Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 10
Og þarna beit á. Ýsa var það, heillin.
meir. Það var fyrst 1977 sem þær
byrjuðu en nú hafa nokkrir tugir
stúlkna lokið þessu námi. Þær
hafa staðið sig alveg ljómandi vel.
Skólaskip.
— Kæmi sér ekki vel við þessa
kennslu að hafa skólaskip. Við
segjum einmitt frá því í Víkingn-
um að Grænlendingar hafa nú
eignast slíkt skip.
- Jú, það er nú líkast til. Þetta
er það sem vantar algjörlega. Ein-
mitt sá þáttur sem ætti að vera svo
sjálfsagður. Ég vissi ekki um
Grænlendinga en ég veit að Fær-
eyingar eiga tvö skólaskip sem
þeir nota allt árið. Við erum algjör
nátttröll meðal fiskveiðiþjóða í
þessum efnum. Svo er maður að
lesa greinar eftir vísa menn þar
sem sagt er að við ættum að kenna
þessum þjóðum. Viðgetum miklu
frekar lært af þeim.
Alltaf spurt:
„Fæ ég að fara á sjóinn?
Ég kem í marga skóla og fyrsta
spurningin hjá nemendum er, fæ
10
ég að fara á sjóinn? Það er náttúr-
lega það sem þá langar þó ekki
væri nema einn túr. Ég hef rætt
þetta við marga og það verður að
leysa þetta mál. Það vantar alltaf
peninga en það er til fullt af skip-
um. Vestmannaeyingar hafa t.d.
mikinn áhuga á þessu og hafa
reynt að fá fjárveitingu til að reka
bát. Það tóku sig saman nokkrir
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi,
útgerðarmenn og fiskvinnslu-
stöðvar fyrir áeggjan fulltrúa
þeirra á Fiskiþingi, Sigurgeirs
Jónssonar, en báturinn sem þeir
höfðu augastað á, fékkst ekki —
varkominn í úreldingarsjóð. Þetta
er í fullum gangi þar og ég var að
heyra það fyrir stuttu að þeir
hefðu góðar vonir um að koma
þessu inn í fjárlög 1982. Á Húsa-
vík er mjög duglegur sjóvinnu-
kennari, Vilhjálmur Pálsson.
Harln hefur fengið til umráða lít-
inn bát og farið með nemendur í
hringróðra. Tveir til þrír hafa beitt
einn daginn og farið svo sjálfir á
sjó daginn eftir. Þeir hafa oft rót-
fiskað. í Neskaupstað hafa nem-
endur fengið að fara í vikuferðir
með togurunum. Þetta hefur sem
sagt tekist með frumkvæði
heimamanna.
Öllum í hag
að unglingarnir
komi betur undirbúnir.
Ég sé það að þessi mál verða
ekki leyst á næstunni nema með
bráðabirgða lausnum. Annað
hvort með því að koma nemend-
um í einstaka róðra með sam-
komulagi við útgerðarmenn eða
að hvert bæjarfélag sjái um leigu á
bát fyrir sína skóla. Hér í Reykja-
vík er ég að hugsa um að nota fyrri
leiðina. Ég var einmitt að tala við
útgerðarmann sem er tilbúinn að
hjálpa mér að skipuleggja þetta.
Við ætlum að reyna að koma
þessu á í vor. Ef báturinn færi
eingöngu í þetta, kæmum við sex
til átta krökkum að í einu. Þetta
þarf skipulagningu og vilja.
Krakkar í dag hafa ekki sömu að-
stöðu og var hér áður. Þau hafa
mörg hver aldrei komið á sjó en
áður ólust unglingar oft upp við
það að fara með pabba á sjó á
trillum eða litlum vélbátum. Ég
get tekið mig sem dæmi. Þegar ég
byrjaði á togara, 15 ára gamall,
liðu heil tvö ár sem ég var hreinn
óvaningur. Mig dauðlangaði allt-
af að læra að bæta, fannst það
heilt galdraverk en það mátti
enginn vera að því að kenna mér
það. Fyrstu tvö árin var ég bara í
nálakörfunni því óvirðulega starfi.
Til viðmiðunar get ég tekið
nemanda sem var hjá mér 1975 og
ég útvegaði togarapláss. Eftir þrjá
túra var hann orðinn netamaður
þar. Það hlýtur að vera betra fyrir
skipstjórnarmenn og sjómenn
sjálfa, að fá unglingana betur
undirbúna þegar þeir byrja.
Velgengni sjávarútvegs ekki
fyrir augunum á fólki.
Eins og ég sagði áðan finnst mér
ætti að koma þessu inn í menntun
VÍKINGUR