Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 31
Námskeið í vökvatæknibúnaði » SjúmannablaÖiö Víkingur vill fœra f>eim þakkir er áttu frumkvfeöi aii því ati koma af staS þessu námskeiúi. Framþróun í tœknibúnaSi er nú mjög ör og þurfa menn sífellt a'ö kynna sér nýjungar, ef ekki á aö dragast aflur úr. Færri vélstjórar sóttu þó námskeiöiö heldur en búizl var viö. Orsök þess er vafa- laust sú, aÖ fiskibátarnir liéldu lengur út vegna góörar veiöi og því ekki i landi, þegar námskeiöiö var starfrœkt. Þrátt fyrir þetta vonum viö, aö ekki veröi gefist upp viö aö halda tiámskéiö í ýmsum greinum tœkninnar. Komist skriöur og regla á námskeiösháld í þessum efnum, reröa vafalaust margir á ýmsum aldri, sem sœkja þau. Sl.l laugardag, 17. maí, var.slit- ið í Vélskólanum námskeiði, sem haldið var á vegum skólans og Fiskifélags íslands um vökvaknú- in tseki, háþrýst og lágþrýst, svo og loftstýritækni. — Námskeiðið stóð frá 12.—17. maí. Fiskifélag- ið gekkst fyrir hingaðkomu Norð- mannsins Arnesen, frá Vickers- fyrirtækinu norska, og hélt hann fyrirlestra um háþrýst kerfi á námskeiðinu. Alls tóku 15 menn þátt í nám- skeiðinu og voru það bæði starf- andi vélstjórar, svo og menn sem starfa á vélaverkstæðum og með þungavinnuvélar. Kennarar á námskeiðinu voru, auk Arnesens, Hörður Frímanns- son, fulltrúi Fiskifélagsins, skóla- st j óri Vélskólans, Gunnar B j arna- son og tveir af kennurum Vél- skólans, þeir Sigurður Þórarins- son og Árni Jóhannsson. Við slit námskeiðsins talaði Gunnar Bjarnason, skólastjóri og þakkaði Herði Frímannssyni, fulltrúa fyrir hans þátt í að koma þessu á laggirnar. Þakkaði hann Norðmanninum komuna hingað, svo og öðrum kennurum. Síðan ræddi skólastjóri um nauðsyn þess að svona námskeið væru haldin, og um hina brýnu þörf skólans á að fá að fylgjast með á tæknilegu sviði, en fjár- skortur er skólanum þar mikill fjötur um fót. Kvað skólastjóri að sér finndist eðlilegra að skólinn fengi tækin í hendur til að kenna nemendum þau, áður en þau væru tekin í notkun, bæði í skipum og verksmiðjum. Venjan hefur hins- vegar verið sú, að skólinn fær tækin til kennslu venjulega þá fyrst, þegar þau hafa verið það lengi í notkun að farið er að endurnýja þau. Skólinn fær þau þá fyrir lítið eða ekkert. VÍKINGUR Að lokum gat skólastjóri þess að búið væri að koma fyrir í véla- sal skólans vökvaknúnumtækjum. Um er að ræða lágþrýst kerfi, sem felur í sér þilfarsvindu, línu- vindu og bómuvindu. Vélsmiðjan Héðinn lánar skólanum öll tækin ásamt dælum o.s.frv., en skólinn hefur kostað uppsetningu. Kerfi þetta var tekið í notkun um miðjan apríl s.l. og er nem- endum skólans kennt á það. Þá er ætlunin að halda námskeið fyrir þá, sem vinna með þessum tækj- um, t.d. á fiskiskipunum og er þetta hið fyrsta þeirra. Skólastjórinn sagðist líta á starf skólans sem þjónustustarf fyrir atvinnuvegina og fagnaði því samstarfi, sem tekizt hefur milli F.í. og hans. Þá afhenti skólastjóri þátttak- endum námskeiðsins skírteini sem viðurkenningu á þátttöku þeirra í námskeiðinu. Loks tók Hörður Frímannsson til máls. Þakkaði hann nemend- um komuna á námskeiðið og vék síðan máli sínu að skólastjóra, sem hann þakkaði alveg sérstak- lega góðar undirtektir á þessu máli. Gat hann þess að Fiskifé- lagið vildi gjarnan hafa milli- göngu milli sjómanna, iðnaðarins og skólanna, og því hefði það gengjst fyrir að námskeiðið yrði haldið í Vélskólanum. Kvað hann ástandið ekki gott um borð í síld- arskipunum, þar sem síldarnætur hafa stækkað og þó sérstaklega þyngst svo mikið á undanförnum árum, að tækin um borð hafa ekki fylgst með. Þetta á sérstak- lega við um snurpuvindur. Mörg síldarskip voru í fyrra um 2Vá—3 sinnum lengur að snurpa, en fyrir nokkrum árum og getur þetta að sjálfsögðu rýrt veiðimöguleikana. Einnig hefur gætt misskilnings á hvernig eigi að skilgreina getu vinda í sambandi við sölu á þess- um tækjum. Er því nú full þörf á meiri kunnáttu á hegðun, notkun og viðhaldi þessara tækja. Þá gat Hörður um skilyrðis- lausa nauðsyn skólans á að hafa yfir að ráða viðunandi tækjum. Taldi hann ekki óeðlilegt að út- gerðarmenn greiddu fyrir tækja- öflun fyrir þessa kennslu, enda ættu þeir ekki hvað sízt hags- muna að gæta. Þá þakkaði Hörður Vélsmiðj- unni Þrym, sem lánaði háþrýst tæki, sem notuð voru við kennsl- una. Hörður minntist sérstaklega á þá nýjung sem fælist í kennslu um loftstýritækni. Taldi hann að hér væri farið inn á nýja braut og hefði það ekki lengur mátt bíða. Enda eru þessi fræði ná- skyld, jafnvel í mörgum tilvikum eitt og hið sama og vökvafræðin. Þá er loftstýritæknin, vökvatækn- in og rafstýritæknin undirstöðu- atriði sjálfvirkni. 165

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.