Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 32
Itjövn OluSssim tóSi sainan.
K.
J
Maasfljótið og áin Rín renna
g’egnum Þýzkaland og Holland til
Norðursjávarins, en greinast og
dreifa sér á sléttlendinu, og skapa
meðal annars með framburði sín-
um þríhyrnu þá, sem stærsta
hafnarborg Evrópu, já stærsta
hafnarborgin í heimi, Rotterdam,
stolt Hollands, stendur við.
Niewe Maas er árgrein sem
mynduð er úr ánum Rín og Maas,
og þegar farin er hin ógleyman-
lega Rínarferð frá Basel, stíga
menn á land í Rotterdam við
Maasármynnið.
Þjóðverjar telja sig eiga Rín,
fegurð hennar og rómantík, Lóre-
ley og klettinn, og yrðu kannske
ekki hrifnir af að uppdaga hvað
hún er í rauninni hollensk, ann-
ars er Rín ættuð einhversstaðar
úr jöklum Sviss og frönsku ölp-
unum Ardenerafjöllum.
Ármynnið Oude Rijn var upp-
runalega leiðin til Doesstad og
Nijmegen, er oft voru rændar af
víkingum fyrr á öldum er þar
gerðu strandhögg.
Þúsundum ára áður en víking-
arnir voru þarna á ferð, komu þó
vaskir menn til Hollands eftir
fl
SLOÐUM
HOLLANDS
Rín frá hinum endanum, það voru
Batavernar, sem létu strauminn
bera fleka sína niður fljótið og
settust að í Betuwe, landsvæði
milli fljótanna Rín og Waal.
Rómverjar kölluðu land þetta
„Insula Batavorum," en íbúarnir
sjálfir kölluðu landið „Bat Ouwe“
eða „Góða landið,“ og má vera að
þeir hafi tekið sem þjóðarbrot
nafn sitt af þeirri nafngift lands-
ins, þó ég viti það ekki.
Hvað væri Holland án Rínar,
liálft landið er ísaldarsandur og
hinn helmingurinn er uppsafnað-
ur leir framburður úr Rín, er
skapað hefur þríhyrnu þessa, og
undirlendið milli Ems í norður og
Schelde í Suður. Maas-áin kemur
svo inn í Holland syðst, suður við
Limburg, þar sem herir Ceasars
gerðu brú við Maasstricht, er þeir
kölluðu Trajectum ad Masam. —
Lengra í norður við Roermond
mætast svo vatnið frá Roer og
umferðin frá Ruhr.
Suður af Nijmegen byrjaði
Cesar á skipaskurði, en hann var
aldrei kláraður, en á milli Rín og
Maas hefur þetta nú verið fram-
kvæmt, aðeins neðar en fram-
kvæmdir Cesars. Við Rossum er
nesið á milli ánna Maas og Waal
(Rín) tæplega kílómeters bi'eitt,
en Maas beygir í suður og deilist
við Heusden í Bergsche Maas,
sem rennur í Hollands Diep, og
Maas sem nær Waal strax við
Groinchen.
Fyrir neðan Emmerich er Rín
landamerkjaá, en brátt skiptir
hún séi' í Waal og neðri Rín, þar
sem seinni armurinn sleppir úr
sér tjessel, sem síðar skapar aðra
þríhyrnu, áður en hún rennur í
íjesselmeer.
Neðri Rín er sá armurinn sem
á sinni tíð myndaði við Katwijk
am Zee, núverandi Oude Rijn.Þar
byggðu Rómverjar kastala, sem
hafið hefur umkringt, en hann
sést enn úr lofti í góðu veðri tölu-
vert úr frá ströndinni. Við Dore-
stad eru Krossgötur Amsterdam/
Rínarkanalsins, og litlu neðar
skiptist Rín í Hollands Ijssel og
Merwede og Lek, fyrst nefndi
armurinn gefur vatnið í Amstel.
Merwede rennur síðan saman við
Waal—Maas við Gorinchem og
rennur síðan í Hollands Diep.
Hinar Maas-greinarnar beygja
síðan í áttina að Rotterdam, en
þar áður nær Maas til sín vatn-
VÍKINGUR
166