Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 26
tímaritið Ægi í fyrra. Þar segir Halldór m.a.: „í maí 1964 stofn- uðu rækjuútgerðarmenn með sér félag til að gæta hagsmuna sinna og var nefnt Smábátaeigendafé- lagið Huginn. 4 árum áður höfðu menn leitað ásjár Hafrannsókna- stofnunarinnar eða Atvinnudeild- ar Háskólans eins og hún lét þá, vegna aflabrestsins. Hefur hún ekki sleppt hendinni af rækju- veiðimönnum síðan, þótt segja megi að samkomulag þar í milli hafi ekki ætíð verið eins og dans á rósum. Þriðji aðili, þ.e. sjávarút- vegsráðuneytið, blandaðist með auknum áhrifum inn í rækju- veiðimálin. Myndaðist oft hin mesta togstreita milli sjómanna annarsvegar og þessara ráðgef- andi og ráðandi aðila hinsvegar. Oft á tíðum náðist ekkert sam- komulag um tilhögun veiðanna, þá var það að lokum ráðuneytið sem á hnútinn skar og þá oftast eftir tillögu Hafrannsóknastofn- unarinnar. Margir hafa spurt hvað valdið hafi þessum óróa og æsingi í kringum tilhögun þessara veiða? Hátt á annan tug ára hefur þeim verið stjórnskipað, einum af fáum veiðiaðferðum hér á landi. Rækjusjómenn sem höfðu reynslu í þessum málum sögðu: „Bíðið bara við, þar til farið verður að stjómskipa öðru veiðum, þá mun bijótast út órói og æsingur líka.“ Þetta er nú allt að koma á daginn. Þó að stjómskipaðar veiðar geti verið nauðsynlegar eru þær geysi- lega vandmeðfarin mál, sem ekki verða þróaðar á skömmum tíma. Þær munu um langan aldur valda hatrömmum deilum, ef ekki æfin- lega.“ Fyrstir í land En víkjum nú enn einu sinni að veiðiferðinni okkar á Engilráð, síðast var þar komið sögu að ný- verið var búið að innbyrða 1 tonn af rækju úr fyrsta halinu. Varpan VÍKINGUR Árið 1960 stunduðu 14 bátar veiðamar í Djúpinu, flestir 6 til 10 tonn að stærð, nú stunda þessar veiðar 37 bátar, 10—60 tonn að stærð. Nú orðið þarf leyfi sjávar- útvegsráðuneytisins til að stunda rækjuveiðar í Djúpinu, ráðuneytið ákveður hversu mikið megi veiða og hversu mikið hver bátur megi koma með að landi á viku hverri. Heildaraflamagninu úr Djúpinu er skipt í ákveðnum hlutföllum á milli rækjuverksmiðjanna við Djúp. Einnig má geta þess hér að rækjusjómenn hafa orðið að búa við veiðibönn þegar mikil seiða- gengd hefur verið í Djúpinu og er þess skemmst að minnast að ekki voru leyfðar veiðar í Djúpinu haustið 1978 af þeim sökum. Rækjuveiðum í ísafjarðardjúpi hefur veri stjórnskipað á einn eða annan hátt í nær tuttugu ár og greinargóða lýsingu á aðdraganda þess og reynslu er að finna í grein sem Halldór Hermannsson ritaði í Óskar og Halldór taka vörpuna inn fyrir. 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.