Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 40
Þðríin fyrir betur útbúna gúmmíbjörgunarbáta Svar Henrys Hálfdánssonar til Gísla Eyjólfssonar í Vestmannaeyjum Frá æfingu Sjómannaskólancma á vegum Slysavarnafélags íslands á ytri höfn- inni í Reykjavík. Áhöfn á gúmmíbjörgunarbáti hefur skotið rekakkeriseldflaug og dregur bátinn móti vindi og sjó þangað sem skotið var. Notagildi gúmbáta sem björg- unartækja er að vonum ennþá mjög á dagskrá. Margir hafa orðið til að þakka mér fyrir grein mína, sem Sjómannablaðið Yíkingur birti s.l. vetur um reynslu okkar Islendinga af gúmmíbjörgunarbátum og hugs- anlegar endurbætur á þeim. — Grein þessi var annað af tveim erindum, sem ég flutti í Edin- borg 5. júní 1968 á alþjóðlegri ráðstefnu um sjóslysamál og björgun mannslífa, sem þar var haldin. Þarna voru ýmsir sér- fræðingar í björgunartækni frá mörgum löndum. t erindi mínu benti ég á ýmiss atriði varðandi útbúnað gúmbáta, sem nauðsyn- legt væri að umbæta að fenginni reynslu okkar. — Var að þessu gerður góður rómur. Meðal þess, sem ég benti á, var bættur útbúnaður til þess að gera gúmbátana stöðugri og til þess að gera afdrif þeirra minni á reki í stormi. Uppblásna þver- þóttu til varnar því að bátarnir legðust saman í sjógangi, ef fá- ir væru í þeim eða farnir að lin- ast upp. Betur útbúna vatns- og vistageymslu. — Hraðvirkari og traustari loftdælur. Traustari þakbúnað, svo örugglega megi rétta bátana við án þess að fara út úr þeim, sem í rauninni er ógerningur í stórsjó og vitlausu veðri. Þá benti ég á nauðsyn þess, að hafa ullarvoðir eða skjólfatnað í bátunum, góða segl- dúksskjólu til að ausa með og svamp til að þurrka bátana með að innan. Þá benti ég ennfremur á nauð- syn þess, að fyrirskipa notkun góðra sjálfvirkra radio neyðar- senditækja. Síðast en ekki sízt ræddi ég um öryggisgjarðir og átakateygjur þær, sem ég hefi sjálfur gert tilraunir með og tel lífsskilyrði að verði teknar í notkun á bátunum. Þá benti ég á hvað mikið gagn mætti hafa af því, ef bátarnir væru útbúnir með akkeriseldflaugum, en með þeim er hægt að ná til manna, sem eru á sundi skammt frá eða ráða landtöku, þar sem bát ber að landi. Hafa verið gerðar með þetta tilraunir á vegum Slysa- varnafélags íslands. Gísli Eyjólfsson í Vestmanna- eyjum svaraði þessum bollalegg- ingum mínum með grein í 7 tbl. Víkings 1964. Fer hann viður- kenningarorðum um sumar þess- ar tillögur mínar, sérstaklega á- takateygjuna og er ég honum þakklátur fyrir það og vona, að hann hjálpi með að koma þess- um umbótum á framfæri við sjó- menn í Eyjum, því hræddur er ég um, að einhver dráttur verði á að koma þeim í kring, ef sjó- menn ekki gangast fyrir því sjálfir. Hitt harma ég svo aftur, hvað Gísli hefur margt á hornum sér í greininni, því að ég fæ ekki betur séð, en það sé flest á mis- skilningi byggt hjá honum. Þar sem ég minnist á ákveðin slys í Vestmannaeyjum, er ég ekki að segja neina ákveðna slysasögn, heldur benda á tilfelli, sem hægt sé að læra af, þar sem menn hafi drukknað þrátt fyrir það, að gúmbátur væri nærtækur. — Enginn getur mótmælt því, að það skeði í þeim tilfellum, sem ég nefndi og því miður miklu oftar. í mörgum þessum tilfell- um trúi ég að hægt hefði verið að fyrirbyggja þetta með betri VlKINGUR 254
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.