Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 7
Á kosningavori er eðlilegt, þar sem fólk býr við frelsi og félags- legt öryggi, að deilur komi upp manna og flokka á milli. Slíkar deilur skapast oft af gagnrýni, sem sjálfsögð er, ef búið er í lýð- frjálsu landi. — Þegar þannig stendur á geta oft skapast sár- indi vegna slíkrar gagnrýni. Sár- indi geta líka skapast hjá ein- staklingum, sem ekki telja sig hljóta þann sess, sem þeim beri, meðal þeirra sem oft eru í sviðs- ljósinu undir slíkum kringum- stæðum. En allt slíkt hjaðnar og ber ekki að erfa. Hitt tel ég al- varlegri deilur, þegar launþegar telja sig verða að leggja niður vinnu til að fylgja eftir kröfum sínum, eða að vinnuveitendur telja sig neydda til að stöðva at- vinnutækin vegna deilna um kaup og kjör. Því auðvitað ber að hafa í huga þá staðreynd, að það eru ekki aðeins deiluaðilar, sem verða fyrir tjóni, heldur einnig aðrir, sem í engri deilu standa og reyndar allur almenn- ingur. Ein slík alvarleg deila stendur nú yfir milli yfirmanna á far- skipum og eigenda og forsjár- manna þeirra. Þar sem um við- kvæmt deilumál er að ræða, vil ég ekki ræða þetta efnislega hér, en óska þess og vona hins vegar að vandamál þetta leysist sem fyrst. Eg get þó ekki látið hjá líða, að lýsa því yfir, að ég er heils- hugar fylgjandi því, að hin svo- kölluðu verðstöðvunarlög nái til- gangi sínum, meðal annars vegna þeirra áfalla, sem útflutningsat- vinnuvegirnir hafa orðið fyrir og ég hefi þegar drepið á. En ég er ekki sammála útgerðarmönnum um það, að nauðsynlegt sé nú, vegna áðurnefndra laga, að láta yfirmenn farskipa bíða með að fá réttlátar leiðréttingar, svo þeir fengju eitthvað í sinn hlut af þeirri kaupmáttaraukningu, sem staðreyndir sýna, að flestir launþegahópar hafa fengið á síð- ustu árum. Ég tel einmitt, að sanngjarnar og hóflegar leiðrétt- ingar geti tryggt, að verðstöðv- VÍKINGUR unariögin nái tilgangi sínum, þótt ég viðurkenni hinsvegar vissa hættu á slíku, vegna úrelts skipulags, bæði hjá samtökum launþega, sem í landi vinna og samtökum sjómanna. Sjómannadagurinn er í dag haldinn hátíðlegur í 30. sinn hér í Reykjavík. Það er vissulega glæsilegt á- tak, sem stéttarfélög sjómanna hafa að baki hér á Laugarásn- um. Að hafa á rúmum áratug byggt húsnæði er rúmar 400 aldraða sjómenn, konur þeirra og aðra, er stórt átak, enda hef- ur áhugi, dugnaður og fórnfýsi margra mætra manna átt sinn stóra þátt í þessum glæsilega árangri. Þegar lokið verður öllum bygg- ingaframkvæmdum og lokið við að ganga frá lóð Hrafnistu, verð- ur staður þessi eitt af því, sem borgarbúar geta litið með stolti til, ekki einungis vegna verð- mætra bygginga og fagurrar lóðar, heldur kannski fyrst og fremst vegna þeirra félagslegu samstöðu og hins mikla samfé- lagsþroska, sem að baki þessu starfi liggur. Ég vil bera fram þá áskorun til Sjómannadagsins, ekki aðeins í nafni sjómanna, heldur einnig í nafni alþjóðar, að ekki verði staðar numið, þótt fullbyggt verði hér á lóð Hrafnistu, en haldið áfram að glíma við verð- ug verkefni á sviði menningar- og mannúðarmála. Enda virðist mér sem stórhug- ur ríki í fyrirætlunum Sjó- mannadagsins, stórhugur, sem ekki beinist að áframhaldandi byggingum yfir aldrað fólk, heldur einnig að starfi fyrir kynslóðina og fyrir þá, sem í sj ómannsstarfinu eru á hverjum tíma. Ég flyt samtökum þessum og öllum sjómönnum mínar beztu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni S j ómannadagsins. ENGIN KEOJA ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGAR" PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 119

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.