Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 21
Kristján Jóhannsson, viöskiptafrædingur: r A kampalampaveiðum Klukkan er langt gengin í átta föstudagsmorguninn 24. október 1980. Þegar undirritaður kemur niður á Sundahöfnina í ísafirði. Nú er rækjvertíð að hefjast í ísa- fjarðardjúpi og rækjusjómennimir halda nú til báta sinna, þeir staldra aðeins við á bryggjunni og spjalla við kollegana um útlitið áður en lagt er frá landi til veiða..Ég hafði lengi haft hug á að kynna mér rækjuveiðar með því að fara í veiðiferð og nú var ætlunin að gera þessar hugleiðingar að veru- leika og fara með rækjubátnum Engilráð til rækjuveiða. Eigendur Engilráðarinnar eru þeir Óskar Jóhannesson og Halldór Her- mannsson, báðir fæddir og upp- aldir við Djúp og hafa báðir stundað sjó frá Isafirði um áratuga skeið, báðir verið um árabil skip- stjórar á línubátum frá ísafirði og hafa nú annan áratug stundað saman rækjuveiðar í Djúpinu. Veðurútlit síðari hluta fimmtu- dags var nú ekki beysið og þar á ofan gaf Veðurstofan út slæma veðurspá fyrir föstudaginn og voru flestir á því að ekki yrði „blaðamannsveður“ fyrsta dag vertíðarinnar, en undirritaður rifjaði upp forna vantrú sína á veð- urfræðingum og sagði við þá fé- laga á Engilráðinni: „Þeir hafa nú spáð vitlaust áður, blessaðir, ég mæti nú bara í fyrramálið og at- huga rnálin." Það er ekki að orð- lengja það að greinarhöfundur hafði betur en verðurfræðingarnir því á föstudagsmorgni var komið hið besta „blaðamannsveður“, djúpið rennislétt á að líta og fagurt að sjá rækjubátana sigla út Skutulsfjörðinn (ísafjarðarkaup- staður stendur við Skutulsfjörð) í morgunskímunni. Um klukkan átta er Halldór Hermannsson kominn úr bakaríinu með brauð og annað góðgæti (fór nú bak- dyramegin í bakaríið) og þá er ekkert til vanbúnaðar að leggja frá landi og Engilráð tekur skriðinn út fjörðinn á vit rækjumiðanna. 50 ár frá upphafi rækjuveiða Nú orðið finnst íslendingum rækjuveiðar vera sjálfsagður hlut- ur, en þó eru ekki nema 50 ár frá því að íslendingar hófu rækju- veiðar og það var einmitt ísa- fjarðardjúp sem var vettvangur frumkvöðlanna. Á þeim árum gekk rækjan yfirleitt undir nafn- inu kampalampi og til fróðleiks um upphaf þessara veiða skulum við glugga aðeins í skýrslu Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum þá- verandi erindreka Fiskifélags ís- lands í Vestfirðingafjórðungi, fyrir tímabilið ágúst til desember 1930 og grípum þar niður sem hann minnist á kampalampaveiðar: „Meðal nýjunga má geta þess, að tilraunir hafa verið gerðar með veiði á kampalampa (ræker sem Norðmenn nefna) og með sams- konar veiðiáhaldi og notað er í Noregi. Veiðiáhald þetta er nokk- urskonar eftirmynd af botnvörpu og með örlitlum hlerum, og varp- an dregin ofurhægt af vélbát. Fiskurinn er látinn lifandi í sjóð- andi vatn, og að vörmu spori tek- inn upp og látinn í blikkílát, sem geymast þurfa á hæfilega köldum stað. Það var Sveinn Sveinsson, sem tilraun þessa gerði. Keypti hann vörpuna af manni hér í bænum, er hefur átt hana, en ekki notað. Sveinn hafði með sér Norðmann vanan ræker-veiðum. Þeir voru parta úr fáum dögum að veiðum þessum hér í Djúpinu í haust, því veður hamlaði jafnan, 21 Hluti rækjuflotans í höfn. VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.