Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 49
AÐSEND BRÉF -J4erra rititjórí St Jfomannab mfli Hr. ritstjóri. í 8. og 9. tbl. Sjómannablaðsins Víkingur er grein um Sjómanna- skólann. Þar sem í grein þessari er, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum veitzt mjög að Fiskifélagi íslands og farið með algerlega órúkstudd- ar og óviðurkvæmilegar dylgjur, sem hvorki sæmir höfundi greinar- innar né ritinu, kemst ég ekki hjá því að gera örstutta athugasemd. Fiskifélag Islands hefir í nærri hálfa öld haldið uppi fræðslu fyrir vélstjóra á vélbátaflotanum og í nær 30 ár hefir þessi starfsemi verið lögfest. Þessi fræðslustarfsemi hefir um áratuga skeið leyst mikinn vanda fyrir hina smærri útgerð í landinu, þar sem hún er látin ná sem víðast um landið með námskeiðum, sem haldin eru á mörgum stöðum á landinu. Þetta er þýðingarmikið hlutverk, sem enginn annar aðili í landinu hefir sinnt og ekki hefir heyrst annað en að menn hafi kunnað að meta þessa starfsemi og hún orðið til gagns fyrir þá aðila, sem notið hafa fræðslunnar sem og hinna, sem notið hafa starfskrafta þeirra manna, sem námskeiðin hafa sótt. Vélfræðikennslunni hefir þannig verið tvískipt nær því allan þann tíma, sem slík kennsla hefir farið fram í landinu og ekki verður Fiskifélagið með sanngirni ásakað fyrir þá þróun, þegar á það er lit- ið, sem að ofan segir. Ég hefi áður, oftar en einu sinni tekið þátt í umræðum um þessi mál og hefir mér þá fundist, að sú skylda hvíldi á þeim aðilum, sem vildu sameina vélfræðikennsluna undir eina stjórn, að færa rök fyr- ir nauðsyn þess. Ég verð hinsveg- ar að játa, að það hefir alltaf gengið eins og rauður þráður gegn- um allar þessar umræður, að nauð- synlegt væri að sameina kennsluna Hvað skyldi SAS segja, þegav Loftleiðir taka upp þessa tækni. Mannlaus skip Áður var litið svo á, að mannlaust skip á rúmsjó væri rekald og eign þess, sem tækist að bjarga því. Þetta er nú orðið á annan veg. I janúar 1962 fréttist það, að olíuflutningaskip, mjög grunnskreitt, „Inzhener A. Pustoshkin“ að nafni, sem smíðað hafði verið sérstak- lega til siglinga á Kaspiahafi, hefði þ. 3. sept. 1961 verið tekið í skipasmíðastöð í Batum og ætti að breyta því í sjálfsiglandi skip, fjarstýrt að öllu leyti. Breytingum þessum er nú lokið, svo og fyrstu reynsluför. Moskvu- útvai’pið skýrði frá því, að skipið hefði verið alveg mannlaust i reynsluferðinni. Skipstjórinn var í landi og setti aðalvélina í gang með því að styðja á hnapp. Reynsluferðin var farin á Kaspiahafinu, og leiðin, sem skipið fór var algerlega ákveðin með fjarstýringu. Skipið á nú að fara reynsluferðir í ýmsar áttir, og áformað að það sigli síðan algerlega mannlaust langar ferðir. Eftir norska tímaritinu SKIP. undir „eitt þak,“ af því nú væri búið að byggja nýtt og veglegt hús fyrir skóla sjómanna. Þetta er enn hinn rauði þráður í nefndri grein. Þetta hefir mér aldrei fundist sannfærandi röksemdafræðsla. í þessu sambandi væri fróðlegt að ræða réttindi vélstjóra og nám, en af því þau mál eru nú öll í deiglunni sé ég ekki ástæðu til að fara nánar út í það hér, þó höfund- ur nefndrar greinar geri tilraun til að leiða asnann í herbúðirnar. En ég vo'na, að enginn, sem til þekkir sé svo ósanngjarn að kenna Fiskifélaginu um þá ringulreið, sem greinarhöfundur talar um og er á góðri leið með að tæma Vél- skólann af nemendum. Hinsvegar eru skrif slík, sem hér er vitnað til, aldrei vænleg til að stuðla að farsælli lausn mála, sem þrátt fyrir þetta verður að vona, að sé framundan í þessu máli, og ég mun því ekki gerast þátttakandi í deilum um þessi mál. 20. okt. 1964 Davíð Ólafsson. VÍKINGUR 263

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.