Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 14
Hún: SériVu ekki a(V ép er algerlega fata- laus? Ilaiin: Já, en fröken, livaiV gerir þaiV til? Prestur kom í húsvitjun á af- skekktan bæ og þurfti að sofa hjá sjö ára gömlum syni hjónanna. Þegar presturinn kom inn í svefn- herbergið lá drengurinn á hnjánum fyrir framan rúmið. Presturinn féll líka á kné fyrir framan rúmið. „Hvað ert þú að gera?“ spurði drengurinn. „Það sama og þú, vinur minn,“ svaraði prestur. „Það máttu alls ekki, — það er ég sem hef koppinn!" * Það fór bezt á því. Kerling nokkur var spurð um álit hennar á sögunni af þeim Adam og Evu um syndafallið. Hún svaraði því þannig: „Svo fór bezt sem fór. Það hefði ekki verið lítill hofmóð- urinn í henni veröld, hefðu allir verið heilagir.“ * „Hvernig datt þér í hug að kaupa þennan hatt Amalía. Heldurðu ekki að fuglarnir komi og kroppi í kirsu- berin, sem hann er skreyttur með?“ „Það er engin hætta á því meðan ég hefi fuglahræðu eins og þig við hlið mér!“ * Frá Napoleonstíma. Skoti sat á veitingahúsi í París og gæddi sér á dúfnasteik. Honum þótti steikin furðu seig undir tönn og við nánari athugun fann hann hring á fætinum, sem á stóð: „Viðbúnir til árásar í fyrramál- ið. — Napoleon." * Sérfræðingur í ræktunarmálum hélt eitt sinn fyrirlestur fyrir hópi bænda: „Eftir nokkur ár getur bóndinn haft nógan efnaáburð í heilan hektara í öðrum vasanum." „Já,“ gall einn bóndinn við, „og afraksturinn í hinum vasanum!" * Y Árni: „Hvað varð þér að orði þegar þú fréttir að hann Sigurður væri strokinn til Ameríku með kon- una þína?“ „Bjarni: „Ég sagði bara að þetta væri mátulegt á hann, bölvaðan, — hann sveik mig nefnilega í hesta- kaupum í fyrra.“ * Bernhard Shaw, sem var grind- horaður, sat eitt sinn til borðs með hinum akfeita lord Chesterton. „Þegar maður horfir á þig, Shaw, mætti ætla að það væri hungurs- neyð í landinu.“ „Og þegar ég horfi á þig, Chest- erton, mætti ætla að þú værir or- sök hennar,“ svaraði Shaw um hæl. * Hann er að máta niig! * Sjúklingurinn (sárþjáður): „Bara að ég gæti dáið!“ Læknirinn: „Verið alveg ókvíð- inn. Ég geri það, sem ég get.“ * „En hvað þér eruð sólbrennd, fröken. Hafið þér veriðáMallorca?“ „Ónei, ég er heimabrennd.“ * Það var hringt á fæðingardeildina og æst rödd sagði við ljósmóður- ina: „Konan mín er á leið að ala barn. Við komum nú þegar!“ „Augnablik, ég þarf að fá smá- upplýsingar. Er þetta fyrsta barnið hennar?“ „Nei,“ svaraði.röddin ennþá æst- ari. „Þetta er maðurinn hennar!“ * Hann var einu sinni „cowboy í Texas.“ VÍKINGUR 126

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.