Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 44
Jón Steingrímsson: Kveðja úr Hr. ritstjóri. Aðal tilgangur minn er að vekja athygli fannanna á nýút- kominni bók, þótt það slæðist eitthvað meira með. Bókin heit- ir HÁLSO- & SJUKVÁRD OM- BORD, gefin út í Stokkhólmi s.l. vetur og er tekin saman af Erik Werner lækni, sem er starfandi við Hálsocentralen för sjöfolk í Gautaborg. Margir merkir lækn- ar leggja sinn skerf til hennar. Þetta er bezta bókin, sem ég hef kynnst af þessu tagi af þeim, sem nú eru í notkun til sjós. Þarna er leikmönnum kennt á einfaldan og skýran hátt sjúk- dómsgreining, hjálp í viðlög- um, meðferð nýjustu lyfja og flest þau ráð, er að notum koma í langri sjóferð, þegar læknir er ekki við hendina. Þar er skýrt skeytamál er hafa skal við læknastöðvarnar í landi (,,Medi- co“), þegar vandi er mikill á höndum. Þægilegt er að fletta upp í bókinni, sem skipt er í 37 kafla, sem aftur skiptist í fleiri greinar. Nú orðið er mikið af kvenfólki til sjós auk farþega, svo í bókinni er einnig að finna kafla um kvensjúkdóma. Fæð- ingarhjálp er skýrð með texta og mörgum vönduðum myndum. Fleiri skýringarmyndir eru sömuleiðis í bókinni. Þetta kemur manni til þess að hugleiða hvar við erum á vegi staddir í þessum málum. Er ekki Fiski- og farmannasambandið einmitt rétti aðilinn að láta þetta til sín taka og ef þurfa þykir, að fara þess á leit að reglugerðir séu endurnýjaðar og endurbættar. Það mætti t.d. orða það eitthvað á þessa lund: 1. Að flokka á ný lyfjakistur eftir stærð og gerð skipa. útlesðmm 2. Að hafa hliðsjón eða sam- ræma lyfjakistur við það sem er í gildi hjá nágranna- þjóðunum. 3. Að hverri kistu fylgi skrá yfir öll verkfæri og lyf og skýringar hvernig þau skuli notast. 4. Að veittur verði styrkur þeim lækni er taka vildi að sér að taka saman eða (og) þýða hentuga handbók fyrir sjómenn og gefa út. (Með nefndum lyfjakistum er einnig átt við hentuglega inn- réttaða skápa). Síðast þegar ég vissi stóð allt í stað hvað þetta snertir síðan fyrir stríð. — Þegar stýrimenn ijúka námi í skóla, er nauðsyn- legt að hafa góða bók að styðj- ast við, þegar komið er út á sjó- inn. Þessir kaflar um hjálp í viðlögum, sem um árabil, lítt endurbættir hafa verið í Sjó- mannaalmanakinu, geta ekki tal- izt fullnægjandi og ekki svara kröfum tímans. Siglingaflotinn hefur stækkað mikið og togarar sækja á fjarlæg mið. Tæknin eykst og læknavísindunum fer stöðugt fram. Yfirleitt held ég að stýrimenn hafi nokkuð frjálsar hendur með að panta og fá um borð það sem á vantar í lyfjakistur og t. d. penicillin held ég að sé al- mennt notað á stærri skipunum. Ég minnist þess þegar m.s. „Tungufoss" fór til Brasilíu ár- ið 1954, þurfti að sprauta áhöfn- ina gegn hitabeltissjúkdómum. Próf. Níels Dungal gerði það. 2. stýrimaður fékk fúslega upp- skrifuð hjá honum öll þau lyf er hann taldi sjálfsagt að hafa með í förina. Þau fengust öll orða- laust, þótt þau séu ekki enn Jón Steingrímsson. komin í neina reglugerð. Annað dæmi skal ég taka, sem sýnir, að það er ekki alltaf auðvelt að fá endurbætur orðalaust og að litið er eftir því, að úreltum reglu- reglugerðum er framfylgt. Það var í fyrstu ferð m.s. „Reykja- foss“ til landsins. Þá var komið við i Hamborg og freistað þess að dubba upp á hann, til þess að hann yrði að skipi og kostaði það milljónir á þeim tíma. Eng- in lyfjakista var um borð, svo að við stýrimenn töldum sjálf- sagt að ráða bót á því. Það tókst að fá samskonar lyfjakistu og tíðkast á samskonar skipum á Norðurlöndum. Þessu var komið fyrir í þægilegum skáp á skrif- stofunni, allt greinilega merkt og fljótlegt að fletta upp í bók sem fylgdi. Skipaverkfræðingur félagsins var ekki viðstaddur þegar þetta fór fram, en þegar hann komst að þessu fór hann að leggja fæð á okkur stýrimenn eins og hann vildi kenna okkur allan þennan mikla viðgerðar- kostnað skipsins. — Þegar heim kom, vildi læknir sá frá hinu opinbera er þetta heyrði undir, ekki fallast á að þessi lyf og verkfæri fullnægðu hinni ís- lenzku reglugerð. Hann kom um borð að skoða skápinn og reyndi að finna að öllu. Helztu athuga- semdirnar urðu þær, að það væri ekki hægt að krækja upp VÍKINGUR 258

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.