Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 26
lim landsins gagn og nau5synjar Eftir Guðfinn Þorbjörnsson Það vakti nokkra furðu og þótti með ólíkindum, þegar Isra- elsmenn buðust til að kenna ís- lendinum togveiðar. Maður hefði haldið, að sú þjóð væri aflögu- færari á öðrum sviðum. Þeir hafa getið sér orð, frá því að sögur hófust fyrir alls konar prang; kauphallar- og bankaviðskipti, en aldrei svo að vitað sé sýnt neina yfirburði á fiskveiðum, endavirð- ast veiðiaðferðir þeirraekkiýkja- mikið breyttar frá því á dögum Krists. Það hefði því verið eðlilegra, að þeir hefðu boðið aðstoð sína við að koma upp bönkumogkaup- höllum, nær þeirra fagi, en ekki talið líklegt, að sú aðstoð yrði þegin, þar eð bankastarfsemi virðist í góðu gengi hér og því ekki umbóta þörf. Jafnvel þótt „Júðar“ hafi með þessu tilboði sínu og skilyrðum ætlað að læra þessa list (en ekki að kenna), er tilraunin langsótt og lítt skiljanleg. Það virðist liggja nær þessari guðs hröktu og útvöldu þjóð að kenna næstu nágrönnum sínum nýtízku vinnuaðferðir, ef þeir geta miðlað einhverju, heldur en okkur Islendingum togveiðar. — Eðlilegra hefði þótt, að þessi að mörgu leyti frumstæðaþjóðhefði leitað eftir fleiri eða færri Is- lendingum til þess að kenna þeim að fiska einhversstaðar nær en i Norður-Atlantshafi. — Tilboðinu kvað hafa verið hafnað. Allt fram til loka síðustu styrj- aldar þótti Færeyingum gott að leita til Islendingaumvinnu.Þeir voru hér í hundraða tali í at- vinnu á sjó og í landi og voru eina þjóðin, sem sannarlega litu upp til okkar og hefðu á tímabili verið ánægðari með að vera í sambandi við Island en Dan- mörku. Þeir sóttu ýmislegt fleira en daglaunavinnu til íslands, svo sem ýmis tæki til veiða og iðnað- ar og voru auk þess vissir kaup- endur stærri og minni fiskiskipa, sem þóttu orðin úrelt hér og ekki gátu staðið sig í samkeppni við nýrri skip í hinum hraða kapp- leik að fiska sem mest án tillits til kostnaðar. Þannig keyptu þeir mikinn hluta af okkar gömlu kútterum og fiskuðu á þá í áratugi í róleg- heitum og eru sumir þeirra enn- þá í brúki eða hafa verið það til skamms tíma. Þeir keyptu líka eitthvað af gömlu togurunum okkar í stríðslokin og gátu rekið þá með sæmilegri afkomu, þegar það þótti vonlaust hér. Nú koma Færeyingar ekki lengur til íslands í atvinnuleit, og þeir eru líka hættir að taka við gömlum og úreltum skipum, og langt er síðan ég hef heyrt því fleygt, að þeir „litu upp til Is- lendinga" yfirleitt, (sem varla er að vænta). Þeir hafa komið sér upp mynd- arlegri skipasmíðastöð og smíða nú bæði fyrir sig og aðra, og eru þar á mjög stuttum tíma komnir langt fram úr okkur á því sviði (sem á mörgum öðrum). I stað þess að senda alla þessa vinnu úr landi eins og við höfum gert og látið framkvæma hana á líkleg- um og ólíkustu stöðum, á Norður- löndum, Þýzkalandi, Hollandi, Englandi og austantjaldslöndum, komu Færeyingar sér upp full- kominni skipasmíði — hávaða- laust, eins og þeim er lagið og standast alla samkeppni. Með þessum skipasmíðum hafa Færeyingar kveðið niður hinn hvimleiða og þráláta draug, að það taki marga mannsaldra að þjálfa menn upp í skipasmíði (þetta átti að vera í blóðinu!!! eða nærri því að sveinbörn fædd- ust með iðnaðarpróf)'. Nú er færeyskt skip smíðað í Færeyjum í fastri tímaleigu hjá hinu íslenzka ríkisfyrirtæki Skipaútgerð ríkisins og siglir undir dönskum fána. Fyrir nokkru síðan átti frétta- maður útvarps ásamt forstjóra Ríkisskip, vegamálastjóra og framkvæmdastjóra Flugfélags íslands, viðtal við bæjarstjóra á ýmsum stöðum um landið um á- stand og kröfur í samgöngum og flutningaþörf við dreifbýlið. I þessum fróðlega þætti kom það greinilega fram, að bæjar- stjórarnir vildu hafa ótruflaðar samgöngur við sitt byggðarlag og töldu þær yfirleitt í sæmilegu lagi, þegar vegir væru opnir og eða skilyrði til flugs. Vegamála- stjóri kvartaði um hið mikla á- lag, sem væri um hina oft undir- byggðu fjallvegi sökum þunga vöruflutninga, sem um þá færu strax og þeir opnuðust. Forstjóri Skipaútgerðarinnar viðurkenndi, að fólksflutningar væru að mestu leyti úr sögunni, nema helzt milli flugsamgöngu- lausra fjarða, og vöruflutningar svo að segja hyrfu um leið og vegir opnuðust, þótt teknir væru þeir staðir á landinu, sem lengst eru frá Reykjavík með erfiðu og lélegu vegasambandi eins og syðstu hafnir Austfjarða, væri ekki hægt að keppa við bíla um vöruflutninga. Mér virtist forstjórinn dálítið þunglyndur (sem honum skal ekki láð) og ekki koma með neitt, sem benti til. að jákvæðra breyt- inga væri að vænta. Flugfélagsmaðurinn var hins Framhald á bls. 135 138 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.