Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 42
arhæð við flóð og fjöru. Af sömu ástæðu verður skutbrúin ekki notuð á stórstraumsfjöru, nema til komi sérstakur búnaður í höfn- inni. Ég spurði Nikulás stýrimann að því hvernig hann kynni við skipið. Hann sagði að vel færi um þá á Eyrarfossi, en ekki neitaði hann því að nokkur viðbrigði væru að búa fremst í skipinu, þegar maður hefði vanist hinu gagnstæða. Nikulás gat þess að á heimleið- inni hefðu þeir fengið 5—6 vind- stig og allt að 6 metra ölduhæð. Ekki hefði hann fundið neitt fyrir því, enda þótt siglt hefði verið með 15 sjóm. hraða beint á móti sjó og vindi. Það er deginum ljósara að brúin staðsett svona framarlega nánast í stafni hlífir þilfarsfarminum al- gjörlega þóttNorður-Atlantshafið verði úfið yfirferðar. Hvað um mennina í brúnni við þessar að- stæður, er ekki vinnuaðstaða þeirra breytt frá því sem tíðkast hefur hingað til á kaupskipum? Hætt. er við að erfitt sé að at- hafna sig, þarf sennilega að halda sér vel, ef siglt er beint á móti stórsjóum á mikilli ferð. En ég held að ekki sé nein ástæða til að efast um að mennirnir í brúnni séu þeim vanda vaxnir að finna leið yfir hafið, sem fer vel með skip og áhöfn, þótt veður séu vá- lynd. Stysta leiðin er ekki alltaf sú leiðin sem skilar skipi í áfangastað á skemmstum tíma. Með því að halda ekki of fast við stefnuna sé vindátt óhagstæð og yfir höfuð velja leið með tilliti veðurs er ég ekki í vafa um, að það fer vel um áhöfnina á Eyrarfossi framvegis sem hingað til. Með þeirri frómu ósk að Eyrar- foss reynist Eimskipafélagi ís- lands vel og hin nýja flutninga- tækni félaginu notadrjúg og þar með landsmönnum öllum til heilla, geng ég í land. BA. hjólum frá borði. Fyrir aftan vagninn sést inn í skutopið. > n 42 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.