Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Qupperneq 13
Kjarakröfur Alþýðusambands Vestfjarða fyrir hönd sjómanna 1. Hækkun skiptaprósentu um 1V2 prósentustig. 2. Skipverjar fái frítt fæði. 3. Vinna skipverja á frívöktum verði greidd. 4. Samið verði um 10 manna áhöfn á landróðrabátum með línu. Skipt verði í 9 staði, en útgerðin greiði aukalega hlut 10. mannsins. 5. Hlífðarfatapeningaákvæði samningsins nái einnig til matsveins og 2. vélstjóra. 6. Kauptrygging og laun fyrir ákvæðisbeitningu hækki verulega, einnig kaupliðir aðrir af þeim leiddir. 7. Greiðsla aflahlutar og annarra kaupliða fari fram hálfs- mánaðarlega á öllum skipum nema skuttogurum. Greiðslufrestur verði 5 dagar. 8. a) Á landróðrabátum verði ekki róið á laugardögum og sunnudögum. b) Löndunarfrí á útilegubátum verði minnst 30 klst. og þeim þaraf tryggð tvö 30 klst. helgarfrí í mánuði. c) Hafnarfríin á skuttogurum, samkvæmt samningi, verði ekki skemmri en 30 klst. og hefjist ekki fyrr en skipsstjóri tilkynnir um töku þeirra. d) Tveggja sólarhringa helgarfrí á skuttogurum verði í hverjum mánuði. e) Sólarhrings hafnarfrí verði á sjómannadaginn. 9. Útgerðin leggi skipverjum til hlífðarföt eftir nánar til- teknum reglum. 10. Sem kaupgreiðslur fyrir ferðir með skip milli hafna fái skipverjar, sent annars eiga frí, greiddar minnst 4 klst. fyrir hvert útkall. 11. Samið verði um skiptakjör á úthafsrækjuveiðum. Endurskoðuð verði ákvæði um handfæraveiðar. kostnaðinum, jafnvel hjá bestu kokkunum sem áður höfðu af- gang. Það sýnir það að þessi upp- hæð er ekki verðtryggð, eins og Kristján Ragnarsson vill vera láta. Frívaktavinnan er lögbrot og samningsbrot Gunnar: Þriðja krafan sem við leggjum áherslu á er að skipverjar sem vinna á frívöktum fái greitt sérstaklega fyrir þá vinnu. Við rökstyðjum þá kröfu þannig að oft vill það verða svo að það er aðeins hluti áhafnar, þ.e. undirmenn, sem lendir í þessari frívaktavinnu. í öðru lagi erum við að leggja þarna mikla vinnu á okkur, sem allir fá síðan greitt fyrir og út- gerðin fær reyndar stærsta hlut- inn, án þess að hún leggi neitt á sig á móti. Vík.: Er það þannig að þessi frívaktavinna lendi fyrst og fremst eða eingöngu á undirmönnum, en komi allri skipshöfninni og út- gerðinni til góða? Gunnar: Hún lendir ekki ein- göngu á undirmönnum, en að mestu leyti, en kemur öllum til góða. Grímur: Það er allur gangur á þessu. Sumiryfirmenn leggja á sig að standa frívakt og ganga t.d. í slægingu. Gunnar: Það má segja að þeir hafi valkost sem við höfum ekki. Það er óhætt að nefna það, að bæði er hér um að ræða lögbrot, þar sem ákvæði eru um það í sjó- mannalögum að við eigum að fá tólf tíma hvíld á móti tólf tíma vinnu á sólarhring, og svo er þetta líka bundið í samningum milli Alþýðusambands Vestfjarða og Útvegsmannafélags Vestfjarða að okkur skuli tryggð tólf tíma hvíld á sólarhring. Vík.: Þá mætti spyrja: Hvers vegna eruð þið að gera kröfu um greiðslu fyrir frívaktavinnu, þegar það er bundið bæði í lögum og VÍKINGUR samningum að þið eigið skýlausan rétt á hvíld? Grímur: Það komu fram á samningafundi ummæli hjá Kristjáni Ragnarssyni á þá leið að hann tryði því ekki fyrr en hann tæki á að sjómenn mundu neita að vinna vinnu urn borð í fiskiskipi sem af þeim væri krafist, jafnvel þótt þeir fengju ekki greitt fyrir hana. Það er hláleg staðreynd að það er dálítið rétt í þessu. Sjó- menn neita yfirleitt ekki að vinna þegar þeir eru komnir út á sjó ef þeir eru beðnir um það. Ég held að þess séu ákaflega fá dæmi að þeir geri það, þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Við förum úl og stöndum allt upp í og jafnvel yfir 30 klukku- tíma ef okkur er sagt það. Greiðsla fyrir frívaktavinnu er í fyrsta lagi visst réttlætismál. og í öðru lagi mundi það skapa visst 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.