Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 9
Z - -7 ~~~* mt/nd er tzf /5~skiprer/wri, srm þait f&ku t Cfrtenlandsfei&artffría 'JffnperMhslartif f92f Sitjandi fra vinstri: ?, Bjarni Þórðarson, Einar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Tryggvi Ófeigsson, skipstjóri, Helgi Jóhannesson, loft- skeytaniaður, Guðni. H. Guðinundsson. — Standandi frá vinstri: Guðm. Pálsson, ?, Bessi Gíslason, Eggert Gíslason, Bjarni Karlsson, ?, Axel Pálsson, Matthías Daði Guðmundsson. nema tvo mánuði á fiskimiðunum, skal taka rétt hlutfall af grundvallartímanum, svo að fiskimenn- irnir á „Imperialist“ njóti jafnan tilsvarandikjara eins og mennirnir á hinum skipunum, en skýrist með eftirfarandi dæmi: Tveggja mánaða fiskirí samgildir tveimur þriðju af grundvallartímanum og reiknast þá: Allt að 20 tonnuin 30 aura pr. kíló af lúðu yfir 20 tonn allt að 33.3 toun 40 aura pr. kíló af lúðu yfir 33.3 - allt að 46.6 tonn 50 aura pr. kíló af lúðu yfir 46.6 - allt að 60 tonn 60 aura pr. kíló af lúðu yfir 60 - 70 aura pr. kíló af lúðu Ef b/v „Imperialist" er á fiskimiðunum níu vikur, breytast hlutföllin í %3 af þriggja mánaðar grundvellinum og jafnan á sama hátt eftir þeim tíma, sem b/v „Imperialist“ kann að vera á miðun- um. Skyldi það koma fyrir að fiskiríið yrði svo mik- ið að nauðsynlegt reyndist að takmarka það, eða aðrar ástæður verða þess valdandi að takmarka verði veiðina eða hætta henni með öllu, þá liggur úrskurðarvaldið um það hjá fiskiskipstjóranum er hefur heimild til að gefa fyrirskipanir um að verð- VÍKINGUR minnstu lúðutegundunum, svo sem grálúðu, (lúðu sem ekki er algerlega hvít á kviðnum), stórlúðu og lélegri (mögur) lúðu sé sleppt af önglinum þeg- ar lóðirnar eru dregnar upp. Vigtarmennirnir skulu sjá um að eins sé farið með vigtun úr öllum doríunum og skulu neita að taka á móti þeim fiski er fleygja átti. Lúðum sem vigta yfir 50 kg. og algráum lúðum skal ávallt sleppt af önglinum og láta í sjóinnaft- ur þegar lóðirnar eru dregnar upp. Lúðu sem hakafar er á eða skemmdir annars staðar en á liausnum, eða sem sætt hefir gálaus- legri meðferð, eða hefur verið slægð á annan hátt en mælt hefur verið fyrir um, skal neita móttöku á. Lúðan sé afhent úr doríum slægð og skal slæn- ingin hafa verið framkvæmd strax eftir að lúðan er innbyrt og þannig að hún sé slægð lifandi ef þess er kostur. Fiskiskipstjórinn ákveður á hvaða skip lúðan er afhent. Afhendingin fer fram um leið og dorían kemur af fiskimiðunum og áður en fiskimennirnir fara úr henni gildir þetta ákvæði hvað lítið svo sem veiðst hefur. Með því að reynslan hefur sýnt að það borgar 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.