Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 16
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum
„Njör3ur“ 15.oo tonn. „Vestri“ 17.oo tonn. ,JSœi:ar“ 22.00 tonn.
Smíðaður í Vestmannaeyjum 1919. Smíðaður í Noregi 1917. SmíSaSur í Reykjavík 1935.
Einar Steingrímsson, Hall-
ormsstað, er fæddur á Akureyri
26. janúar 1903. Foreldrar Stein-
grímur Pálsson og Helga Einars-
dóttir. Einar byrjaði ungur sjó-
mennsku frá Akureyri, var m.a.
á „Gesti.“ Síðar er Einar á varð-
skipinu Þór. Til Eyja ræðst Ein-
ar 1926 á „Þór,“ með Þórði Þórð-
arsyni. Formennsku byrjar Ein-
ar 1931, þá með „Njörð.“ Var
hann með hann 2 vertíðir. Eftir
það er hann með „Þrasa“ og loks
„Guðrúnu I.“ Eftir það hætti
Einar formennsku og réðist til
Óskars Gíslasonar á „Garðar“
stýrimaður og síðar „Álsey.“ Eft-
ir það flytzt Einar til Reykja-
víkur og réðist á togara og var á
þeim fram yfir 1960. Oftast sama
skipi. Einar var einn af þessum
harðduglegu sjómönnum er eng-
inn vildi missa. — Aflabrögðin
gengu liðlega frá Eyjum.
Sigurður Guðjónsson, Fram-
nesi, var fæddur að Framnesi
Eyjum 3. nóv. 1911. Foreldrar
Guðjón Jónsson og Nikolína
Guðnadóttir. Með þeim ólst hann
upp. Eins og flestir Eyjadrengir
hóf Sigurður sjómennsku á unga
aldri og stundaði sjóinn upp frá
því. Byrjaði hann með Eyjólfi
Gíslasyni á „Hansínu," síðar á
„Gissuri hvíta.“ 1938byrjarhann
formennsku á „Nirði,“ síðar var
hann með „Vestra.“ — Hætti
þá formennsku og gerðist
stýrimaður á „Sjöfn“ og síðar á
„Farsæl.“ Sigurður var mikill
efnismaður og duglegur sjómað-
ur. Einnig var hann harðfrískur
íþróttamaður og var glíman hans
eftirlæti. En þar náði hann
langt, sökum frækni og lipurðar.
Endalok Sigurðar urðu að
hann drukknaði í höfninni í Eyj-
um 6. maí 1955.
Sigfús Guðmundsson, Brim-
hólabraut 10, er fæddur að Hóla-
koti undir A.-Eyjafjöllum 18.
júní 1912. Foreldrar Guðmundur
Einarsson bóndi þar og konahans
Þuríður Vigfúsdóttir. Með þeim
ólst hann upp.
16 ára fór Sigfús fyrst til Eyja
og hóf sjómennsku á Þór I. með
Þórði frá Sléttabóli. Eftir það er
hann á „Soffí,“ „Skuld,“ „Tjaldi“
og margar vertíðir á „Ver I.“
Seinna sem vélstjóri og síðar
stýrimaður á „Skaftfellingi.“
Formennsku byrjar Sigfús á
„Vin,“ með dragnót. Síðar er Sig-
fús með „Gulltopp I,“ þá „Is-
leif“ og síðar með „ísleif II,“
er hann var keyptur frá Dan-
mörku. Var hann óslitið með
þann bát, bæði vetur og sumar
til 1957, er hann kaupir „Sævar“
VE 19, ásamt fleirum. Hefir hann
128
VÍKINGUR