Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 24
Lífið u iii borð í 99Ile de France46
Árið 1959 lauk tilveru hins
fræga franska farþegaskips „Ile
de France.“
*
Skipið var hoggið upp eftir 32
ára dygga þjónustu. Allan þann
tíma var skipið stolt Frakklands
og bar menningarhróður lands-
ins um heimshöfin.
Þúsundir manna víða í heimin-
um þekktu skipið, vissu um allt
skrautið um borð, hið létta and-
rúmsloft og frábæra þjónustu
Frakkanna.
Á starfsferli skipsins urðu til
margar sögur um lífið um borð,
sumar vafalaust sannar en aðrar
skoluðust til við endursögn
margra manna og urðu að ýkjum
eins og gengur.
OLÍA Á S.IÓMJM.
Nefna má skemmtilega frásögn
af hinum mikla dansara, sem
kallaður var Argentína. Á ferða-
lagi eitt sinn með skipinu lofaði
hann að dansa í veizlu um borð
fyrir fólkið til stuðnings styrkt-
arsjóði áhafnarinnar.
Því miður lenti skipið í óveðri
rétt áður en athöfnin átti að fara
fram. Argentína treysti sér þá
136
ekki til að dansa. Skipið valt svo
mikið að hann vildi ekki eiga á
liættu að fótbrjóta sig og eyði-
leggja sína dýrmætu dansfætur.
Og nú segir sagan að Blanc-
hard skipstjóri hafi stöðvað skip-
ið og látið dæla olíu í sjóinn. Við
það hafi sjóinn kyrrt svo að skip-
ið hreyfðist ekki. Hóf þá Argen-
tína dansinn án nokkurrar
hræðslu við að brjóta fætur sína.
Blanchard skipstjóri man enn
þennan atburð, en fullyrðir að
engri olíu hafi verið dælt í sjó-
inn. Segir Blanchard að hann
hafi ábyrgst að láta skipið ekkert
velta, meðan Argentína sýndi
dansinn. — Breytti hann síðan
stefnu skipsins og hélt henni með-
an dansinn fór fram. Nægði þetta
til að draga úr veltingi skipsins.
Að loknum dansi Argentínu tók
skipstjóri rétta stefnu á ný.
ELSKULEGm SKIPSTJÓKI.
Aftur á móti neitar Blanchard
því.ekki, að hann hafi uppfyllt
óskir hinnar duttlungafullu konu
Mathi að nafni. Hún var eigin-
kona fransks bifreiðaframleið-
anda og lýsti því fúslega yfir eitt
sinn er skipstjóri og hún sátu að
snæðingi, að hún elskaði hljóm-
list, og þá alveg sér í lagi nyti
hún þess að hlusta á músikina
meðan hún væri í baði.
Næsta morgun sendi hinn góði '
skipstjóri hljómsveit skipsinsnið-
ur að klefa frúarinnar, þar sem
spilað var í heila klukkustund,
meðan frúin baðaði sig.
LIPUR BltVTI.
Bryti skipsins, Henry Villard,
samdi nákvæma skrá yfir mis-
munandi eiginleika farþega skips-
ins, smekk þeirra og fleira. Eftir
þessu tókst honum á heppilegan
hátt að raða farþegunum niður
við borðin í matsölunum. Oft
varð úr þessu ævarandi vinátta
farþeganna og jafnvel hjónabönd
— eins og t.d. hjá Grace Moore
og Valentinu Parera og Barböru
Hutton og prins Paul Molivani.
Söngvarinn Maurice Chevalier,
sem var hinn mesti sælkeri, lét
einu sinni yfirmatsveininum í té
uppskrift á áleggi úr kindakjöti,
sem móðir Mauricear bjó til.Mat-
sveinninn hófst þegar handa um
að útbúa steikina, og tók það
hann heila 2 daga. Þegar réttur-
inn var settur fyrir Maurice,
VÍKINGUR