Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 25
sagði hann að kokkurinn hefði reyndar ekki unnið til einskis, en þó bragðaðist þetta ekki eins vel og hjá mömmu. i:i,i)SPVT.\AKó.\(a:iii\\. Sænski eldspýtnakóngurinn Ivar Kriiger fór til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að afla sér lánsfjár fyrir alheims fyrirtæki sín. Hann hélt aftur heim til Evrópu með „Ile de Fance" niðurbeygður mað- ur eftir erindisleysu vestur. Kriiger dvaldi að mestu leyti innan dyra í klefa sínum. Sat hann þar og lagði kabal dag og nótt. Brytinn Henry Villard hafði áhyggjur af þessu. — I trúnaði sagði hann eiginkonu ambassa- dörs nokkurs frá þessu, en eigin- maður konunnar hafði verið vin- ur Kriigers. Frúin tók að sér að reyna að gleðja upp úr Krúger og tókstað ná honum upp í lokaveizlu skips- ins. Eftir matinn dönsuðu þau saman langt fram á nótt og virt- ist Kriiger hinn kátasti. En þegar farþegarnir voru komnir á land í Le Havre ogsetzt- ir inn í járnbrauta|rl;éstina til Parísar, tók brytinn eftir því að Kriiger vantaði í hópinn. Fann hann Kriiger í klefa sínum um borð, þar sem hann sat og lagði kabal. „Fyrirgefið hr. Krúger,“ sagði hann, „en allir farþegarnir eru farnir í land og lestin bíður að- eins eftir yður, viljið þér ekki gjöra svo vel að flýta yður í land?“ „Nei,“ tautaði Krúger. „Fyrst verð ég að fá kabalinn til að ganga upp. Ég trúi því að mér heppnist það.“ Á meðan þessu fór fram, sátu hinir farþegarnir, 1000 að tölu, og biðu í lestinni. Vegabréfseftir- litsmennirnir og tollþjónarnir voru orðnir órólegir. Lagði bryt- inn því fast að Krúger að fara í land. Að lokum stóð Krúger upp frá spilunum, án þess að fá kab- alinn til að ganga upp. Rétt eftir komuna til Parísar framdi Krúger sjálfsmorð. ADRIIt MIKLIR fjármAlamem. Meðal frægra farþega „Ile de France“ voru eitt sinn Sir Henry Deterding frá Royal Dutch Shell og John D. Rockefeller frá Stand- ard Oil. — Þessir tveir voldugu fjármálamenn vissu að þeim var lífsnauðsyn að koma á samkomu- lagi á milli fyrirtækja sinna, sem stóðu í harðri samkeppni hvort við annað, en kaupsýslumenn máttu ekki fá hugboð um, að þeir ætluðu að reyna að ná sáttum. Rockefeller fór því um borð í skipið í Le Havre og hélt þegar til klefa síns, en Sir Henry tók skipið í Southampton og fór einn- ig til síns klefa. Þessir tveir menn hittust aldrei opinberlega í ferðinni. Og á laun var líka erfitt fyrir þá að hittast, því að klefar þessara voldúgu fjármálamanna voru undir smá- sjá farþeganna. Samt tókst þeim að ná fundum hvor annars í tómum klefa nokk- uð frá eigin klefum. — Fundir þeirra urðu þó að vera á nóttunni. Og sá sem tókst að koma mönn- unum óséðum til og frá klefun- um, var enginn annar en brytinn Henry Villard, og ekki lak út eitt einasta orð um fundina, fyrr en skipið var komið til New York og opinber tilkynning gefin út um að deilan milli Dutch Shell og Standard Oil væri jöfnuð. Bernard Baruch var annar voldugur fjármálamaður. Gróða- brallarar höfðu alltaf mikinn á- huga fyrir samningsaðgerðum Baruchs, en hann reyndi eins og frekast var hægt að gera við- skipti sín með leynd. Georg de Braux, þá mjög ung- ur kauphallarverzlunarmaður, minnist þess hversu lotningar- fullur hann varð, þegar Baruch kom inn í skrifstofu Compagnie de St. Phalles um borð í „Ile de France.“ Eftir að Baruch hafði litið í kringum sig og fullvissað sig um að þeir voru aðeins tveir, sýndi hann unga manninum lista yfir verðbréf, sem hann ýmist vildi selja eða kaupa. Stuttu eftir að Baruch var far- inn út, kom lítill maður inn með hatt á höfði. Hann leit flóttalega í kringum sig, en spurði svo unga manninn í hálfum hljóðum,hvort það hefði ekki verið Bernard Baruch, sem gengið hefði út? Hvaða verðbréf keypti hann eða seldi ? De Braux svaraði kurteislega, að öll viðskipti á vegum fyrir- tækis hans væru trúnaðarmál. En litli maðurinn dró þá upp veskið sitt. „Baruch fær ekkert um það að vita,“ sagði hann. „Segðu mér bara hvað hann hyggst fyrir. Ef þér gerið það, lofa ég því, að við báðir munum hagnast töluvert á samstarfi okk- ar.“ Ungi de Braux vísaði þessu þó algjörlega á bug. Því næst reyndi litli maðurinn að ná de Braux á sitt band með blíðmælum og þegar það bar ekki árangur, hótaði hann að koma því í kring að de Braux yrði rekinn úr starfi sínu. De Braux, sem var orðinn dap- ur við þessar samræður, neitaði algjörlega að gefa sig, og með það mátti litli maðurinn fara. Næsta morgun var de Braux kallaður að klefa Baruchs. Fjár- málamaðurinn tók hjartanlega á móti honum og bauðst til að kaupa mikinn fjölda hlutabréfa af unga manninum. Þegar de Braux ætlaði að sýna þakklæti sitt, vísaði hinn voldugi fjármála- maður því á braut og sagði: „Venjulega treysti ég engum manni fyrr en ég hef sjálfur prófað þagmælsku hans, og hvað viðkemur yður, þá er allt í lagi.“ Þegar de Braux fór frá klefa fjármálamannsins, var hann all- ur í uppnámi út af hinum miklu viðskiptum, sem þeir höfðu gert — þá rakst hann á þjón Baruchs. De Braux sá strax, enda þótt þjónninn sýndi engin svipbrigði, að þetta var sami litli maðurinn, sem komið hafði til hans daginn áður og reynt að veiða upp úr honum áform Baruchs. Þannig hafði því Baruch prófað stöðug- lyndi unga mannsins. * VÍKINGUR 137

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.