Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 17
1 * 4 ti „Sleypnir“ U.oo tonn. Smíðaður í Feneyjuin 1916. Ölafur Davíðsson, Minnanúpi, var fæddur að Ósi í Borgarfjarð- arsýslu 23. des. 1901. Foreldrar Davíð Ólafsson og kona hans Einína Sigurðardóttir. 1922 fór Ólafur til Eyja og réðist á „Ás- dísi“ til Sigurðar Sverrissonar, síðar á „Olgu 11“ og áfram á ,„Höfrung.“ 1930 byrjar Ólafur formennsku á „Helgu,“ síðar með „örn,“ „Sleipnir“ og loks „Stakk- árfoss“ allt til 1943, en það ár andaðist hann, 11. ágúst. Ólafur stundaði sjóinn bæði vetur og sumar, var ábyggilegur formaður og aflamaður góður. haft formennsku á honum til þessa dags, að undanskyldri einni vertíð er hann var með „Gull- topp II.“ Alla sína sjómannstíð hefir Sig- fús verið kraftmaður við sjóinn, stjórnsamur og aflamaður ágæt- ur í öll veiðarfæri. „Gunnar Hániundarson“ 17,oo tonn. Smíð'aður í Noregi 1924. Guðni Jónsson, Reykjum, var fæddur að Steinum undir Eyja- fjöllum 3. janúar 1906. Foreldr- ar Jón Einarsson og Jóhanna Magnúsdóttir, búandi þar. Guðni ólst upp að Steinum unz faðir hans lézt, en fluttist þá með móð- ur sinni til Eyja. 16 ára byrjar hann sjómennsku þaðan. Fljót- lega er Guðni orðinn vélstjóri og er það fleiri úthöld, m.a. á „Giss- uri hvíta.“ 1931 byrjar Guðni formennsku á „Gunnari Há- mundarsyni“ og hafði for- mennsku þar tvær vertíðir 1933. Eftir það flytur hann til Kefla- víkur. í Eyjum vildi hann vera og þar var hann öllum hnútum kunnugur. Aflabrögðin gengu honum ágætlega. Honum var því flutningurinn ekki sársaukalaus. Eftir að Guðni settist að í Kefla- vík var hann alltaf vélamaður á sama báti. Guðni lézt af slysförum á mót- orhjóli, er setuliðsbifreið keyrði á hann 18. október 1957. Pétur Guðbjörnsson. „Faxi“ 14.oo tonn. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1919. Pétur Guðjónsson, Kirkjubæ, er fæddur að Oddstöðum í Eyjum 12. júlí 1902. Foreldrar Guðjón Jónsson, bóndi þar og kona hans Guðlaug Pétursdóttir. — Pétur byrjaði ungur sjómennsku. 1920 er hann á „Ver“ með Guðmundi Einarssyni, síðar á „Nansen,“ á- fram á „Lagarfossi 1“ og „Heimaey" með Valdimar Bjarna- syni. Pétur byrjar formennsku á „Faxa“ 1927, síðar er hann með „Gideon“ og loks „Hjálpara," er hann átti sjálfur part í. tJt úr þessu hætti Pétur formennsku, en stundaði áfram sjó, lengst af með frænda sínum, Þorgeiri Jó- elssyni á „Lunda,“ eða 15 vertíð- ir. Pétur hefir verið slyngur bjarg- og veiðimaður, einhver sá allra fremsti hér um slóðir. Hann fer enn út í eyjar. Pétur var með duglegustu sjómönnum sinnar tíðar og fórst formennskan vel úr hendi. Hann er nú starfsmað- ur í skrifstofum Vestmannaeyja- kaupstaðar. VÍKINGUR 129

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.