Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 29
Heinrich Böll: Anna hin föla Franz A. Gíslason íslenskaði Það var fyrst vorið 1950 að ég sneri aftur heim úr stríðinu og ég fann engan í borginni lengur sem ég þekkti. Til allrar hamingju höfðu foreldrar mínir eftirlátið mér peninga. Ég leigði mér her- bergi í borginni. Þar lá ég uppi á rúmi, reykti og beið og vissi ekki eftir hverju ég beið. Ég hafði enga löngun til að fara að vinna. Ég fékk húsmóður minni peninga og hún keypti allt fyrir mig og útbjó matinn. í hvert skipti sem hún færði mér kaffi eða mat inná her- bergið stóð hún lengur við en mér var kært. Sonur hennar hafði fall- ið á stað sem hét Kalínovka og þegar hún var komin inn lagði hún bakkann á borðið og kom inní rökkvað hornið þar sem rúmið mitt stóð og ég lá og mókti. Ég drap í vindlingunum á veggn- um og þessvegna var veggurinn bakvið rúmið mitt alsettur svört- um blettum. Húsmóðir mín var föl og horuð og þegar andlit hennar staðnæmdist í rökkrinu yfir rúminu mínu óttaðist ég hana. Fyrst hélt ég að hún væri brjáluð því augu hennar voru mjög björt og stór og hún spurði mig í sífellu eftir syni sínum. „Eruð þér vissir um að þér hafið ekki þekkt hann? Staðurinn hét Kalinovka — — voruð þér ekki þar?“ En ég hafði aldrei heyrt getið um stað sem hét Kalínovka og ég sneri mér alltaf til veggjar og sagði: „Nei, áreiðanlega ekki, það fæ ég ekki munað“. Húsmóðir mín var ekki brjáluð. Hún var mjög vönduð kona og það tók mig sárt þegar hún spurði mig. Hún spurði mig mjög oft, nokkrum sinnum dag hvern og þegar ég fór inní eldhúsið til VÍKINGUR hennar varð ég að skoða myndina af syni hennar, litmynd sem hékk yfir legubekknum. Hann hafði verið hlæjandi ljóshærður dreng- ur og á litmyndinni var hann í einkennisbúningi fótgönguliða í leyfi. „Hún var tekin í herbúðunum", sagði húsmóðir mín, „áður en þeir lögðu upp“. Þetta var brjóstmynd: hann var með stálhjálminn og bakvið hann sást greinilega eftirlíking af hallarrústum sem voru umvafðar gervivínviði. „Hann var miðasali“, sagði húsmóðir mín, „hjá sporvögn- unum. Duglegur drengur“. Og svo tók hún ævinlega fram öskju fulla af ljósmyndum sem stóð á saumaborðinu hennar innanum bætur og bandhnykla. Og ég varð að taka mér mjög margar myndir af syni hennar í hönd: hópmyndir úr skólanum þar sem alltaf sat einhver fremst fyrir miðju með skriftarspjald milli hnjánna og á skriftarspjaldinu stóð VI, síðan VII og loks VIII. Altarisgöngu- myndirnar lágu sér og brugðið utanum rauðri teygju: brosandi barn í svörtum fötum, einskonar kjólfötum, með tröllvaxið kerti í hendi. Þannig stóð hann fyrir framan borða sem á var málaður gullinn bikar. Síðan komu myndir er sýndu hann sem nema í vél- virkjun fyrir framan rennibekk, andlitið ryðflekkótt, hendurnar krepptar um þjölina. „Það var ekkert fyrir hann“, sagði húsmóðir mín, „það var of erfitt". Og hún sýndi mér síðustu myndina af honum áður en hann varð hermaður: hann stóð í ein- kennisbúningi sporvagnsmiðasala við hliðina á vagni af leið 9 á endastöðinni þar sem brautin sveigir urn hringsporið og ég bar kennsl á límonaðisjoppuna þar sem ég hafði svo oft keypt vindlinga þegar enn var ekkert stríð; ég bar kennsl á aspirnar sem standa þar enn, sá villuna með gullna ljóninu framan við hliðið sem nú standa þar ekki lengur og mér kom í hug stúlkan sem ég hafði oft hugsað um í stríðinu: hún hafði verið lagleg, föl, augun smá og hún hafði alltaf stigið inní vagninn á endastöðinni á leið 9. Ég horfði alltaf mjög lengi á myndina af syni húsmóður minn- ar á endastöð níunnar og ég hugs- aði margt: um stúlkuna og um sápuverksmiðjuna þar sem ég vann í þá daga, ég heyrði ískrið í brautarteinunum, sá rautt límon- aðið sem ég hafði drukkið við sjoppuna, græn vindlingavegg- spjöld og svo stúlkuna á ný. „Ef til vill“, sagði húsmóðir mín, „hafið þér nú samt þekkt hann“. Ég hristi höfuðið og lét mynd- ina aftur í öskjuna: þetta var gljá- mynd og leit út einsog ný enda þótt hún væri orðin átta ára gömul. „Nei. nei“, sagði ég, „ekki heldur Kalínovka — áreiðanlega ekki“. Ég þurfti oft lil hennar í eld- húsið og hún kom oft inní her- bergið mitt og ég hugsaði daglangt um það sem ég vildi gleyma: um stríðið og sló öskuna af vindl- ingnum mínum bakvið rúmið, drap í glóðinni á veggnum. Á kvöldin heyrði ég einatt þeg- ar ég lá þarna fótatak stúlku í herberginu við hliðina ellegar ég 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.