Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 30
skólans á skólaárinu og gat þess um
leið, að nokkuð hafi bætzt við
tækjakost skólans. Skólinn eignað-
ist á árinu nýja Ijósmiðunarstöð og
lórantæki af nýjustu gerð ásamt rat-
sjárkennslutæki. — Jafnframt lét
skólastjóri þess getið, að aðstaða til
tækjakennslu væri allsendis ófull-
nægjandi vegna rúmleysis. Leitað
hefði verið eftir fjárveitingu til
byggingaframkvæmda í þessu skyni,
en án árangurs enn sem komið er.
Lét hann í ljós vonir um, að fljót-
lega fengjust úrbætur í þessu efni.
Með þeirri aðstöðu, sem nú er fyrir
hendi, getur skólinn hvergi nærri
fullnægt þeim kröfum, sem gera
verður til hans miðað við nútíma
tækni.
Síðastliðinn vetur var haldið uppi
víðtækri fræðslu um meðferð og
vinnslu sjávarafurða. Umsjón með
þessari fræðslustarfsemi hafði Sig-
urður Haraldsson, efnaverkfræðing-
ur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn-
aðarins. Voru haldnir margir fyrir-
lestrar í skólanum um hina ýmsu
þætti sjávarútvegsins og kynnt
starfsemi rannsóknarstofnana hans.
Fyrirlestra þessa héldu sérfræðing-
ar stofnananna hver á sínu sviði.
Einnig heimsóttu nemendur Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og
kynntust starfseminni þar. — Auk
þessa flutti Hjálmar R. Bárðarson,
skipaskoðunarstjóri, erindi við skól-
ann um orsakir og afleiðingar ísing-
ar á skipum.
Þá gafst burtfararprófsnemendum
kostur á að fara stutta ferð með
síldarleitarskipinu Árna Friðriks-
syni og skoða þau tæki sem þar eru
um borð.
Að þessu sinni luku 20 nemendur
farmannaprófi 3. stigs og 28 fiski-
mannaprófi 2. stigs. Efstur við far-
mannapróf var Þórir Benedikt Har-
aldsson, 7,49, og hlaut hann verð-
launabikar Eimskipafélags íslands,
farmannabikarinn. Efstur við fiski-
mannapróf var Eyjólfur Vilbergs-
son, 7,20, og hlaut hann verðlauna-
bikar Öldunnar, Öldubikarinn.
Hámarkseinkunn er 8. Bókaverð-
laun úr verðlauna- og styrktarsjóði
Páls Halldórssonar, skólastjóra,
hlutu eftirtaldir nemendur, sem allir
höfðu hlotið ágætiseinkunn: Guð-
mundur Hálfdán Eyjólfsson, Jón
Þór Bjarnason og Þórir Benedikt
Haraldsson.
Skólastjóri ávarpaði síðan nem-
endur og óskaði þeim til hamingju
með prófið. Benti hann þeim á
ábyrgð og skyldur yfirmanna á
skipum. Ræddi hann nokkuð um at-
vinnuhorfur sjómanna og taldi í-
skyggilega þróun, hve margir leit-
uðu sér atvinnu erlendis. Þó að
margs konar örðugleikar steðjuðu að
þjóðinni, er landið gott og í hafinu,
sem umlykur það, eru þær auðlind-
ir, sem íslendingar eiga að geta lif-
að af góðu lífi með réttri nýtingu,
og ef allt er með felldu, er það hlut-
verk þeirra, sem nú eru að hverfa
frá námi til starfa að standa fram-
arlega í fylkingu við þann starfa.
Þó að ekki blási byrlega eins og
stendur, sagði skólastjóri það trú
sína, að út úr þeim barningi kæmi
þjóðin heil og samstillt og þó reynsl-
unni ríkari. Og af reynslunni mætti
mikið læra.
Að lokum þakkaði hann nemend-
um samveruna og óskaði þeim allra
heilla í framtíðinni.
