Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 8
Þau eru áhugasöm krakkarnir þegar þau loksins komasl í snerlingu við sjóinn og allt sem honum fylgir. Jón Gissurarson, skólastjóri Lindargötuskólans var einnig mikill áhugamaður um þetta nám og frá 1958—1973 var starfrækt við skólann sérstök sjóvinnudeild, í þriðja og fjórða bekk sem þá hétu. Þeir höfðu þarna held ég, tíu tíma á viku í sjóvinnu og siglinga- fræðum, á móti tveim til sex tím- um í dag og aðeins eins vetrar- námi. 8 Kennslan virðist bera árangur. Það er gaman að geta þess að Ólafur Óskarsson, skólastjóri Valhúsaskóla, gerði könnun á störfum nemenda sem voru í þessari sjóvinnudeild árin 1959—1971. Könnunin náði til 144 nemenda. í ljós kom að yfir 70% voru í störfum tengdum sjáv- arútvegi og um 50% voru í, eða höfðu lokið námi í sérskólum tengdum sjávarútvegi þ.e. stýri- mannaskóla, vélskóla, fisk- vinnsluskóla, loftskeytaskóla og matsveinaskóla. Ég gerði líka könnun meðal nemenda sjóvinnudeildar Vörðu- skóla 1975, en sá skóli var gerður að verkmenntunarskóla, að hluta, eftir að Lindargötuskólinn var lagður niður. Af 12 nemendum, voru fimm búnir eða voru að ljúka námi í Stýrimannaskólanum, tveir voru í vélstjóranámi og tveir stunduðu sjómennsku. Aðrir tveir voru í iðnnámi og til eins náðist ekki. Þetta finnast mér ánægju- legar niðurstöður og merki þess að kennslan beri árangur. Annars er mín skoðun að allir íslendingar hafi gott af að kynnast sjávarút- vegi og segi stundum þegar mér hitnar í hamsi að það ætti að skylda alla sem fara í háskóla að vera eitt ár á sjó. Hnífnum beitt á verkmenntunina. Ef við höldum áfram með sög- una þá kom fram mikill áhugi á Fiskiþingum 1971 og72aðkomaá sjóvinnunámskeiðum, út um land. Már Elísson fiskimálastjóri, barð- ist síðan fyrir því að fá þessum ályktunum framgengt, en til þess þurfti menn og peninga. .Lúðvík Jósepsson var þá sjávarútvegsráð- herra og þeir Már þekktust vel. Einhvern veginn atvikaðist það svo að þeir Hörður og Lúðvík komast í samband hvor við annan og Hörður er ráðinn til sjávarút- vegsráðuneytisins með starfsað- stöðu hjá Éiskifélaginu og Fiski- félaginu var falin framkvæmdin. Hörður fær svo annan mann með sér og þeir byrja að skipuleggja þetta með ferðum út á land og koma á fót níu námsskeiðum, fyrsta árið, 1973. Það komu nú upp einhver vandamál um hver ætti að borga þetta og hver hitt eins og alltaf er en Hörður smitar VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.