Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 42
þrettán síðustu árum hefur veð- urathugunarskip í Norður-At- lantshafi mælt bylgjuhæðir með sérstökum mælitækjum af mikilli nákvæmni. í stormi árið 1961 mældist 21 meters bylgjuhæð og á 7,5 sek. lyftist skipið um 20 m. Helztu bylgjuhæðir í þessu sama óveðri töldu menn vera 26 metra, en tækið var ekki gert til þess að mæla svo háar bylgjur. Vísindamennirnir telja nú að stýrimaðurinn á „Ramapo“ hafi haft rétt fyrir sér, því að í ein- stökum tilfellum geta bylgjur náð hærri hæð en 30 metrum. 1 milljónir ára hafa bylgjurn- ar veltst um á hinum 7 heims- höfum. En það er fyrst nú, sem menn eru farnir að skilja hvað þær segja. Náttúrubörnin á Kyrrahafs- ströndinni hafa skilið að þau verði að búa sig undir komu felli- byls, þegar ákveðnar bylgjuteg- undir berast að ströndum þeirra. Og írsku bændurnir á vestur- strönd landsins vænta mikils storms, þegar hinar löngu bylgj- ur „dauðabylgj urnar" koma æð- andi utan af Atlantshafinu. Nú er sérstök vísindagrein til. sem nefnist bylgj urannsóknir, og við höfum sérstaka vísindamenn, sem lærðir eru á þessu sviði. Til nota við störf sín hafa þeir nú ýmis tæki yfir að ráða. Við New Jersey er t.d. staðsettur bylgju- mælir, sem markar hverja ein- ustu bylgju, sem kemur þar að landi. Línuritamyndir mælisins eru gaumgæfilega athugaðar af bylgjufræðingum, sem síðan leit- ast við að lesa úr strikunum, en með því geta þeir t.d. komizt að því, hve lengi bylgjurnar eru að brjóta niður ströndina. Við Afríku eru teknar myndir úr lofti af ströndinni, brimgarð- inum og hafdýpinu framan við ströndina. Sérfræðingar geta les- ið úr myndunum og sagt til hve hratt bylgjurnar skella á land- inu, og eftir stærðfræðilegri for- múlu gefið upp dýpið á hinu til- tekna svæði. Með venjulegum hætti myndi þetta vera bæði dýrt og taka mjög langan tíma. Skipasmiðir verða að sjálf- sögðu líka að taka tillit til bylgj- anna. Og’ skipateiknarar eru í stöðugri leit að öllum þeim kröft- um, sem áhrif geta haft á skips- skrokkinn við mismunandi sjó- lag. Áður var haldið, að mannlegur máttur gæti ekki fundið reiknis- aðferð til að gera sér fullkomna grein fyrir áhrifum mismunandi bylgja á skipin. En árið 1950 byrjuðu menn að ná tökum á bylgj uvandamálinu. Haffræðingar sýndu fram á að hina óreglulegu bylgjutíðni, að því er virtist, og ölduhæð mætti staðfesta tölulega í töflum. Samtímis þessari ályktun voru ýmis skip útbúintækjumtilstyrk- leikamælinga í ýmsum hlutum skipsskrokksins við mismunandi átök á sjó úti. Árangurinn af þessu varð sá, að nú er hægt að gera töflur yfir mismunandi bylgjuspennur í ákveðnum punkt- um skipsbúksins á líkan máta og töflurnar eru yfir hafbylgjurnar. Frá þessum tíma hefur mikil vitneskja fengizt gegnum mæl- ingar margra skipa á sjó. Bylgju- átökin á skrokkinn liggja fyrir í töflum yfir ákveðnar skipagerðir og á vissum hafsvæðum, sem skipin aðallega þurfa að sigla á. 1 dag eru því hafbylgjumar ekki einungis sýndar í glæstu málverki Hokusais, heldur og einnig í formúlum skipaverk- fræðinganna. 176 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.