Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 65
Jf
l'
fáum kokkinn næst, þó slæmur
sé.“
„Þið fáið kex og vatn,“ sagði
kokkurinn kuldalega, um leið og
þeir fóru, „ekkert annað, ég skal
sjá til þess.“
„Þeir hljóta að vera afar
hrifnir af mér,“ sagði skipstjóri
hugsandi.
„Hrifnir af að koma sínu
fram,“ leiðrétti stýrimaður. „Þú
hefur heldur betur hlaupið á
þig.“
„Ég veit hvað ég er að gera,“
svaraði hinn öruggur.
„Þú ætlar ekki að láta þessa
bjálfa fasta í viku, og svíkjasvo
loforðið?“ sagði stýrimaður
undrandi.
„Alls ekki,“ sagði skipstjóri
gramur, „ég myndi heldur ganga
í þrjá Heri en gera það, og það
veiztu.“
„Þeir halda sér við föstuna,
ég skil ekki, hvernig þú ætlar
að koma í veg fyrir það.“
„Þar kemur heilinn til
greina,“ svaraði skipstjóri, all-
yfirlætislega."
„Hef ekki heyrt um hann fyr-
ir,“ tautaði stýrimaður, „en
máske þú hafir líka notað öl-
kollur."
Skipstjóri leit á hann með
fyrirlitningu, en þar eð hann
hafði ekki svar á takteinum, lét
hann þar við sitja, fór niður og
blandaði sér stórt og sterkt glas
og drakk, sjálfum sér og ráð-
snilld sinni til heilla.
Þrír dagar liðu, hásetarnir
létu engan bilbug á sér finna, og
þar eð þeim var Ijóst, að sigur
myndi brátt vinnast, gerðu þeir
engar fleiri atlögur að skip-
stjóra. Stýrimaður fór ekki dult
með þá hættu, sem hann taldi
vofa yfir skipstjóra sínum, og
reyndi með sem svörtustum
myndum að gera honum skelf-
inguna ljósa til fulls.
„Hvað konan þín segir, þegar
hún sér þig í fyrsta sinn arka
um stræti með Herfánann, get
ég ekki ímyndað mér,“ sagði
hann.
„Ég verð aldrei fánaberi,“
sagði skipstjóri glaðklakkalega.
VÍKINGUR
„Það verður líka þitt beiska
hlutskipti að standa úti fyrir
krá tengdaföður þíns og reyna
að fá viðskiptavinina til að
hætta við að fara inn,“ hélt Bob
áfram. „Fallegt ástand það í
friðsamlegri fjölskyldu!“
Skipstjóri brosti íbygginn,
kveikti sér í vindli og gaut auga
upp í ljórann.
„Hafðu engar áhyggjur,
drengur minn,“ sagði hann,
„engar áhyggjur, ég hef tekið
þetta að mér, og ég ætla að
ráða því til lykta. Þegar menn
misvirða sér betri menn og
fara að prédika yfir þeim, þarf
að taka þá til bæna. Ef þessi
byr helzt, ætlum við að koma
heim á sunnudagskvöld eða
mánudagsmorgun.“
Hinn kinkaði kolli.
„Jæja, hafðu þá augun opin,“
sagði skipstjóri, náði þvínæst í
þrjár flöskur af rommi ásamt
tappatogara út úr skáp sínum,
og stillti öllu þessu á borðið,
mjög leyndardómsfullur á svip.
Svo brosti hann til stýrimanns,
og stýrimaður brosti á móti.
„Hvað er þetta?“ spurði skip-
stjóri, dró út tappa og hélt
stútnum undir nefið á stýri-
manni.
„Það lýkist rommi á lykt,“
sagði stýrimaður og svipaðist
um eftir glasi.
„Þetta er handa hásetunum,"
sagði skipstjóri, „en þú mátt fá
sopa.“
Stýrimaður náði í glas og
hellti vel í það, og þegar hann
hafði sopið á, lýsti hann kurteis-
lega yfir þeirri sannfæringu
sinni, að hásetarnir myndu ekki
vilja smakka á því undir nein-
um kringumstæðum.
„Þú skilur ekki, hversu stað-
fastir þeir eru,“ sagði hann. „Þú
heldur, að þetta sé bara einhver
ný grilla hjá þeim, en svo er
ekki.“
„Þeir skulu drekka það,“ sagði
skipstjóri og tók upp tvær af
flöskunum. „Láttu hina koma
upp á þilfar.“
Stýrimaður hlýddi og fór upp,
vel slompaður af fyrsta flokks
J amaicarommi.
„Hvað er þetta?“ spurði skip-
stjóri Dick og rétti upp flösk-
una.
„Eitur, herra skipstjóri,“ svar-
aði Dick hiklaust.
„Viltu sopa,“ sagði skipstjóri
kumpánlega.
„Ekki fyrir tvö þúsund kall,“
sagði gamli maðurinn með skelf-
ingarsvip.
„Ekki fyrir tvær milljónir,“
sagði Sam.
„Vill nokkur dropa?“ spurði
rommeigandinn og veifaði flösk-
unni.
Um leið seildist fram óhrein
krumla að baki honum, og áður
en hann hefði til fulls áttað sig
á fyrirbærinu, hafði kokkurinn
þegið boðið og dró ekki af sér.
„Ekki þú,“ urraði skipstjóri
og hrifsaði flöskuna af honum,
„ég átti ekki við þig. Jæja, pilt-
ar, ef þið viljið það ekki af stút,
skuluð þið fá það blandað.“
Áður en nokkur gat getið sér
til um fyrirætlun hans, gekk
hann að vatnstunnunni, lyfti lok-
inu og hellti í hana romminu.
Við algera þögn tæmdi hann
þrjár rommflöskurnar í tunnuna
og snéri sér síðan sigri hrósandi
að dolfallinni skipshöfninni.
„Hvað er í tunnunni, Dick?“
spurði hann rólega.
„Eomm og vatn,“ stundi Dick,
„en þetta er ekki heiðarlegt. Við
höfum haldið okkar hluta af
samkomulaginu, og þú hefðir átt
að halda þinn hluta.“
„Og það hef ég gert,“ svaraði
hinn um hæl, „og það geri ég
enn. Sjáið nú til, piltar mínir,
þegar þið ætlið að leika á mig,
verðið þið ykkur sjálfum til at-
hlægis og verðið að láta í minni
pokann. — Einhver hefði beðið
lengur með að ljúka leiknum, en
mér finnst þið hafið þolað nóg.
Nú getið þið fengið flesk og
baunir, og ég held þið ættuð að
taka ykkur ærlega máltíð, og
næst, þegar þið ætlið að frelsa
fólk, sem veit betur en þið,. þá
hugsíð ykkur tvisvar um.“
„Við þurfum ekkert flesk,
279