Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 34
500 flóð úr fljótunum valdið skemmdum, og í 60 ár frá 1881 til 1940 urðu af völdum sjávarins 550 flóðskaðar og stórskemmdir, og ekki má gleyma Elisabetar- flóðinu svonefnda 1421. Þá hurfu 72 bæir og um 50.000 mann fór- ust. Þegar Zuidersee varð til árið 1958, drukknuðu 2.000 manns og 3.000 ferkílómetrar fóru undir vatn, og við lá að allt Vestur- Holland yrði hafinu að bráð. — Afsluitdijk-varnargarðurinn í Zuidersee er 32 km langur, 100 metra breiður og 6 metra hár yfir sjávarmál og nær nú alla leið yfir Zuiderzee. Á þennan geysistóra varnar- vegg (dijk) sem tók 10 ár að byggja, eru skrifuð þessi orð: ,,Sú þjóð sem vill lifa, verður að byggja upp framtíð sína.“ Hol- lendingar hafa alltaf orðið að verjast flóðum í fljótunum í vor- leysingunum með vatnajafnvægis- lokum og ágangi hafsins með traustum varnarveggjum. — Um þetta stríð kunna þeir margar dáðríkar sögur. Landið er lágt, og hæsti punkt- ur þess aðeins 1.000 fet yfir sjávarborð, um 9000 vindmillur pumpa og dæla dag og nótt millj- ónum lítra yfir varnargarðana, og úr sýkjum Polders, sem taldir eru 2.800 talsins. Brýrnar í Am- sterdam einni eru 800 að tölu. Innhafið Ijesselmeer er nú í þurrkun og hliðarsjóirnir talið frá Amsterdam Ij.meer, Veluwe- meer, Ketelmeer og í Zeelenzku þríhyrnunni Nip rís nýtt land úr örmum hafsins, og í komandi framtíð bindast Frislenskueyj- arnar meginlandinu og innan þeirra skapast þá nýtt land o. s. frv. Hollendingar segja með stolti, ,,Guð skapaði veröldina, en við höfum skapað Holland," og er margt satt í því. Schiphol, þar sem flugvöilur þeirra er við Amsterdam, var eitt sinn höfn. Nafnið þýðir skipahol- an, því þar var sjóorusta í 80 ára stríðinu og þar sukku fjöldi hol- lenska og spanskra skipa og dreg- ur staðurinn nafn sitt af því. Síðasti stóri innsjórinn, sem þurrkaður var á undan framan- töldu, var Harlemmeer 1852, þar sem nú er Schipphold-flugvöllur- inn. Gamla Holland telur 22 borgir, sem margar hafa lítið breytzt í gegnum aldirnar, og þær eru stoltar af sínum gömlu könulum, sýkjum, lyftubrúm og renisans- ráðhúsum, turnum og borgarhlið- um, líkt og æfintýraborgirnar í barnasögunum. Þær lifa á sinni fornu frægð og menningu, aðrar hafa vaxið upp í stórstaði og enn aðrar byggjast upp á undra skömmum tíma af fallegum, ný- tízkulegum stórhýsum og hafa líf- legt viðskipalíf og markaði, með önnum kafnar hafnir blómstrandi verzlunar- og viðskipalíf. I Hollandi búa nú um 12 millj- ónir manna eða um 350 til 400 manneskjur á hvern ferkílómetra að meðaltali, en í vesturhluta landsins eru þeir nokkur þúsund á ferkílómetrann, og þó 8% landsins séu skóglendi og yfir 20% þess undir vatni, þá er þar rekinn mikill landbúnaður. Þéttbýlið hefur að sjálfsögðu eytt dýralífi og fjöldi dýra og fugla hafa flúið hávaðann og menninguna, en þó finnast þar villt dýr eins og hirtir, dádýr, merðir, greifingjar og villisvín í skógunum við Limburg. Fuglalífið er einnig fjölskrúð- ugt og víða talsvert mikið, til dæmis við Haterse Vennen, Swanenwater Ilperveld og sand- heiðarnar Kennemdúinen, Oost- Voorme skógunum, Schoorl, Fri- ese-Wouden skógunum, Spanders- woud og Gelderse, Akterhock og lyngheiðarnar Gooise Hei við Bussum með sínum fögru skógum og smásjóum, og víðar og víðar. Já, þó landið sé þéttbýlt, þá á það enn sína náttúrufegurð víða ó- spillta og fagra. Stærsti þjóðgarður Hollands í hjarta landsins, De Hooge Wel- uve, er um 66 ferkílómetrar að stærð með skóg og heiðalöndum. Hann er nálægt Arhem, og þar er líka staðsett eitt frægasta safn landsins, Kröller Muller safnið við Otterlo, en það er eitt bezta safn Van Gogh-málverka, sem nú er til í heiminum. Söfn Hollend- inga eru mikil og mjög merkileg og komum við að því síðar. Að vorinu og sumrinu og fram á haust er Holland blómum skrýtt, sannkallað blómaland, miðað við stærð er það mesta blómaland veraldarinnar. Þar eru ræktaðar aliar tegundir blóma. Þar eru tulipana- og jasiníuakrar í þúsund hektara vís, tala vermi- húsa er legio. Gul narsissia og narcissia í óteljandi litum eru ræktaðar í þúsundum hektara, lysti- og almenningsgarðar eru ó- teljandi, og einnig eru í hverjum húsagarði safn fegurstu blóma. Við vegkantinn og á þjóðvegum eru seldir blómahringir til skreyt- ingar á bifreiðum, úr gulum og hvítum skrautblómum. Einn feg- ursti lystigarðurinn er Keukenhof við Lisse, milli Leiden og Har- lem, 65 ekrur með 700 tegundir túlipana. Hann opnar snemma á vorin. Þar má einnig sjá meðal annars rauðleit blómstur epla- trjánna, peru-, cherry- og plómu- tré og óuppteljandi fjölbreyti- leika yndislegustu blóma. Blóma- markaðir eru haldnir í flestöllum borgum landsins, t.d. daglega í Aalsmeer, rétt hjá Amsterdam. Þar eru blóm seld í milljónatali dag hvern, og líka í Bekel og Rodenrijs rétt hjá Rotterdam, Beverwijk í Norður-Hollandi, Groningen, Honselersdijk í Suð- ur-Hollandi og óteljandi öðrum stöðum um landið. — Ekki má gleyma Amercfoort-garðinum í Amsterdam, Arnhem-garðinum (Open Air Museum), Blomen- dal-garðinum, Thijsses Hof, Bennebroek, hitabeltisblóm og tré í Linnaeus Hof, The Hague, rósa- garðinum við Westbroeke Park, listigarðinum í Hilversum með 350 tegundum af furu, lystigarð- inum í Leiden, Utrecht ogWagen- ingen, tilraunastöð Garðyrkju- skólans, allt eru þetta ógleyman- legir staðir. Rotterdam er önnur fjölmenn- VÍKINGUR 168

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.