Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 7
Grænlandsferð órið 1959 i. „Komir þú á Grænlandsgrund, gjörirðu ferð svo langa,“ kvað Sigurður skáld Breiðfjörð á sín- um tíma. En þá hafði þekkingu íslendinga um Grænland almennt farið mjög hrakandi síðustu fjög- ur hundruð árin vegna þess of- beldisstjómarfars, sem þeir höfðu búið við þann tíma, og sem með öðru illu hafði hindraðeftirmætti samgöngur íslendinga við sína fornu nýlendu. Þau hundrað árin, sem eydd eru síðan Sigurður Breiðfjörðleið,má segja að almenn fræðsla Islend- inga um Grænland hafi lítt aukist fram yfir það sem hann miðlaði með kveri sínu: ,,Frá Grænlandi," þrátt fyrir margar ósamtaka og ósamhljóða tiltektir ýmsra fræði- manna að bæta þar úr. — Er nú svo komið að allur þorri manna hér gerir sér litlar og oft alrang- ar hugmyndir um hversu hagað hafi þar til í hinum íslenzku byggðum til forna, eðahvarhinna helztu örnefna fornra er að leita. Bjöguð nöfn staða á grænlenzku eða illa valin klúðurheiti eru lát- in upplýsa oss hvar atburðir ger- »------------------------» Eftir ttagnui• V. Sturluson. w------------------------w ast og hvernig árferði sé þar, ef fréttnæmt þykir fram yfir hvers- dagsleikann. En hverju skiptir þetta? Hvað varðar oss um Grænland, það feiknanna og frerarins land?mun sumum kannske detta í hug að spyrja. Sú var þó tíðin að íslend- ingar létu sér annara um örlög sín og skipan mála þar, en nú virðist, er þeir gerðu sinn fyrsta milliríkjasamning, sem sögur fara af, einmitt um siglingar til Grænlands. En sleppum þessu núna. Ef þú siglir yfir Grænlandshaf (þar á ég við hafið milli Islands og Grænlands — frá Vestfjörðum að Hvarfi, en ekki milli Sval- barða og Grænlands fyrir norðan Island, þar sem Danir vilja setja Grænlandshafið, til þess að geta komið Danmerkurstrætinu sínu fyrir milli Islands og Grænlands) þá finnur þú ekki að þú sért á erlendum sjó. Þú veizt um strend- Jón Magnússon, skipstjóri, ásamt ungum liáseta í brúarglugga. ur landanna beggja megin og þér finnst spölurinn svo stuttur að jafnvel vond veður og mótbyr draga ekki úr vissunni fyrir því að löndin umkringi leið þína svo þú náir öruggri höfn innan skamms. — Að minnsta kosti hef- ur þessi öryggistilfinning haldið mér föstum tökum, bæði að heim- an og heim, þær tvær Grænlands- reisur sem mér hefur hlotnast að fara enn sem komið er. II. Það var sumarið 1949 að ég fór til Grænlands í fyrra skiptið, og hef ég drepið lítilsháttar á til- gang og reynslu þeirrar farar í „Víkingnum" á sínum tíma. VÍKINGUR 141

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.