Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 19
„Helga Guðrmindsdóttir*6 keimir liI PatreksfjarÓar, heiniahafnar sinnar.
Vélskóli Islands
í Vesimannaeyjum.
Á síðastliðnum vetri starfrækti
Vélskóli íslands skóladeild í Vest-
mannaeyjum, námskeið 1. stigs
vélstjóra, sem veitir réttindi til
meðferðar allt að 500 ha. véla.
Forstöðumaður þess var undir-
ritaður, en kennarar í ýmsum
greinum fengnir í Eyjunum.
Áður hafði það verið föst venja
að Fiskifélag Islands starfrækti
þar hliðstæð námskeið annað
hvert ár, og var þá notast við
vélakost gömlu rafstöðvarinnar,
sem leyst hafði verið af hólmi á
myndarlegan hátt. Aðstaða þessi
var þó mjög ófullkomin, og þegar
Vélskóli Islands samkvæmt nýj-
um lögum tók við af Fiskifélag-
inu, var í samráði við bæjar-
stjórnina í Vestm.eyjum ákveðið
að gera allverulegar breytingar á
Iiúsnæðinu, sem henta mætti kröf-
um nýrra tíma.
Breyting þessi var all-umfangs-
mikil og kostnaðarsöm, og stóð
bæjarfélagið undir kostnaðinum,
VÍKINGUR
en Vélskólinn lagði til kennslu-
vélakost, ásamt kennslukröftum
og reksturskostnaði. Og svo vel
tókst til, að samvinna þessi var
ávallt hin bezta, og nú er í Vest-
mannaeyjum vel á veg komin
framtíðarstaða fyrir vélskóla þar.
Nemendur skóladeildarinnar
voru í vetur 23, og unnu þeir að
uppsetningu kennsluvélanna, og
hlutu því, og svo síðan, er þær
voru komnar í notkun, verklega
æfingu og þekkingu, sem er nauð-
synleg undirstaða í starfi þeirra.
Bókleg kennsla fór fram í húsa-
kynnum Iðnskólans, sem er nýtt
hús og vel búið til kennslu, og
verður að segja að það fyrir-
komulag var báðurn skólunum
hagkvæmt, en vissulega naut Vél-
skólinn þar, sem reyndar annars-
staðar, velvilja forráðamanna og
skólastjóra.
Engin goðgá er að halda að
Vélskóli eigi framtíð fyrir sér í
Vestmannaeyjum, og má þar t.d.
benda á fordæmi Stýrimanna-
skólans, en reynsla næstu ára
verður að skera úr um, hvort ár-
lega fáist nægilega margir nem-
endur.
í lögum um Vélskóla íslands ei’
sagt að námskeið (o'A nián.) 1.
stigs vélstjóra skuli haldin utan
Reykjavíkur, þar sem aðstaða er
fyrir hendi og nægilega margir
nemendur fáist. Enginn neitar
því nú, að þessi aðstaða er nú með
bezta móti í Vestmannaeyjum.
Mér þykir því rétt að benda þeim
ungu mönnum sem á vélstjóra-
starf hyggja, að venjulega er
skólahald Vélskóla Islands aug-
lýst í júlí—ágúst á sumrin, og
verður þá að senda umsóknir fyr-
ir tilsettan tíma, ef þær umsókn-
ir verða ekki nægilega margar,
verða námskeiðin ekki haldin og
tilgangslítið að reyna að breyta
þar nokkru um. Dragið því ekki
fram yfir síðustu stund að senda
umsókn um skólavist.
Einnig er ekki úr vegi að bendá
mönnum á það, að eftir próf á
námskeiði 1. stigs fá þeir rétt til
meðferðar véla sem yfirvélstjór-
ar allt að 500 hestöflum, og auk
þess, ef vissum kröfum um eink-
unnir er fullnægt, rétt til að halda
áfram námi við Vélskólann, allt
til enda, (4. stigs), sem veitir
réttindi til vélstjórnar á stærstu
skipum. Um það hvort 2. stigs
skóladeild verður haldin í Vest-
mannaeyjum á næstunni, geta
livoi'ki ég né aðrir sagt, en verði
næg aðsókn að 1. stigs deildinni
og árviss, þá eru einnig skilyrði
fyrir hendi til að auka vélakost
svo að nægi til framhaldskennslu,
og er ég viss um að skólayfir-
völd mundu ekki leggjast gegn
því, enda væri þessi þróun hin
eðlilegasta, og stærstu verstöð
landsins verður ekki með neinni
sanngirni synjað um menntun
sjómanna sinna. En sem sagt —
nánasta framhald veltur á fjölda
þeirra nemenda, sem sækja um
skólavist á tilsettum tíma.
Jón Einarsson
vélstjóri.
153