjólfssonar í Vestmannaeyjum
Frá æfingu Sjómannaskólancma á vegum Slysavarnafélags íslands á ytri höfn-
inni í Reykjavík. Áhöfn á gúmmíbjörgunarbáti hefur skotið rekakkeriseldflaug og
dregur bátinn móti vindi og sjó þangað sem skotið var.
Notagildi gúmbáta sem björg-
unartækja er að vonum ennþá
mjög á dagskrá. Margir hafa
orðið til að þakka mér fyrir
grein mína, sem Sjómannablaðið
Yíkingur birti s.l. vetur um
reynslu okkar Islendinga af
gúmmíbjörgunarbátum og hugs-
anlegar endurbætur á þeim. —
Grein þessi var annað af tveim
erindum, sem ég flutti í Edin-
borg 5. júní 1968 á alþjóðlegri
ráðstefnu um sjóslysamál og
björgun mannslífa, sem þar var
haldin. Þarna voru ýmsir sér-
fræðingar í björgunartækni frá
mörgum löndum. t erindi mínu
benti ég á ýmiss atriði varðandi
útbúnað gúmbáta, sem nauðsyn-
legt væri að umbæta að fenginni
reynslu okkar. — Var að þessu
gerður góður rómur.
Meðal þess, sem ég benti á,
var bættur útbúnaður til þess að
gera gúmbátana stöðugri og til
þess að gera afdrif þeirra minni
á reki í stormi. Uppblásna þver-
þóttu til varnar því að bátarnir
legðust saman í sjógangi, ef fá-
ir væru í þeim eða farnir að lin-
ast upp. Betur útbúna vatns- og
vistageymslu. — Hraðvirkari og
traustari loftdælur. Traustari
þakbúnað, svo örugglega megi
rétta bátana við án þess að fara
út úr þeim, sem í rauninni er
ógerningur í stórsjó og vitlausu
veðri. Þá benti ég á nauðsyn
þess, að hafa ullarvoðir eða
skjólfatnað í bátunum, góða segl-
dúksskjólu til að ausa með og
svamp til að þurrka bátana með
að innan.
Þá benti ég ennfremur á nauð-
syn þess, að fyrirskipa notkun
góðra sjálfvirkra radio neyðar-
senditækja. Síðast en ekki sízt
ræddi ég um öryggisgjarðir og
átakateygjur þær, sem ég hefi
sjálfur gert tilraunir með og tel
lífsskilyrði að verði teknar í
notkun á bátunum. Þá benti ég á
hvað mikið gagn mætti hafa af
því, ef bátarnir væru útbúnir
með akkeriseldflaugum, en með
þeim er hægt að ná til manna,
sem eru á sundi skammt frá eða
ráða landtöku, þar sem bát ber
að landi. Hafa verið gerðar með
þetta tilraunir á vegum Slysa-
varnafélags íslands.
Gísli Eyjólfsson í Vestmanna-
eyjum svaraði þessum bollalegg-
ingum mínum með grein í 7 tbl.
Víkings 1964. Fer hann viður-
kenningarorðum um sumar þess-
ar tillögur mínar, sérstaklega á-
takateygjuna og er ég honum
þakklátur fyrir það og vona, að
hann hjálpi með að koma þess-
um umbótum á framfæri við sjó-
menn í Eyjum, því hræddur er
ég um, að einhver dráttur verði
á að koma þeim í kring, ef sjó-
menn ekki gangast fyrir því
sjálfir.
Hitt harma ég svo aftur, hvað
Gísli hefur margt á hornum sér
í greininni, því að ég fæ ekki
betur séð, en það sé flest á mis-
skilningi byggt hjá honum. Þar
sem ég minnist á ákveðin slys í
Vestmannaeyjum, er ég ekki að
segja neina ákveðna slysasögn,
heldur benda á tilfelli, sem hægt
sé að læra af, þar sem menn
hafi drukknað þrátt fyrir það,
að gúmbátur væri nærtækur. —
Enginn getur mótmælt því, að
það skeði í þeim tilfellum, sem
ég nefndi og því miður miklu
oftar. í mörgum þessum tilfell-
um trúi ég að hægt hefði verið
að fyrirbyggja þetta með betri
VlKINGUR
254