Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 64
geymi, olíusíu (10 miscron) og olíukæli, oftast áfastur aðalvél. Þrýstilega skrúfuöxuls flyzt úr hinum hefðbundna stað í gírkassa og er sett á skrúfuöxul aftan við niðurfærslugír. VM olíudrifið er hentugt fyrir þá sem línu- og netaveiðar stunda og hin frjálsa staðsetning vélar getur haft ómetanlega þýðingu hvað varðar nýtingu á vinnuað- stöðu og lestarrými. Umboð fyrir VM vélar og olíu- drif hefur Barco, báta- og véla- verzlun, Garðabæ. ★ Hjón voru að hnakkrífast úti á götu. Lögregluþjónn gengur til þeirra og segir: Skammist þið ykkar ekki fyrirað vera að rífast hér úti á götu í stað þess að gera það heima hjá ykkur eins og siðprúðu fólki sæm- Maður nokkur var á ferð í Georgíu og varð vatnslaus fyrir bílinn. Hann fékk vatnsfötu á bóndabæ, og bóndinn bauð hon- um auk þess eitthvað að borða. - Hérna skal ég gefa þér dá- lítið af osti úr efstu kommóðu- skúffunni, sagði bóndi. Þú geymir ostinn í efstu skúffunni, sagði gesturinn. — Sækja mýsnarekki í hann? — Ekki að tala um, sagði bóndi, — ég náði öllum músunum og setti þær í neðstu skúffuna. — Ég þekki mýs, sagði gestur- inn, og ég þori að veðja, að eftir stuttan tíma komast þær að ostin- um í efstu skúffunni. — Ég sá við því, sagði bóndi íbygginn. — Þess vegna setti ég köttinn í miðskúffuna. ★ Kona nokkur í Hafnarfirði varð afar hrifin af Lindberg flugkappa, þegar hann var hér á ferð fyrir nokkrum áratugum. Konan gekk með barni, hún var sannfærð um að það yrði drengur, öldungis staðráðin í að láta hann heita í höfuðið á kappanum. En nú fór þó svo að konan fæddi meybarn. En hún varð ekki í neinum vandræðum. Hún skírði stúlkuna Berglind. ★ Hreppsnefndaroddviti nokkur sendi svohljóðandi orðsendingu um sveit sína: — Hér með eru allir graðfolaeigendur áminntir um að mæta stundvíslega á áður auglýst- um stað og tíma, annars verða þeir sektaðir eða geltir annarstaðar. 64 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.