Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 13
Ur efra í neðra Egilsstaðir — Borgarfjörður eystri I Guðlaugur Arason rithöfundur fór nýlega um Austfirði, hitti þar fólk og skrifar bæði um það og önnur yfirnáttúruleg fyrirbrigði í þeim greinum, sem hér fara á eft- ir. í jólablaði birtast fleiri greinar frá sama ferðalagi. í Borgarfirði eystra er málvenja að tala um að „fara í efra“ ætli maður upp á Hérað. Á sama hátt tala Borgfirðingar um að „búa í neðra“, eigi þeir við það fólk sem á heima í Borgarfirði. Ég er staddur á flugvellinum á Egilstöðum, sem er eina þorpið austanlands þar sem ekki sést til sjávar, og hef ákveðið að bregða mér í neðra. Tilgangur þessarar austurkomu minnar er að safna efni fyrir menningar- og sjó- mannablaðið VÍKING, eða snapa fréttir eins og sumir vilja kalla það. Dagurinn er 28. september. Eftir að hafa orðið mér úti um bílaleigubíl á Egilstöðum, skýst ég upp í menntaskólann til að hitta að máli kunningja mína. Ég rekst þar strax á Jón Inga Sigurbjömsson, sem er orðlagður myndasmiður og þekktur fyrir að handleika tæki sem bera nöfn eins og Kanon, Pentax, Kodak og ég veit ekki hvað og hvað. Ég spyr Jón hvort hann sé ekki til í að gerast sérlegur Ijósmyndari minn og lóðs því ég hafi í hyggju að skjótast til Borg- arfjarðar og skoða þar mannlífið. Erindið var auðsótt og við Jón höldum af stað. Hvammur, sumarhús meistara Kjarvals. VÍKINGUR 13 Að austan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.