Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 15
* Það var í saumaklúbb að flestar konurnar reyktu sígarettur. Eftir fjörugar umræður um óhollustu sígarettureykinga, var samþykkt einróma, að þær skyldu allar byrja að reykja pípu næst þegar þær mættust í saumaklúbbnum. Þegar ein frúin skýrði manni sínum frá samþykktinni, svaraði hann: „Þetta var bráðsnjöll hugmynd, elskan mín. Hér eftir heitir það ekki saumaklúbbur, heldur pípu- konsert.“ * Ég fæ seint fullþakkað yður læknir, að þér björguðuð sjón minni. * Auglýsing frá skotfélagi: Gangið í félagið, Iærið að skjóta og hittið vini yðar. * Þessi þykir víst nokkuð gamaldags. Móðirin: „Er sem mér sýnist, Steini minn, að þú sért að leika þér að tindátunum þínum á sjálfan helgidaginn, meðan við hlýðum á útvarpsmessuna ?“ Steini litli: „Ó, það gerir ekkert til, mamma. í dag læt ég þá alla vera hjálpræðishermenn!“ * Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sem víða hafði ferðast, var eitt sinn spurður að því, hvernig hann vissi hvenær hann væri staddur í van- þróuðu landi, eins og það var kall- að. „Það er mjög auðvelt," svaraði hann. „Þegar ég kem til lands þar sem börnin eru hlýðin og virða for- eldra sína.“ * ■HnHHMHHHHHHaaD FRÍ vaktin * „Ég hefi létta og góða vinnu handa þeim, sem er latastur ■ ykk- ar,“ sagði liðþjálfinn við hóp 12 ný- liða. 11 réttu upp hendurnar. „Af hverju réttið þér ekki upp hendina, nr. 67?“ „Nenni því ekki!“ Gildir það núna! Gladstone gamli sagði eitt sinn í ræðu: „Það sem er siðferðilega vit- laust, getur aldrei orðið rétt frá pólitísku sjónarmiði.“ * Tveir Svíar voru að tala saman. „Af hverju bregður þú fyrir þig dönsku?“ „Ég geri það ekki, ég er bara að totta pípuna mína.“ * Ungur læknir í kaupstað úti á landi, spurði kunningja sinn hvort hann hefði nokkuð hlerað hvernig fólkinu líkaði við hann sem lækni. „Ég hlustaði á tal tveggjamanna hérna í gær og þeir hældu þér á hvert reipi,“ svaraði kunninginn. „Og hverjir voru það?“ spurði læknirinm neð áhuga. „Það voru Símon gamli grafari og líkkistusmiðurinn hann Jón Jóns- son!“ * Það skeði á tízkusýningu Pól- verjanna í Reykjavík í byrjun júní, að þegar ein sýningardaman kom fram í „kokkteilkjól," hallaði frúin sér að manni sínum og sagði blíð- lega: „Heyrðu elskan mín, þessi mundi passa ágætlega í kokkteil- partíinu okkar á laugardaginn kemur.“ „Alveg sjálfsagt, vina mín,“ svar- aði eiginmaðurinn. „Ég skal bjóða henni í partíið!" * Enginn tannlæknir um borS! VÍKINGUR 127

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.