Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 22
skakkt á andliti hans, sat óhagg- að áfram þrátt fyrir hið kröft- uga tak Hirams. „Drottinn minn dýri/‘ það er ekki falskt, það er ekta,“ flaug í gegnum huga Hirams. Á næsta augnabliki fékk Hir- am svo vel útilátið kjaftshögg að liann lá í gólfinu. Maðurinn stóð yfir honum, steitti hnefana og hellti yfir hann dembu af skammaryrðum á tékknesku. Skyndilega rankaði Hiram við sér. Það var eins og kjaftshöggið hefði leyst hugsanir hans úr dróma og ný vitneskja tróð sér inn í hugskot hans, skýr og svo hrollvekjandi að hryllti við hugs- un sinni. En hann varð að kom- ast burtu af þessum stað og úr þessari klípu. Fólk hafði safnast að við hávaðann. Nú gat hann hugsað á ný. Hann rétti sig riðandi á hnén og hrópaði á dyravörðinn: „Ég er bl... blindfullur, þykir þetta dj.. . djöfull leiðinlegt. Eg snerti aldrei þetta Sliworitz brennivín. Eg bið þennan heiðursmann mikillega afsökunar og skal greiða honum skaðabætur.“ Dyravörðurinn tók skeggjaða manninn afsíðis og sagði eitt- hvað í eyra hans. Maðurinn ró- aðist eitthvað, en hljóp svo á dyr, baðandi báðum örmum og hvarf fyrir hornið. „Dyravörður," sagði Hiram og hékk máttlaus yfir afgreiðslu- borðið. „Hann verður að fyrir- gefa mér, ég er óvanur þessum óþverra. Hvaða maður var þetta, ég verð að senda honum smá- gjöf.“ Önugur svipur dyravarðarins tók nú að víkja fyrir glettni, sem skein úr augum hans. „Þetta er Otto Chirpati, sem er einn af okkar þekktustu tannlæknum. Hann hefir læknastofu hér á hótelinu. Ég tel heppilegast að þér komið yður upp á herbergi yðar.“ „Alveg sammála,“ drafaði í Hiram. Segið þér mér aðeins eitt, er tannlæknirinn heyrnar- daufur?“ „Já, já,“ svaraði dyravörður- inn, sem hafði aðeins í huga að losna við hann. „Hann er mjög heyrnardaufur.“ Aftur leið fyrir hugarsjónir Hirams ný skíma. Nú hafði hann fengið nóg, -— og vel það. Hann slagaði upp til herbergis síns, studdur af hóteldrengnum. Hann hélt í annarri hendi sér á skeyt- inu til aðalritstjórans í New York, og í hinni nokkrar rauð- brúnar skegghárstjásur. í herbergi sínu áttaði Hiram sig smám Saman. Hann endur- tók leik sinn, sem drukkins manns og reif hár sitt eins fast og í skegg læknisins. „Rómantíska fíflið þitt,“ taut- aði hann við sjálfan sig. Þú hélst að skeggið væri lykillinn að leyndarmálinu, vegna þess að það óx skakkt á andliti mannsins og var mislitt, en nú veiztu að það er ekta. Samkvæmt þinni hug- sjónadellu átti Heidi að sitja á bak við lás og slá, jafnvel í neð- anjarðar-dýflissu, — en þá býr hún í nýtízku íbúð og í vinahópi. Jú, jú, og vegna þess að greifinn líktist leigudansara; með slétt- strokið hár og smá yfirskegg, hlýtur hann að vera erkifantur. Og þá hún Lola Strakova — út- eygð með mikið svart hár og mál- að andlit. Þú dæmir þetta fólk sem bófa, en sennilega eru þetta heiðarlegar manneskjur, sem ekkert eru viðriðnar barnsránið. Hann æddi fram og aftur um hei'bergið eins og dýr í búri. „En hver rændi barninu? Fyrst hinir grunuðu eru saklausir, er dæmið vitlaust sett upp og staðreyndir öfugar. Látum okkur sjá! Kapteinninn, hinn glæsilegi kapteinn, og — drottinn minn góður! . . dr. Virslany; skemmti- legur og glaðlyndur. Og þú, sem hefir unnið við dagblað árum saman og séð þúsundir mynda af allskonar glæpalýð, sem leit meira og minna sakleysislega út. Einhver, sem þekkti Heidi vel, stal barninu og hann gengið eins hljóðlaust og á kattaþófum. — þannig gekk Virslany; ég tók eftir því, að hann hreyfði sig fis- létt eins og ung stúlka. Feitir menn hafa þennan hæfileika. — En voru þeir fjarverandi sam- tímis? Varla, —- og þó, stundum virtizt mér það. Hiram nam stað- ar og reiknaði út. Skyndilega greip hann um höfuð sér. „Auð- vitað “ hrópaði hann. „Þetta var hægt að framkvæma á fimmtán sekúndum. Fjarlægðin að barna- herberginu var ekki meiri en svo. Fimmtán sekúndur! — Virslany læðist eins og feitur köttur. Kap- teinninn telur sekúndurnar. Virs- lany fjarlægir barnið. Ef Pétur vaknar er hann aðeins hjá Anton frænda. sem gaf honum eitt sinn hvítan bangsa, og Jóhannamundi ekkert gruna þótt hún sæi hann með barnið. Og svo; — aðeins nokkur skref að eldhúsdyrunum, kapteinnin telur upp að fimm- tán, gengur þangað og bíður fyr- ir utan. Virslany afhendir hon- um barnið og snýr aftur inn í salinn. Þetta passar allt saman, — en hvað svo. Hvert, og hvern- ig? Kapteinninn var aldrei svo lengi fjarverandi; aldrei! Leigu- bílstjórarnir útifyrir sáu ekkert, — en samt sem áður fjarlægði hann barnið. Hér vantar eitt- hvað. Það er þarna, en hvernig er fi’amhaldið. Þetta er að gera mig brjálaðan!“ Hiram fór að ganga fram og aftur um herbergið. Hann hafði þegar endurskoðað hugmyndir sínar frá rótum, og skyndilega stóð sannleikurinn fyrir sjónum hans í skýru ljósi. Hann hafði fundið lausn gátunnar. Áður en Hiram gerði sér grein fyrir, stóð hann berhöfðaður og frakkalaus niðri í anddyri hótels- ins. Hann heyrði einhvern hrópa: Þarna er fulli og vitlausi amerí- kaninn!“ Hann hljóp umsvifa- laust út í leigubíl á leið til Pode- bradova 35. Síðar mundi hann óljóst að hann rak á eftir bílstjóranum. Hann barði harkalega að dyr- um hjá Heidi, sem ásamt d’ Aquila greifa opnaði dyrnar. Þau störðu orðlaus af undrun á hann, þar sem hann æddi inn með úfið hárið og æsingasvip. „Heidi! d’ Aquila!“ hrópaði VÍKINGUR 134

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.