Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 21
Aquíla og frú Strokova hefðu rænt drengnum. Sá falskskeggj- aði átti einnig sinn þátt í ráninu, en hvernig, vissi hann ekki enn- þá. En hversvegna að gruna unn- usta Heidi og beztu vinkonu hennar,sem jafnframt hafði mik- il völd innan tékknesku ríkis- stjórnarinnar. Hiram sá í anda hvernig þetta hafði skeð. Frú Strakova og d’ Aquila höfðu yfirgefið sam- kvæmið klukkan rúmlega ellefu, þegar fóstran hlaut að vera sofnuð. Hann hafði læðst inn í svefnherbergið og tekið barnið sofandi, án þess að vekja Jó- hönnu. Hiram minntist hinna hljóðlausu og léttu skrefa hans. Áhættan var engin. Ef dreng- urinn vaknaði, þá var hann hjá unnusta frænku sinnar, sem hann var eflaust hændur að, og ef Jóhanna vaknaði, þá var þar aðeins unnusti Heidi. Fyrir utan biðu svo Lola og sennilega mað- urinn með falska skeggið, og hann tekið við barninu. Hann áleit að hvorki d’ Aquila né frú Strakova hefðu örugga fjar- vistarsönnun. Frúin sagðist hafa tekið svefntöflur og það var ekki fyrr en klukkan þrjú um nóttina að símastúlkunni tókst að vekja hana. Greifinn bar að hann hefði farið rakleitt til ítalska sendi- ráðsins og unnið þar við skjöl fram undir morgun. Hiram gat ekki beinlínis efast um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Hann var sannfærður um að maðurinn með falska skeggið var lykillinn að þessum leik. Honum var einnig ljóst, að ef hann skýrði Virslany eða Oven- ecka frá þessum hugmyndum sínum, myndu þeir aðeins hlæja að honum. D’ Aquila og frú Strakova voru hafin yfir allar grunsemdir og þeir myndu stimpla hann sem ókurteisan aulabárð. Nei, það voru engin not fyrir hann, ekki minnsta þörf. Hann endurtók þetta fyrir sjálfum sér, hryggur í huga. Nú voru liðnir fimm dagar frá því er barnið hvarf. Hann leit í speg- VÍKINGUR il og sá þar mann, sem tæplega leit út fyrir að geta haft upp á strokuhundi. Hiram Holliday, þessi mikli ævintýramaður! Ónei, spegilmynd hans sýndi hann eins og hann raunverulega var; próf- arkalesari við dagblaðið „Varð- manninn," sem var prýðilega fær um að ydda blýanta og leiðrétta það, sem menn með heila, ímynd- unarafl og kraft skrifuðu um ævintýrin, sem þeir snuðruðu upp úti í hinum stóra heimi. Síminn hringdi. Það var Heidi. Rödd hennar var þreytu- leg og óttablandin. „Hiram, komdu til mín án tafar. Ég verð að tala við þig.“ „Ég kem þegar,“ svaraði Hir- am. Klukkan var níu. Regninu hafði stytt upp og himinninn var eirrauður af endurskini fráborg- arljósunum. Hún var alein heima og Hiram sá, að hún hafði grát- ið. Ó, Hiram, þeir hafa náð hon- um, þeir hafa Peter,“ hrópaði hún. Hiram féll allur ketill í eld. „Hvaðan vitið þér það með vissu?“ „Það kom maður hér áðan,“ sagði hún hljómlausri röddu.„Ég þekkti hann. Hann er einn af erindrekum þeirra í Prag. Hann spurði umsvifalaust hvort ég á- liti ekki hentugur tími núna að ræða um á hvern hátt þægileg- ast væri að yfirfæra Fúrstenhof auðæfin til Þýzkalands, þangað sem þau ættu raunverulega heima.. .“ „Látið þá fá peningana — fyr- ir barnið.“ Heidi hristi höfuðið sorgbitin. „Það stoðar ekkert. Ég þekki þá; þeir myndu aldrei láta hann af hendi. Hann er einn af erf- ingjum austurísku krúnunnar. Æ, Hiram, getið þér ekki séð um að ég fái drenginn aftur?“ Hafið þér talað við Ovenecka kaptein um þetta?“ Heidi kinkaði kolli: „Hann sver og sárt við leggur að dreng- urinn geti ekki verið kominn yfir landamærin, og að hann skuli ná honum aftur. En á meðan... ef þeir drepa hann... “ Hiram sá fyrir sér hinn glæsi- lega og karlmannlega kaptein og bar hann í huga sér saman við sína eigin spegilmynd — og ó- sjálfrátt hrópaði hann: Jú, Heidi, hann er ábyggilega þessu verk- efni vaxinn, kepteinninn mun sjálfsagt finna hann. Ég get ekkert gert og duga ekki til neins, reynið að skilja það. Ég held ekki út að þér sjáið neitt í mér. Ég er aðeins eins og ég lít út fyrir að vera: Eitt stórt núll, feitur og heimskur. Heidi, ég vildi hætta lífi mínu fyrir yður, en það mundi ekki færa yður Peter aftur. Á þessu stigi máls- ins vil ég draga mig í hlé — ég — ég get ekkert hjálpað yður, Heidi.“ Hún andvarpaði, og klappaði honum á kinnina. „Nei, kæri vin- ur minn, þetta er ekki satt. Ég finn og veit að þannig er það ekki.“ En Hiram tók ákvörðun sína í leigubílnum á leiðinni til hótels síns. Klukkan var tíu, og hann bað dyravörðinn um skeytaeyðu- blað, og á það skrifaði hann: Beauheld Vagtposten, New York. Segi upp núverandi stöðu. Spyr um möguleika á starfi í prófarkalestursdeildinni. Holliday. Ilirant togaM i nkcggið og varð sjáandi. Hiram ætlaði að fara að rétta dyraverðinum skeytið þegar hann kom auga á mann, sem stóð við hlið hans. Það var maðurinn með falska skeggið. Án augna- bliks umhugsunar greip hann handfylli með hægri hendinni í hið grófa rauðleita skegg og rykkti í. Það, sem skeði þegar á eftir, leið Hiram ekki úr minni ævi- langt. Hann sá í svip andlit manns- ins, það var afskræmt af heift og augun ætluðu út úr höfðinu. Hir- am varð óttaslegnari en hann hafði nokkru sinni orðið á ævi sinni, því þetta óhrjálega skegg, sem virtist sitja svo laust og 133

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.