Að lokinni afhendingu skírteina
og verðlauna ávarpaði skólastjóri
Hafstein Bergþórsson, fyrrverandi
forstjóra, sem er búinn að vera próf-
dómari við skólann samfellt í 40 ár
og jafnframt formaður prófnefndar.
Jafnframt lét hann þess getið, að
hann hefði starfaö í byggingarnefnd
Sjómannaskólans frá upphafi og
starfaði enn. Færði skólastjóri hon-
um gjöf sem þakklætisvott frá
Stýrimannaskólanum fyrir vel unn-
in störf.
Pétur Sigurðsson, alþingismaður,
hafði orð fyrir 20 ára prófsveinum,
sem færðu skólanum fjárhæð í
styrktarsjóð nemenda.
Að lokum þakkaði skólastjóri
þessa gjöf, einnig kennurum og
prófdómendum störf þeirra á liðnu
skólaári og gestum komuna og sagði
skólanum slitið.
Þessir nemendur luku burtfarar-
próf i:
Farmenn:
Aðalsteinn Unnar Jónsson, Rvk.
Ari E. Jónsson, Hafnarf.
Ari Leifsson, Rvk.
Ásmundur V. Sigurðsson, Rvk.
Guðjón Arngrímsson, Rvk.
Guðmundur H. Eyjólfsson,
Hafnarfirði
Guðni Sigþórsson, Seltjarnarn. .
Gunnar Guðnason, Rvk.
Gunnar B. S. Thorsteinsson, Rvk.
Hafsteinn Hafsteinsson, Rvk.
Hjálmar D. Þorkelsson, Rvk.
Jóhann St. Ingibjörnsson, Keflav.
Jón Þór Bjarnason, Rvk.
Kristján J. Karlsson, Kópavogi
Ólafur Ólafsson, Seltjarnarn.
Páll Erlingur Pálsson, Rvk.
Steinar Magnússon, Rvk.
Viggó Þorsteinsson, Hafnarfirði
Þórarinn Magnússon, Rvk.
Þórir B. Haraldsson, Rvk.
Fiskimenn:
Ágúst Skarphéðinsson, Njarðvík
Björn Eymundsson, Hornafirði
Björn E. Jónasson, Ólafsvík
Erlingur Guðmundsson, Hornaf.
Eyjólfur Vilbergsson, Grindavík
Gísli Arnbergsson, Sandgerði
Gísli Ásgeirsson, Kópavogi
Guðbjartur Ásgeirsson, ísafirði
Guðjón Einarsson, Grindavik
Guðmundur Magnússon, Rvk.
Guðmundur S. Ólafsson, Akureyri
Gunnar Árnmarsson, Reyðarf.
Gunnar Kristinsson, Ólafsfirði
Helgi Jóhannsson, Siglufirði
Hilmar Magnússon, Keflavík
Jón Bjarnason, Dalvík
Jón Einarsson, Drangsnesi
Kjartan Ólafsson, Rvk.
Oddur K. Sæmimdsson, Keflavík
Ólafur Þorbjörnsson, Hornfirði
Runólfur Guðmundsson,
Grundarf.
Ragnar Ólafsson, Rvk.
Sigurjón Halldórsson, Grundarf.
Sævar Björnsson, Siglufirði
Sölmundur Kárason, Hornafirði
Unnar Olsen, Rvk.
Vilbergur Stefánsson, Stöðvarf.
Örn Alexandersson, Ólafsvík
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
SPARISJÓÐUR
VÉLSTJÓRA
Bárugötu 11
Sími 16593
Pósthólf 425
Annast öll
venjuleg spari-
sjóðsviðskipti.
Opið daglega
kl. 12.80—18.00
laugardaga lokað.
il 11111111 i 11111111111111 ll 111111111111111111111111111111111111111111111111111111
VÍKINGUR
164