Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 11
Gleymdi
Grafreiturinn
Endastöð Broadway neðan-
jarðarlestarinnar, við 242ra götu.
Til hægri handar er van Cort-
land skemmtigarðurinn. Rétt við
innganginn í garðinn er hið forna
sveitasetur van Cortland ættar-
innar, nú safn.
Framan við húsið hefir verið
glæsileg heimreið, með afmörkuð-
um grasreitum og tröppum upp
að húsinu. Þess sér nú aðeins ó-
Ijós merki, en þó eru tröppurnar
og trjágöngin til staðar.
Sjálft húsið er til sýnis. Þar
geta menn fengið nasasjón af því
hvernig hollenzku fjölskyldurnar
bjuggu í New York. En borgin
hét upphaflega New Amsterdam
og um tíma New Orange, áður en
hún var skírð í höfuðið á hertog-
anum af York.
Eldhús er í kjallara, þar hanga
skotfæri á veggjum, til varnar og
veiðar, innbyggður múrsteins-
bökunarofn, opið eldstæði. Ýmis
áhöld til matargerðar, osta og
brauðmót, pylsukvörn, strokkur,
eplaskífupanna, upp á hillu,
barnspeli úr silfri. Fólkið varð að
vera sjálfu sér nóg. Næsta býli
var Dyckman bóndabær, þar sem
nú er 205ta gata. Annað sveita-
setur var þar sem nú er útborgin
Yonkers. I kaupstaðinn, að borg-
arveggnum, þar sem nú er Wall
Street, voru 30 km.
Á hæðinni eru stofurnar, þar
má sjá skammbyssuna, sem varð
Alexander Hamilton að bana. En
hann liggur nú við hliðina á Ro-
bert Fulton, rétt innan við
gömlu kaupstaðarmúrana. — Á
stofuborðinu eru tóbaksdósir
Stuyvesants og reykjarpípa
Washingtons, en hann var þarna
tíður gestur, þegar hann stóð í
styrjöld við Breta. Við borðið
voru rædd hernaðarleyndarmál,
margur hraðboðinn kom og fór
á sveittum fáki. Þarna var og
geymd fjárhirzlan. Þeir höfðu
einfalda fjárgeymsluaðferð, níð-
þungar járnkistur fullar af silfri,
sigu fljótt í ef einhver tók á rás
með þær.
Uppi á lofti eru svefnherberg-
in, þar er rúmið sem Washing-
ton svaf í. Gamansaga segir að
Washington sé faðir Bandaríkj-
anna, af því hann svaf svo víða,
er þá farið að skopast að öllum
skiltunum: „Hér svaf Washing-
ton.“
Á hanabjálkaloftinu eru barna-
herbergi og tóvinnustofa. Börnin
sváfu í lokrekkjum, sem voru lok-
aðar að utanverðu méð lykli,
meðal annars vegna þess að í
herberginu var opinn eldur. I tó-
vinnustofunni sér í sperrurnar,
þar eru ekki notaðir naglar, held-
ur eru sperrurnar reknar saman
með trépinnum.
Bak við húsið er lítill krydd-
jurtagarður. Utihurðir eru tví-
skiptar hollenzkar og eru læsing-
ar hafðar það hátt að börn næðu
ekki að opna.
Ofan við húsið er sléttur völlur
um 3 km á breidd og U/2 km. á
lengd. Vatn skiptir landareign-
inni og austan við það er golf-
völlur.
Norðan við flötinn er skógivax-
in hæð. Þar eiga ekki margir leið
um, þó eru þarna troðnar götur.
Þegar ég átti leið þarna um, tróð
ég 10 dala seðli í tána á sokknum
mínum, til þess að eiga fyrir
strætó, ef einhver Portó-ríkaninn
héldi að ég væri sparibaukurinn
hans.
Uppi á hæðinni, hulinn skógi
og þakinn villigróðri er stór graf-
reitur, með skrautlegu járnhliði.
Girðingin hefur verið rofin á ein-
um stað og einhver unglinga-
flokkurinn hefir greinilega hald-
ið pylsu- og bjórsamkvæmi inni í
reitnum.
Legsteinum hefir verið velt um
koll, og er allt umhverfið í hinni
mestu óhirðu. Skjaldarmerki, með
mylluvængjum, er á hliðinu, og
neðan við hliðgrindina má lesa að
hér sé grafreitur van Cortlands-
ættarinnar. Hér hefir einhvern-
tímann verið haldin virðulegri at-
höfn, en sú er nú sér merki.
Cortlandarnir hafa ekki búist
við því að þeir yrðu svona for-
sómaðir, eftir að hafa gefið land
sitt undir skemmtigarð. En þetta
heyrir fortíðinni til, eins og Val-
týr Pétursson segir um Metro-
politian safnið. — Á öld múg-
mennskunnar verður bráðum far-
ið að grafa menn í bylgjupappa.
Þormóður Hjörvar.
VÍKINGUR
145