Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 21
Kristján Jóhannsson, viöskiptafrædingur: r A kampalampaveiðum Klukkan er langt gengin í átta föstudagsmorguninn 24. október 1980. Þegar undirritaður kemur niður á Sundahöfnina í ísafirði. Nú er rækjvertíð að hefjast í ísa- fjarðardjúpi og rækjusjómennimir halda nú til báta sinna, þeir staldra aðeins við á bryggjunni og spjalla við kollegana um útlitið áður en lagt er frá landi til veiða..Ég hafði lengi haft hug á að kynna mér rækjuveiðar með því að fara í veiðiferð og nú var ætlunin að gera þessar hugleiðingar að veru- leika og fara með rækjubátnum Engilráð til rækjuveiða. Eigendur Engilráðarinnar eru þeir Óskar Jóhannesson og Halldór Her- mannsson, báðir fæddir og upp- aldir við Djúp og hafa báðir stundað sjó frá Isafirði um áratuga skeið, báðir verið um árabil skip- stjórar á línubátum frá ísafirði og hafa nú annan áratug stundað saman rækjuveiðar í Djúpinu. Veðurútlit síðari hluta fimmtu- dags var nú ekki beysið og þar á ofan gaf Veðurstofan út slæma veðurspá fyrir föstudaginn og voru flestir á því að ekki yrði „blaðamannsveður“ fyrsta dag vertíðarinnar, en undirritaður rifjaði upp forna vantrú sína á veð- urfræðingum og sagði við þá fé- laga á Engilráðinni: „Þeir hafa nú spáð vitlaust áður, blessaðir, ég mæti nú bara í fyrramálið og at- huga rnálin." Það er ekki að orð- lengja það að greinarhöfundur hafði betur en verðurfræðingarnir því á föstudagsmorgni var komið hið besta „blaðamannsveður“, djúpið rennislétt á að líta og fagurt að sjá rækjubátana sigla út Skutulsfjörðinn (ísafjarðarkaup- staður stendur við Skutulsfjörð) í morgunskímunni. Um klukkan átta er Halldór Hermannsson kominn úr bakaríinu með brauð og annað góðgæti (fór nú bak- dyramegin í bakaríið) og þá er ekkert til vanbúnaðar að leggja frá landi og Engilráð tekur skriðinn út fjörðinn á vit rækjumiðanna. 50 ár frá upphafi rækjuveiða Nú orðið finnst íslendingum rækjuveiðar vera sjálfsagður hlut- ur, en þó eru ekki nema 50 ár frá því að íslendingar hófu rækju- veiðar og það var einmitt ísa- fjarðardjúp sem var vettvangur frumkvöðlanna. Á þeim árum gekk rækjan yfirleitt undir nafn- inu kampalampi og til fróðleiks um upphaf þessara veiða skulum við glugga aðeins í skýrslu Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum þá- verandi erindreka Fiskifélags ís- lands í Vestfirðingafjórðungi, fyrir tímabilið ágúst til desember 1930 og grípum þar niður sem hann minnist á kampalampaveiðar: „Meðal nýjunga má geta þess, að tilraunir hafa verið gerðar með veiði á kampalampa (ræker sem Norðmenn nefna) og með sams- konar veiðiáhaldi og notað er í Noregi. Veiðiáhald þetta er nokk- urskonar eftirmynd af botnvörpu og með örlitlum hlerum, og varp- an dregin ofurhægt af vélbát. Fiskurinn er látinn lifandi í sjóð- andi vatn, og að vörmu spori tek- inn upp og látinn í blikkílát, sem geymast þurfa á hæfilega köldum stað. Það var Sveinn Sveinsson, sem tilraun þessa gerði. Keypti hann vörpuna af manni hér í bænum, er hefur átt hana, en ekki notað. Sveinn hafði með sér Norðmann vanan ræker-veiðum. Þeir voru parta úr fáum dögum að veiðum þessum hér í Djúpinu í haust, því veður hamlaði jafnan, 21 Hluti rækjuflotans í höfn. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.