Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 43
að losa fljótt um gúmbáta á fiskiflotanum okkar, þá var á- standið þannig, að við athugun í Reykjavíkurhöfn, þremur sól- arhringum eftir Mummaslysið, að annaðhvert skip hefði bundið niður lokið á gúmbátakistunum þannig, að seinlegt hefði verið að losa um bátinn, nema hafa tiltækan hníf, á hinum helm- ingnum voru kistulokin annað- hvort með engri festingu eða fest aftur með krókum, sem þurfti talsvert átak til að losa og sumstaðar þurfti til þess bar- efli. Aðeins á einni kisfu voru spennur, sem hægt var að losa með einu handtaki, en í þeirri kistu var enginn gúmbátur, heldur var kistan tóm og hefur báturinn vonandi verið í landi til eftirlits, en skipinu ekki verið ætlað að sigla að svo stöddu. Vonandi er ástandið betra í Vestmannaeyjum að þessu leyti, enda hafa þeir afbragðsmanninn Runólf Jóhannesson, sem sjálfur hefur smíðað kistur, sem eru til fyrirmyndar til geymslu á gúm- bátum, og til þess að ná bátun- um úr þeim á augabragði. Það er á svo mörgum sviðum, sem verður að vera vel á verði í Slysavarna- og öryggismálum, að við verðum allir að vinna sam- an, ef vel á að vera og megum ekki kippa okkur upp við það, þótt bent verði á misbresti, held- ur gera allt til að bæta þá sem skjótast. Ég hef borið mikið traust til Vestmannaeyinga fyrir braut- ryðjendastarf þeirra í björgun- armálum, hina miklu hjálpsemi þeirra og skjót viðbrögð, þegar hefur verið þörf og sérstaklega fyrir hina ómetanlegu góðu starfsemi Slysavarnadeildarinn- ar Eykyndils, sem undir forustu síns ágæta formanns, frú Sigríð- ar Magnúsdóttur, barðist einna mest fyrir því að fá gúmbáta viðurkennda, sem björgunartæki á skipum. Slysavarnafélag Islands hefur reynt að vera raunhæft í baráttu sinni fyrir auknu öryggi. Það er alveg tilhæfulaust og illa farið VlKINGUR með staðreyndir, að Slysavarna- félagið, stjórn þess eða starfs- fólk hafi unnið gegn því að gúm- bátar yrðu teknir í notkun. — Heldur þvert á móti, er það Slysavarnafélaginu að þakka að gúmbátar eru orðnir að raun- hæfum björgunartækjum á ís- lenzkum skipum. Slysavarnafé- lagið barðist gegn því, að dreg- ið yrði úr öryggi sjómanna með því að láta lögboðna og full- komna björgunarbáta víkjafyrir gúmbátum, sem þá voru mun ó- fullkomnari en þeir eru nú. — Heldur skyldi bæta við gúmbát- um til aukins öryggis. I þessu tók félagið upp mál- stað Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands og sjómanna- félaganna. Félagið og þessir að- iljar kröfðust þess, að þar sem veitt væri undanþága frá að nota lögboðinn björgunarbát, skyldi í staðinn koma tvöföld tala gúmbáta. Kröfur félagsins hafa náð fram að ganga hvað þetta snertir og því hafa margir bjargast, sem annars hefðu ekki átt þess kost. En það er margt annað, sem þarf að bæta og frá þeim kröfum má ekki slaka. Ástæða er fyrir alla sjómenn að þakka Slysavarnafélaginu fyrir árvekni þess og þá mest honum, sem stóð að samþykkt 6. landsþings Slysavarnafélags Is- lands um „flothylki úr togleðri. Sú tillaga var borin fram og samþykkt með góðum hug til ís- lenzkra sjómanna af Sigurjóni A. Ólafssyni, alþingism. og vara- forseta Slysavarnafélags Islands frá stofnun félagsins og þar til hann lézt fyrir 10 árum síðan, 15. apríl 1954. Þeim manni, sem ötulast og bezt barðist fyrir ör- yggismálum íslenzkra sjómanna meðan hann var og hét, og sem mest ágengt varð í þeim efnum. Fyrir það hefur hann reist sér óbrotgjarnan minnisvarða í hug- um sjómanna. Við höldum bezt merki hans á loft með því að halda ótrauðir áfram að vinna að auknu og bættu öryggi. Yfirlýsing Þegar ég í Sjómannablaðinu Víkingnum 7. tbl. þ.á., las grein Gísla Eyjólfssonar um gúmbát- ana í Vestmannaeyjum, fannst mér hann veitast ómaklega að Slysavarnafélaginu og fram- kvæmdastjóra þess, Henry Hálf- danssyni. Þar sem Gísli telur bæði stjóm félagsins og Henry hafa veriö andvíga notkun gúm- báta, þá minnist ég með þakk- læti þess, að fyrstu kynni mín af gúmbát sem björgunartæki var hjá Slysavarnafélagi íslands og að það var Henry Hálfdans- son, sem sjálfur útvegaði mér á sínum tíma gúmbát til afnota á skipi mínu „Keflvíkingi,“ en ég veit ekki betur, en að það hafi verið fyrsti íslenzki fiskibátur- inn, sem útbúinn var gúmbjörg- unarbáti. Þetta var fyrir nærri 20 árum eða árið 19U5. Virðingingarfyllst, Valgarður Þorkelsson slcipstjóri. oooooooooooooooooo SPARISJÓÐLR VÉLSTJÖRA Bárngötu 1) Sími 16593 Pósthólf 425 X- Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 4—6 oooooooooooooo<xxx 257

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.