Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 10
sig hvorki fyrir fiskimennina eða eigendurna að tapa tíma og plássi með því að hirða þorskinn er svo ákveðið að afgogga skuli allan þorsk og sleppa honum lifandi þegar lóðin er dregin upp. Sam- kvæmt framanrituðu telst því ekki annað til afla hverrar doríu en það sem vigtarmaðurinn hefur viðurkennt og vigtað — ekkert greiðist fyrirþann fisk er veiddur er til beitu. Með því að bæði fiskimennirnir og eigendurnir vita það að gæði fisksins eru lífsskilyrði fyrir góð- um árangri, ber öllum eftir ítrasta megni að fara eins vel með lúðuna og unnt er og fylgja út í æsar öllum fyrirmælum fiskiskipstjórans og leiðbein- ingum lians um alla meðferð þannig að lúða sé afhent eins ný og velmeðfarin eins og mögulegt er. í þessu sambandi skal tekið fram að fiskimönn- unum ber jafnan vanalega að hreinsa burt allar tætlur af hjarta og lifur og innyflum um leið og þeir slægja lúðuna. Þegar lúðan er afhent verður hún vegin á gorm- vog eða aðra vog er notuð kann að verða. Vog þá sem notuð er,geta fiskimennirnir látið sannprófa hvenær sem þeir óska þess. Engin uppbót skal gefin á hvoruga hlið fyrir fisk sem vigtaður kann að hafa verið á vog er síðar reyndist röng, en vog- in skal tekin úr notkun þegar í stað. Engin doríuskipshöfn má eyða neinum tíma til þess að líta eftir vigtuninni, en hún skal fram- kvæmd af vigtarmönnum, sem til þess eru settir eftir ákvörðun frá g/s „Helder.“ Þessir vigtarmenn skulu innfæra vigtina í við- skiptabók fiskimannanna, og afhenda þeim hana síðar, svo að þeir daglega geti gengið úr skugga um að engin vigtun hafi gleymst. Skipshöfn hverrar doríu fær hundraðsgjald sitt reiknað út af sinni eigin veiði. Fiskimennirnir skulu greiða 20 % — tuttugu af hundraði af öllum beitukostnaði, sem gengið hefur til doríu þeirra og skiptist jafnt milli allra 5 manna á doríunni. Til upplýsingar skal tekið fram að fryst síld mun kosta um kr. 10.50 pr. 50 kíló. Ennfremur skulu fiskimennirnir greiða fæði sitt og kostnað allan af matreiðslumanni og hjálpar- sveinum, að svo miklu leyti sem þeir eru notaðir í þarfir fiskimannanna. Fiskimönnunum er áskilinn réttur til að eig- endurnir greiði heimili þeirra allt að ísl. kr. lOO.oo — eitt hundrað, miðað við hverja fulla 15 daga eftir á er greiðist á skrifstofu eigendanna í Hafn- arfirði í fyrsta skipti 15 dögum eftir að skipið fer frá Hafnarfirði á leið til veiðanna. Fiskimennirnir skulu skyldir til að útbúa og standsetja lóðirnar án nokkurs endurgjalds fyrir þá vinnu og skal það gert eftir því og á þann hátt er fiskiskipstjórinn mælir fyrir um. Allur fiski- útbúnaður tilheyrandi hverri doríu skal merktur með númerum á merki er eigendurnir leggja til. Fiskimennirnir skulu fara vel og varlega með fiskiútbúnaðinn, og að enduðum fiskileiðangrinum ganga forsvaranlega frá honum (einnig því sem ekki hefur þurft að nota eða ekki hefur verið standsett). Þeir skulu og hreinsa doríurnar og vél- arnar á þann hátt er fiskiskipstjórinn leggur þeim fyrir. Doríufonnaður ber ábyrgð á því að lóðir þær er heyra til doríu hans séu lagðar utan landhelgis í Grænlandi, þrjár mílur undan landi. Doríufor- maður ber einnig ábyrgð á því að dorían sé ekki notuð til þess að fara í land á henni, nema undir þeim kringumstæðum að fiskiskipstjórinn skipi svo fyrir sérstaklega. Séu þessi ákvæði brotin ber öll skipshöfn doríunnar ábyrgð á afleiðingunum og greiðir einn fyrir alla og allir fyrir einn, allan þann kostnað er af því leiðir. Það skal tekið fram að menn af tveimur þjóð- flokkum eiga að vinna á fiskimiðunum og þess er krafist af hverjum einstökum manni að hann vinni í góðu samlyndi með samverkamönnum sínum, hvort sem þeir eru íslenzkir eða norskir. Það er áríðandi að allir skilji þetta atriði og hegði sér eftir því, sökum þess að góður árangur fiskileiðangursins er í veði ef útaf bregður. 7. júní 1927. Undirskriftir fiskimannanna: Undirskriftir eigendanna: Einar Guðmundsson for Hellyer Bros Ltd. Jar Allen Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri alkunnu staðreynd, að Sjó- mannablaðið Víkingur nýtur tals- verðra vinsælda (verðskuldaðra) meðal almennings langt út fyrir raðir hinna raunverulegu aðstand- enda. Blaðið er prentað á góðan pappír miðað við önnur tímarit og mun í fæstum tilfellum lenda óles- inn í ruslakörfum, sem vissulega er hlutskipti margra dagblaða og ýmissa annarra bókmennta (?), sem hin síðari árin hafa flætt yfir okkur í vaxandi mæli án tillits til beinnar nauðsynjar. Ef gerður er samanburður á Sjó- bannablaðinu Víkingi og öðrum skrifum, sem koma út mánaðar- lega, hefur ,,Víkingur“ marga fleiri yfirburði og þá fyrst og fremst betri og öruggari afkomumögu- leika, þar sem öll sjómannastéttin (hin tekjuhæsta og harðsnúnasta stétt sem fyrirfinnst í landinu?) stendur bak við útgáfu hans. Ætti hann því eftir öllum líklegum lög- málum að hafa nægan og öruggan kaupendafjölda, nægilegt af að- sendum greinum um vandamál stéttarinnar (eða hinna ýmsu VÍKINGUR B r é f t m 1 1 V r l k í ii g s • í fi s 122

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.