Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 41
r
í lestinni. Lyftarinn er að setja gám niður við hliðina á öðrum með hálfgám ofan á.
velda mönnum þetta eru ljós í
lestarloftinu, er blasa við, þegar
komið er inn um skutopið. Ljós
þessi líkjast umferðarljósum. Þeg-
ar skipið er kjölrétt logar grænt
ljós, hallist það lítillega sýnir ör til
hvorrar hliðar aka skal farminum.
Fari hallinn yfir 5° kviknar rautt
ljós, þá verður að stöðva akstur
um skutbrúna. Ljós þessi eru
tengd sjálfvirkum búnaði, sem á
að halda skipinu kjölréttu. Takist
það ekki kveiknar framangreint
ljós. Stýrimaðurinn verður þá að
grípa inn í og handstýra höllunar-
búnaðinum (heeling system).
Stýringin er í því fólgin að dælt er
sjó á milli tveggja tanka, þar sem
annar er í stjómborðshlið, en hinn
í bakborðs. Stýrimenn hafa yfir
öðru höllunarkerfi að ráða, en það
breytir stafnhallanum þ.e. eykur
djúpristuna að framan og minnk-
ar aftan eða öfugt. Þetta kerfi
kalla menn í spaugi leikfang
stýrimannsins. Með því er hægt að
dæla á milli skuthylkis og stafn-
hylkis 300 tonnum á klukkustund.
Farmurinn ekki yfir
hafið á hjólum
Lyfta flytur farminn milli
farmrúma þ.e. í undirlest eða upp
VÍKINGUR
á efra þilfar. Aðalfarmrýmið, sem
ekið er inn í af skutbrúnni, er ætl-
að fyrir farm á hjólum. Nú er
hann ekki fluttur þannig yfir hafið
og því eykst farmrými sem nemur
einni röð af hálfgámum. Þetta
hefur í för með sér nokkuð lengri
losunar- og lestunartíma, því lyfta
verður hverjum gám á vagn í stað
þess að draga þá frá borði eða um
borð.
Efra þilfarið veðurdekkið er
ætlað fyrir gáma. Þar er hægt að
stafla þrem gámum hvern ofan á
annan. Skipið sjálft hefur engan
lyftibúnað, því verður eingöngu
að treysta á þann losunarbúnað
sem fyrir hendi er á hafnarbakk-
anum. Nokkrir erfiðleikar urðu
við losun Álafoss sem er fyrra
skipið er Einrskipafélagið leigir.
Sömu erfiðleikar voru fyrir hendi
þegar Eyrarfoss kom. Það var
nefnilega enginn hafnarkrani til í
Reykjavík er náði út í þá hlið
skipsins er sneri frá bryggjunni.
Nú hefur verið bætt úr þessu með
því að kaupa stærri krana.
Auk skutopsins hefur Eyrarfoss
hliðarop sitt hvoru megin. Þau
nýtast ekki hér í Reykjavík vegna
hins mikla munar, sem er á sjáv-
BaldurÁsgcirsson 1. stýrimaður með vinstri hönd á stjórntækjum höllunarbúnaðar. Fyrir
aftan hann sést á stýrið cn fvrir framan cru stjórntæki aðalvélar.
41