Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 11
allra háskólamanna. Það segja mér margir að það að koma og tala við menn í sjávarútvegsráðu- neytinu sé allt annað en í öðrum ráðuneytum. Þar hafa margir há- skólamenntaðir menn kynnst sjónum af eigin raun, einhvern tíma. Við þá sé hægt að tala um sjávarútveg eins og menn. Maður kemst líka að því í sam- tölum við suma unglinga að þeir halda að þjónustugreinarnar séu okkar undirstöðuatvinnuvegur. Þau sjá blöðin full af fréttum um styrki og volæði í sjávarútvegi og fiskvinnslu, halda að þar sé allt á hausnum og fá það á tilfinning- una að þetta sé einhver baggi. Svo sjá þau rísa upp banka, verslanir og glæsilegar hallir. Þarna hljóta peningarnir að koma frá. Hefur ekki áhyggjur af unglingavandamáli. — Ertu ekki bjartsýnn á að þessi kennsla haldi áfram? — Jú, ef hnífnum verður ekki brugðið á okkur er ég bjartsýnn á að við höldum nemendafjölda. í sumum bæjum úti á landi er þátt- takan 100% hjá piltunum, ár eftir ár. En þetta byggist mjög mikið á góðum kennurum og ég legg mikla áherslu á að við fáum að halda kennaranámsskeiðunum áfram. Við höfum ekki fengið að halda þau síðan 1979 en ég er orðinn öruggur um að það fáist næsta sumar. Þessi námskeið eru haldin í samstarfi við endurmenntunar- deild K.H.Í. í vetur byrjuðu t.d. ellefu nýir kennarar og vegna þess að ekki var haldið námskeið í sumar hefði ég helst þurft að vera á ellefu stöðum í einu með nám- skeið fyrir þá. Ég náði að vísu sex saman á hraðnámskeið sem við héldum á okkar vegum en þarf svo að fara á nokkra staði út um land að þjálfa upp einn mann á hverjum stað, í viku hvern. Oft eru það gamlir sjómenn VÍKINGUR Rýnt eftir aflanum í róðri hjá Vinnuskóla Kópavogs. sem taka kennsluna að sér en það hefur líka aukist að almennir kennarar taki að sér bóklega þátt- inn. Það hefur gefist mjög vel því oft hafa þessir menn stundað sjó einhvern tíma á ævinni. Maður verður líka bjartsýnn á framtíðina við að kynnast unglingum í skólunum í dag. Ég var einmitt að hugsa það þegar ég tók að mér forfallakennslu um daginn og kynntist 12 krökkum í bekk sem voru svo áhugasöm um námið. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af unglingavandamáli þegar maður kynnist svona krökkum. Maður getur verið virkilega bjartsýnn á framtíðina. E.Þ. 1 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.