Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 12
Aldan segir ekki
upp samningum
Skipstjóra- og stýrimannafélag-
ið Aldan og Skipstjórafélag
Norðlendinga ákváðu að segja
ekki upp samningum frá og með 1.
nóvember eins og önnur félög
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins samþykktu.
Við báðum Þórð Sveinbjörns-
son framkvæmdastjóra Öldunnar
að skýra frá hvers vegna þessi
ákvörðun var tekin.
Þessi ákvörðun var tekin
eftir að gerð hafði verið nokkuð
rækileg könnun meðal félags-
manna um það í fyrsta lagi hvort
þeir vildu segja samningunum
upp og í öðru lagi, ef svo væri,
hvað þeir hefðu fram að færa um
kröfur í væntanlegum samning-
um. Eftir þessa könnun kom í ljós
að nánast engin viðbrögð voru
meðal félagsmanna varðandi
kröfur eða óskir um nýja samn-
inga né heldur vilji til að segja
samningum upp bara til að segja
þeim upp. Þeim mönnum sem
þessa ákvörðun tóku þ.e. stjórn-
armönnum og trúnaðarráði fé-
lagsins, fannst því ekki vilji fyrir
hendi hjá félagsmönnum að segja
samningunum upp.
Það er fleira sem kemur inn í
þessa mynd. í samningum okkar
er ákvæði um það að ef kaup-
hækkun á sér stað hjá fisk-
vinnslufólki komi hún inn í kaup-
liði okkar samnings. Það tryggir
náttúrlega það að ef kaupið
hækkar hjá verkafólki fáum við
hækkun líka. Þetta var þó nokkuð
stórt atriði þegar ákvörðunin var
12
tekin. Eins er það atriði líka að við
gengum frá samningum í febrúar
sl. þar sem verið var að glíma við
ýmsa nýja hluti sem eru sérstakir
fyrir þessa stétt. Aðalmálið sem
þar náðist fram voru stórhækkað-
ar iðgjaldagreiðslur í Lífeyrissjóð
Sjómanna. Vegna þess hve stuttur
tími er liðinn síðan þetta gerðist
finnst okkur ekki miklar líkur til
að fram náist miklar breytingar
núna.
Eru félagsmenn þá almennt
ánægðir ineð kaupið sitt?
— Nei, menn hafa margt að
athuga varðandi kjör sín en það
snýr kannski ekki helst að við-
semjendum heldur eru það ýmis
félagsleg atriði sem snúa. að
stjórnvöldum. Annars framlengj-
ast samningarnir ekki nema um
sex mánuði. Okkur finnst það því
raunsætt að láta þá mánuði líða
með bundna samninga. Þessi
ákvörðun nú var tekin með mun
meira samráði við félagsmenn en
oft gerist. Við héldum fundi t.d. á
Snæfellsnesi og höfum trúnaðar-
menn á hinum ýmsu stöðum sem
eru í beinu sambandi við félags-
menn og geta haft góð samráð við
þá. Við teljum okkur því hafa farið
fullkomlega eftir viðbrögðum fé-
lagsmanna. Þungamiðjan er sú að
okkur finnst ekkert heillavæn-
legra að segja upp samningum og
fylgja því svo ekkert eftir. Það
hefur komið fyrir að við höfum
verið með lausa samninga svo ár-
um skiptir. Það er kannske þægi-
legra að segja bara upp ef allir
aðrir gera það eins og sum félög
hafa gert, skilyrt. Þetta er ekkert
annað en að kasta boltanum frá
sér til annarra. Það finnast okkur
ekki góð vinnubrögð. Það verður
hugur að fylgja máli. Við ákváð-
um eftir síðustu samninga að
móta vel og rækilega kröfur fyrir
næstu samninga og leggja þær
kröfur fram um leið og sagt yrði
upp. Með því að segja upp núna
værum við ekki að framfylgja
þeirri ákvörðun.
Ef mönnum finnst þessi
ákvörðun bera vott um uppgjöf af
okkar hálfu vil ég benda þeim á að
næg verkefni eru framundan við
að ná fram í raun ýmsum mikil-
vægum ákvæðum í gildandi
samningum sem eru sí og æ brotin
af viðsemjendum okkar.
E.Þ.
(Móðganir:)
Beztu ár ævi hennar voru tíu
árin milli tuttugu og níu og þrítugs
★
Maðurinn hennar er diplomat.
Hann man eftir afmælisdegi
hennar, en ekki hvað hún er
gömul . . .
•k
Uppáhaldsdrykkurinn hans er
sá næsti...
★
Hann ber enga virðingu fyrir
elli — nema hún sé á flöskum .. .
VÍKINGUR