Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 25
Brúin séð frá hlið.
Ef bæði á að vera hægt að sitja eða standa.
minnst á fáeina þætti þeirra at-
hugana hjá Norðmönnum, Svíum
og Þjóðverjum.
Rannsóknir Norðmanna, sem
unnar voru í sameiningu af NSFI
(Norges Skipsforskningsinstitutt),
Grunnhugmynd fyrir lögun tækjaborðs,
sem hægt er að sitja eða standa við.
Tækjaborðið eins og það myndi sennilega
líta út, þegar tækin eru komin í það.
Det norske Veritas og Vinnu-
rannsóknarstofnuninni (Arbeids-
forskningsinstitutten) leiddu til að
5 tillögur um brú komu fram. Til-
lögurnar fullnægðu allar eftirfar-
andi skilyrðum:
— Ótrufluð útsýn yfir allt um-
hverfi skipsins.
— Möguleiki fyrir vakthafandi
stýrimann að vinna öll skyldustörf
sín án þess að færa sig úr stað.
— Hægt er að lesa af mælum
og tækjum og nota stjórntæki sitj-
andi eða standandi.
— Góður aðgangur að tækjum
og búnaði þeirra til viðhalds og
viðgerðar.
— Óhindruð leið gegnum
brúna frá einum brúarvæng til
annars.
I öllum tillögunum er miðhluta
brúarinnar skotið fram. Þar er
síðan tækjum annaðhvort raðað
undir gluggana alveg upp að þil-
inu eða hægt er að ganga milli
þilsins og tækjaraðanna. Hvort
sem tækin eru upp við þilið eða
ekki, hefur stýrimaðurinn yfirsýn
yfir sjóndeildarhringinn beint
framundan og 115° til hvorrar
hliðar, þótt hann sitji. Standi hann
upp á hann að geta séð allan
sjóndeildarhringinn. Tækjunum
er einnig raðað með tilliti til
notkunar, t.d. á að vera hægt að
sjá á öll siglingatæki frá korta-
borðinu. Öllum tækjunum skal
þannig fyrirkomið í borði að jafn-
auðvelt sé að sjá á þau hvort
heldur staðið er eða setið.
Hugmyndir um grunnflöt brúar.
Tillögur Norðmanna.
VÍKINGUR
25