Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 36
út af fyrir sig. Til Rotterdam koma yfir 30.000 millilandaskip árlega gegnum lóðsstöðina Hock van Holland, og talið er að prammar og lektur séu á milli 250.000 og 300.000 talsins, svo allir hljóta að sjá, að höfnin er hér meir en lítið fyrirtæki. Þar iðar allt af lífi, fjöri og starfi, skipin koma og fara og þau þurfa líka að fá góða og fljóta fyrirgreiðslu á mörgum sviðum. Viðgerðir í vélarúmi og á sigl- ingatækjum, spilum og mótorum, fá matvæli, vatn og aðrar nauð- synjar, lestun og losun, tollaf- greiðslu og aðra hafnarþjónustu á pappírum, skjölum, hleðslu- og affermingarskrám. Við höfnina ægir öllu saman, flutningatrillum, þungavöruvögnum, varningi alls- konar og krönum og losunartækj- um af margvíslegum tegundum, sem sveiflast látlaust með vörur í og úr skipum, hróp og köll áhuga- samra og duglegra verkamanna, sem hvergi draga af sér, en vinna vel og samvizkulega, oftast í akk- orði, og innan um þetta eru svo skipverjar, farþegar, sölumenn, afgreiðslumenn og gestir á ferð og flugi, erli þessum öllum er erf- itt að lýsa mikið nánar, en greind- ur lesandi getur ráðið í eyðurnar. Vinnumenningu Hollendinga er viðbrugðið, kjörorð þeirra er að: „Starfið gefi styrkinn," eða eins og annar orðaði það: „Þjónaðu öðrum og þinn styrkur vex.“ Þeir hafa um langan aldur verið hraust, dugleg, þrifin og hagsýn þjóð. Þörf er og á djörfum þegnum eftir megni, sterkleg vinna stórvirki, en strita samt meö viti. J. Hallgrímsson. Mér hefur alltaf fundist hol- lenskir verkamenn vera ímynd þessara orða skáldsins, fylgnir sér, ötulir, verklagnir og verk- hyggnir, vandvirkir og hraðvirk- ir og samtaka við alla vinnu. Sú verkamannastétt sem á slíka eig- inleika þarf ekki að kvarta eða kvíða því að hún beri ekki sinn hlut frá borði, hún hefur sjálf í sér máttinn til að gera hlutina, skapa auðæfi og skipta þeim. — Þarna er afkastagetan ólygnust, og þarna dæmir árangurinn sinn meistara og færir honum upp í hendurnar óþrjótandi verkefni. Hafnaryfirvöldin og bær og ríki skipta sér ekki af afgreiðslu skipa, vörum eða vörugeymslum, það gera sjálfstæð einkafyrirtæki eða útgerða- og flutningafyrirtæki, og hefur þetta reynst vel. Hafnar- stjórnin sér aðeins um byggingu og skipulag hafnarinnar. — Þá verður öll lestun og losun og flutn- ingur vörunnar á einni hendi, þar sem sami aðilinn sér um alla vöru í skip og úr, og um dreifingu, viktun eða sorteringu, þar sem spilling á vörunum eða skemmdir verða eins litlar og mögulega er hægt að ná, vegna þess að hver vörutegund hefur sína höfn og sínar geymslur, hvort sem um er að ræða general cargo, timbur frá Afríku eða banana og kjötvörur eða korn, og allt er gert til að fullnægja kröfum tímans í tækni og öðrum búnaði til að auka af- greiðslugetu og þjónustu hafnar- innar. Verkamenn fá einnig sér- stakan skóla í meðferð vöru og vinnuaðferðum. Rotterdam er mikil miðstöð pramma og lektu-flutninga í flutningakerfi Evrópu, og þaðan eru reglubundnar ferðir og flutn- ingar til Sviss, Þýzkalands, Frakklands, Luxemburg og Belg- íu, og einnig má nefna Tékkó- slóvakíu og Italíu, en prammar þaðan koma hingað með vörur og taka hér vöru þangað að sjálf- sögðu. Prammaflutningar þessir eru merkilegur kapituli í siglinga- sögu veraldarinnar og þeirri að- dáunarverðu list að ferðast á vötnum og höfum. Prammarnir eru bæði í eigu ýmissa fyrirtækja og í einkaeign, heimilisfyrirtæki, þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru starfandi eða dveljandi um borð árið út og árið inn, og skip- stjórinn venjulega heimilisfaðir- inn. Mætti áætla að um helming- ur þessa flota væri þannig rek- inn, flestir þessara fjölskyldu- pramma taka alla flutninga, hvar sem þeir bjóðast og flækjast víða, aðrir eru í tiltölulega fastákveðn- um og reglulegum flutningum, eða jafnvel á föstum rútum. Ferð- unum haga þeir þá venjulega svo, að þeir ferðast aðeins í björtu, en hvílast á nóttunum og binda prammana við skurðkantana. — Undantekningar frá þessu eru að sjálfsögðu stærri og fullkomnari skip þessarar tegundar, sem búa yfir miklu vélaafli, samsettir prammar og gufudrifnir stórir prammar, svo stórir eru þeir oft og samsettir þannig að þeir hafa fjórar lestar, eða fjórskipt lestar- rýrni og véla- og stjórnklefa upp í 9 manna áhöfn og geta flutt upp í 6.400 lesta farmþunga. Slíkir prammar eru oft í þungaflutning- um á t.d. Steinkolum, járni og málmgrýti og öðru málm- og massagóssi. Prammar og prammalestir þess- ar dregnar og ýtt af aflmikl- um drifbátum eða dráttarbátum eru nú að slá út f j ölskyldubátana á mörgum sviðum flutninga- og siglingaleiðum. Á tímum hraðans og samkeppninnar á hin gamla rólega rómantík og hægfara hentisemi ekki tilverurétt. Hrað- inn er sigrandi eiginleiki, hugtak eða veruleiki og peningarnir og gróðavonin er afl, sem lyftir und- ir og ræður miklu í veröldinni, þar sem takmarkið er að græða sem mest á sem stytztum tíma, með kjörorðið: „Tíminn er pen- ingar." Þó sumir haldi því fram að mælikvarði Mammons sé ekki einhlýtur þegar meta skal gildi hlutanna. Það má í þessu sambandi minn- ast á það að fjölskyldupramma- fólkið hefur komið sér upp ýmsri félagslegri þjónustu, eins og barnagæzlu, barna- og unglinga- skólum og fleiru og fleiru, og samstaða og samtök þeirra eru sterk og vinna ötullega að bættri aðstöðu og menntun þessa fólks, sem er á vissan hátt í sér flokki í siglingasögu heimsins og flutn- ingaþj ónustu veraldarinnar. Allir staðir eiga sín persónu- legu áhrif, sem ekki er svo létt að VÍKINGUR 170

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.