Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 26
1 Morgunblaðinu 28. janúar
1969 var smá greinumbjarndýrs-
dráp í miðri Aðalvík, eftir vin
minn Guðmund Snorra Finnboga-
son. Hann segir þar að það hafi
verið krakkar, sem hafi verið þar
að huga að kindum, en það er
misminni hans, eins og Guðný
Sveinsdóttir, systir Jónínu konu
hans og systir Krístínar Sveins-
dóttur, fóstru minnar, minnti
hann á, en þá var það komið í
blaðið, en Guðmundur talaði við
mig í síma og bað mig afsökunar
á misminni sínu, en það er fleira
sem hann misminnir, því Magnús
Kjærnested, bróðir minn var ekki
þarna með, því hann var þá kom-
inn á b.v. Marz ásamt bræðrun-
um Sigurði og Jóni Hjálmarssyni,
síðar vélstjóra á togaranum, og
Sigurður, stýrimaður hjá Eim-
skip.
Þessir bræður voru oft kenndir
við Stakkadal, norðanverðu í
Aðalvík. Ólafur Hjálmarsson, vél-
virki, bróðir Jóns og Sigurðar,
segist muna fyrir víst að bræður
æ----------------------------«
Frli. af bls. 159
venjulegi verkamaður verður að
vinna sínu heimili og fjölskyldu
til framfæris.
Ég vona að það, sem ég hefi
hér vakið máls á verði einhverj-
um til frekari umhugsunar en áð-
ur, og sýni í verki vilja sinn til að
styrkja þetta málefni á einhvern
hátt.
Að endingu vil ég svo senda
mína beztu kveðju til allra sjó-
manna fjær og nær. Guðs náð og
blessun sé með ykkur öllum.
Sifjfús R. Valdinuirsson.
hans hafi verið farnir suður 1909,
ef ekki fyrr. Þess er getið í æfi-
sögu Hjalta Jónssonar að Marz
er keyptur í marz 1907. Þess er
einnig getið að hann er búinn að
kaupa togarann Lord Nelson og
honum er sökkt 1910, og þar get-
ur hann þess að Magnús Kjærne-
sted hafi verið í brúnni ásamt
Þorsteini Jónssyni, bátsmanni,
sem margir eldri sjómenn munu
kannast við, og Bergi Jónssyni,
en Hjalti var nýfarinn niður þeg-
ar áreksturinn varð, en Þórarinn
Olgeirsson á Marz bjargaði mönn-
unum, því hann var stutt á eftir
L. Nelson. Til gamans langar mig
til að geta hér frá viðskiptum
mínum við Bangsa. Svoleiðis var
að fóstri minn, Guðbrandur Ein-
arsson, sendi mig í sinn stað út í
Skáladal, sem er yzti bær vestan-
verðu í Aðalvík. Ég fór til að
breiða fisk. Ég fór á gömlum
hesti, en viljugum. Þegar ég er
kominn langleiðina út af Kirfi, en
■"það er kennileiti þar sem hlíðin
endar, áður en gengið er undir
bjargið, sem er milli Kirfis og
Skáladals. Ég ríð þarna fram á
bökkum sem eru nokkuð háir rétt
ofan við fjöruna. Þá sé ég þar
hvítt dýr liggja fram á lappir sín-
ar, en ég var bæði frakkur og for-
vitinn strákur. Ég fór því af baki
og tók smá stein og kastaði fram
í fjöruna og kom hann þá nokkur
fet fyrir framan dýrið. Þá reis
það á fætur og hrissti sig og leit
í kringum sig, en hreyfði sig ekki
úr sporunum. Ég þekkti strax að
þetta var bjarndýr, því ég var þá
ný búinn að vera í barnaskóla á
Látrum, átti að vera tvo vetur, en
veiktist fyrri veturinn af mjög
Friðfinnur Á. Kærnested.
vondri hálsbólgu og varð að fara
heim. Það er önnur saga. En í
skólanum las ég náttúrusögu og
fleira og þar voru lýsingar á ýms-
um dýrum og lifnaðarháttum
þeirra. Þar var mynd af bjarn-
dýri og sagt að það réðizt ekki á
menn nema það væri hungrað eða
áreitt. Mig langaði mikið til að
skoða bangsa betur, af því ég sá
hvað hann stóð rólegur í fjörunni,
þó hann sæi mig þarna upp á
bökkum, en hestinn og hundinn,
sem með mér var, sá hann ekki.
Ég nefndi hundinn Gettu og
spreittu sig margir á að gizka á
hvað hann héti. Ég læt svo taum-
inn upp á makkann á Jarpi gamla,
sem við strákarnir kölluðum Sik-
ara, því hann lét óvenjulega mik-
ið frá sér af vindi. Hundinum
sagði ég að liggja kyrrum hjá
hestinum, því ég hafði heyrt að
bangsa væri ekkert vel við hunda.
Mér þótti nú þetta allt vera í
bezta lagi. Ég fór að fikra mig
niður moldarbakkann, en hann
var ekki brattari en svo, að ég
gat auðveldlega hlaupið hann uppi
ef bangsi ætlaði að ráðast á mig,
en hann var hinn rólegasti og
horfði bara á strákbjánann, sem
var að koma niður bakkann. Þeg-
ar ég kom niður í fjöruna, verður
fyrir mér smá spýta, svona hand-
VÍKINGUR
160