Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 15
ENGIN KEÐJA ER STERKARi EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 Félag eiginkvenna bryta stofnað. Stjórn Kvenfélagsins Rúnar talið frá vinstri, fremri röð: Rannveig Þóroddsdóttir, ritari; Halla Þórliallsdóttir, formaður og Jarþrúður Pétursdóttir, gjaldkeri. — Aftari röð: Erna Ragnarsdóttir og Ása Karlsdóttir, meðstjórnendur. Fimmtudaginn 13. febr. komu eiginkonur bryta saman til fundar á Seltjarnarnesi og ákváðu að stofna kvenfélag, sem starfa skyldi á sama grundvelli og þau kvenfélög eiginkvenna sjómanna sem fyrir eru, þ.e. Keðjan, Hrönn, Aldan og Bylgjan. Fimmtudaginn 13. marz var framhalds- stofnfundur haldinn í Hafnarfirði, og var þar gengið endanlega frá stofnun þess, félaginu samþykkt lög, og hlaut það nafnið „RÚN.“ Stofnendur félagsins voru 21. Eins og fyrr segir mun Kvenfélagið Rún starfa á sama grundvelli og áðurnefnd kvenfélög. Rétt til inngöngu í fé- lagið eiga allar eiginkonur bryta, sem er meðlimur Félags bryta. Formaður er Halla Þórhallsdóttir, ritari Rannveig Þór- oddsdóttir, gjaldkeri Jarþrúður Pétursdóttir, ogmeðstjórn- endur Ása Karlsdóttir og Erna Ragnarsdóttir. Sjómannablaðið Víkingur árnar Kvenfélaginu Rún allra heilla á ókomnum árum. VÍKINGUR 149

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.