Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 61
Eitthvað af þessu höfum við, en ég tel að lítið kosti í fé og fyrirhöfn að koma okkar málum í betra horf. Vil ég nefna dæmi. Sjónvarpsdag- skrána um borð Myndsegulbandstæki eru orðin tiltölulega ódýr í útlöndum (320—460.000) og böndin sjálf kosta lítið. Þó að enn sé ósamið við eigendur höfundar- og flutn- ingsréttar leikins efnis ætti að vera hægt að komast að samkomulagi um yfirfærslu Kastljóss, Vöku, er- lendra málefna og innlendra fræðsluþátta (sbr. Veður Markús- ar Á. og viðtalsþætti Sigrúnar Stefánsdóttur) á myndbönd og dreifingu þeirra til skipa. Ekki trúi ég því að ekki náist viðlíka samningar við íslenska höfunda og flytjendur og danskir farmenn náðu við landa sína. Ætti þá að vera stutt í að meirihluti innlends sjónvarpsefnis verði á boðstólum fyrir farmenn. Útvarpsþætti á segulbönd Margt í dagskrá útvarps yrði vel þegið á snældum um borð í skipin. Nefni ég hér upplestur Þorsteins Ö. á Sólon íslandus, Víðsjá frétta- stofunnar, Sjávarútveg og sigling- ar. Um höfunda og flutningsrétt gildir hið sama og um sjónvarp. Þó má geta þess að kassettutæki til upptöku og flutnings úr útvarpi eru slíkt barnameðfæri bæði að verði og notkun að flutningsréttur verður ekki verndaður, hvorki tækni- né kostnaðarlega. Fleiri frétta- sendingar Reykjavíkurradíó sendir út fréttirkl. 12.20 dagl.á 12.175 khz. Þessi sending næst nokkuð víða, ef skilyrði eru hagstæð. En þegar klukkan er 12.20 í Reykjavík er hún á sumrin 07.20 í Norfolk USA, 13.20 í Felixstowe UK, 14.20 í Rotterdam og 15.20 í Leningrad. Þó að hádegi sé í Reykjavík, er vinnutími í útlandinu. Því mæli ég með að fréttir verði sendar út á stuttbylgju á tveggja eða þriggja tíma fresti meðan nokkur von er til að þær náist. Þessi tíðni (12.175 khz) er í dag notuð sem kalltíðni og ekki fara fram samtöl á henni. Stöðugt er sent út: „Reykjavík radó kallar, This is Reykjavík radio calling for receivers adjust- ment purposes“. Get ég ekki séð að dýrara væri að senda út í stað kallmerkisins fréttirkl. 10.00, 12.20, 16.00, 19.00 og 22.10, og jafnvel endurtaka þær af segulbandi á milli frétta- sendinga RUV. Blöðin víðar Fjölga þarf þeim höfnum sem dagblöðin eru send til. Blöðin eru hvort eð er ríkisstyrkt, farmenn flestir áskrifendur heima hjá sér og þær tilkynningar sem hið opinbera sér sér akkur í að birta skattborgurum fyrir ærinn pening eiga fullt erindi til þeirra skatt- borgara sem ekki hafa aðstöðu til að fá blöðin inn um bréfalúguna á hverjum morgni. VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.