Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 51
Antilópur. minnast á kengúruna í Ástralíu, sem heldur hraða á við fótfrá- asta hjört tímunum saman. Þótt undartegt megi virðast mun fíll- inn vekja töluverða athygli á- horfenda. Finnski hlaupakong- urinn Nurmi setti á sínum tíma heimsmet í að hlaupa 19210 metra á klst., en fíllinn brokkar auðveldlega 20 km. á sama tíma. Þá geta Norðmenn kinnroða- laust sent konung skógarins — elgilm, í þolhlaupið. — Arabar munu einnig senda sinn fótfráa og göfuga hest til leikanna, en þeir halda því fram, að hann hafi verið skapaður úr sunnan- bJænum. Fuglum verður að skipa í sér- klassa. Þar verður ábyggilega um geysispennandi keppni að ræða, einfaldlega vegna þess að lærðustu fuglafræðingar og grúskarar geta enganveginn bent á hraðfleygasta fuglinn og þar er heimsmetið hvergi skráð, — eða í öllu falli ekki viður- kennt. Þó mun Svalan mega teljast til valsins í flughraða. i Talið er að indverska turn- svalan nái allt að 300 km. hraða á ldst., en það er um 100 metr- ) ar á sekúndu, með ræsingu, — þetta er næstum ótrúlegt. Ég hefi séð á prenti, að örn- inn eigi viðurkenndan hraða um 200 km. á klst. Franskur flug- maður hefur gert tilraunir með að ná flughraða nokkurra fugla- tegunda. Hann mældi hraða VÍKINGUR villigæsanna 88 km. á klst. og villianda 94 km. Einu sinni elti hann hræfugl, þar til hann náði 176 km. hraða á klst., þá gafst fuglinn upp, steypti sér niður og beygði af. Sennilega kemur hann til greina í keppni. Þá skyldi eng- um sjást yfir konung fuglanna, — Albatrossinn. Hann er á ann- an meter á lengd og vængjahaf- ið er 4,5 metrar, sem er heims- met! Hið hátignarlega flughans hefir vakið aðdáun mannanna. Flug hans má telja hámark flug- tækninnar. Ef verðlaun væru veitt fyrir svifflug er hann viss með gullið. Albatrossinn hefir yfirburðahæfni í að notfæra sér loftstraumana. og getur flogið í ofsaveðri eins og logn væri. — Dæmi eru til þess að hann hafi fylgt skipi eftir á opnu hafi um þriggja vikna skeið. Hann stakk sér endrum og eins, sem eldingu lýsti niður að haffletinum til að ná sér í fisk í gogginn til matar. í keppni í dýfingum koma til greina tvær fálkategundir, sem steypa sér með 300 km. hraða. Þá mundi freigátufuglinn einn- ig sendur til leiks. Hafi hann náð sér í vænan fisk, eru dæmi til um að hann sleppi honum tvisvar til þrisvar sinnum og grípi hann aftur á fluginu, og er þá að hagræða honum í gogg- inum. Hann hlýtur að vera snar í snúningum. í fegurð og viðbragðsflýti slær Kolibrifuglinn alla aðra fugla út. Heimkynni hans eru miðhluti S.-Ameríku. Hann er 4—5 cm á lengd. Hann flýgur eldhratt og vinnur eflaust á stuttum vegalengdum. Svo getur hann líka flogið afturábak ef með þarf. Þá er það hástökkið. Þar verð- ur um fjölbreytta keppni að ræða. Stærstu dýrin stökkva á borð við okkar frægustu stangar- stökkvara, — og án stangar. Gíraffinn, 6 metra hár, verður að láta sér nægja að vera meðal áhorfenda og teygja álkuna. — Hann kemur ekld til greina. Margir menn hafa tilhneig- ingu til að veðja á ljónið — kon- ung dýranna. — í fræðiritumer hann talinn stökkva yfir þriggja metra háa girðingu með geit í kjaftinum, og mætti þá bæta ein- um metra við hann geitarlaus- ann! Svipaða sögu má vístsegja um tígrisdýrið. Það eru þess- ar tvær dýrategundir. Margar tilraunir hafa verið gerðar með ljón og tígrisdýr í búrum og á leiksviði, en þar komast þau aðeins í rúma tvo metra, — en auðvitað án til- hlaups. — Hinsvegar hreinsaði svarti pantusinn og hlébarðinn sig af þrem metrum og það inni í stóru búri. Það er allt útlit fyrir að hlébarðinn gangi af hólmi með gullið, og til viðbót- ar hefir hann mjög glæsilegan stökkstíl, — sá svarti senuþjóf- ur. En stökkgeitin verður að öll- um líkindum hættulegur keppi- nautur. Hún stekkur auðveldlega þrjá metra. Evrópumenn munu binda vonir sínar við gemsuna. Hún klifrar í Alpafjöllunum allt að snjólínunni. Maður nokkur var vitni að því að gemsa stökk eitt sinn yfir fjögurra metra háa girðingu og lenti á bakinu á stúlku, sem gætti nautgripa hinumegin. Sami náungi mældi eitt sinn sjö metra langstökk gemsu, svo að hún kemur einnig til greina í þeirri keppni. 1 há- Gíraffar. 265

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.