Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 14
Séð út yfir Njarðvík ofan frá Vatnsskarði. Vegurinn um Njarðvíkurskriður til hægri á myndinni. Haustrigningar Það er augljóst á öllu að vetur- inn er ekki langt undan Héraðinu frekar en öðrum stöðum á land- inu. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa geysað miklar rigningar á Austfjörðum; þar hafa fallið fleiri og stærri regndropar en rnenn rekur minni til að áður hafi gerst. Vatnsveðrið hafði það í för með sér að landið fór á allsherjar fylli- rí; jörðin varð brátt gegnsósa og dúfaði undir fótum rnanna eins og svampur. Það fór fyrir Móður jörð líkt og mörgum manninum sem drukkið hefur ósleitilega um langan tíma. Hún fékk í magann og tók að kúgast, bylti sér og ældi aurskriðum niður brattar fjalls- hlíðar. Á Seyðisfirði lenti einn strolinn á veginum og fyllti skemmu sem var full af þurrkaðri skreið. Á Reyðarfirði féllu skriður, en fjarri mannabyggðum. Eskfirðingar fóru einna verst út úr þessari drykkjusýki. Þar varð tilfinnanlegt tjón á mannvirkjum þegar aurskriða ruddi sér leið niður hlíðina og þrýsti sér inn í kjallara íbúðarhúsa og skóla. Mildi að ekki varð manntjón. Líklega hefur haustið kvatt með þessum rigningum. Þegar við ök- um frá Egilstöðum í átt til Borg- arfjarðar, sér maður að nóttina áður hefur hríðað í fjöll. Tindar sem í gær voru auðir og trónuðu svartir upp í þokuna, eru nú orðnir hvítir. Við höfum ekki ekið lengi um Eiðaþinghá þegar lítili afgirtur skúr birtist okkur á vinstri hönd við veginn. Þetta er „Hvammur“, vinnustaður Kjarvals. í þessu húsi dvaldist meistarinn á sumrum og málaði sleitulaust. Óþarfi er að fara hér mörgum orðum um manninn þann, sem orðinn var þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi. Það er auðvelt að skilja löngun hans til að hreiðra um sig á þess- um stað, ekki síst á björtum haustdegi þegar kjarrviður hefur klætt sig í köflótt skotapilsin og veifar þeim storkandi framan í næm augu málarans. Að sjálfsögðu er ekki hægt að komast til Borgarfjarðar öðruvísi en að fara yfir fjallveg. Sú leið heitir því þjóðlega nafni Vatns- skarð. Áður en lagt er upp á skarðið er farið fram hjá bæ sem heitir Unaós. Bærinn er kenndur við Una Garðarsson hinn danska landnámsmann. Uni var sonur Garðars Svavarssonar sem sagður er hafa fundið þetta land og kallað Garðarshólma. Haraldur hárfagri sendi Una hingað til að leggja landið undir sig og skyldi Uni hljóta jarlstign að launum fyrir ómakið. Þetta var fyrsta tilraun Noregskonungs til áhrifa á ís- landi. En mörlandinn var lítt hrif- inn af þessum danska manni og fór svo að lokum að Uni var drepinn og allt hans fylgdarlið. Vatnsskarð er allbrattur fjall- vegur og uppi í miðjum hlíðum erurn við farnir að spóla okkur áfrarn í næturgömlum snjónum. Vegurinn er sundurgrafinn líkt og í vorleysingum. Það er aðgæslu- færi. Þar grúfir hin gotneska kirkja En einhvernveginn komumst við yfir skarðið og niður í Njarð- vík. Njarðvík er eina víkin þar um slóðir sem enn heldur fólki, en þar eru tveir bæir í byggð. Þetta er sögufrægur staður og kemur víða fyrir í fornsögum Austfirðinga. Áður fyrr var búið i hverri vík þar sem hægt var að lenda árabát í sæmilegu veðri. í Húsavík, sem er skammt norðan við Loðmundar- fjörð, stendur ennþá kirkja. Séra Sverrir Haraldsson prestur í Borgarfirði messar þar á hverju sumri. Við sjáum að Njarðvíking- ar hafa einhverntíma ákveðið að vera ekki minni menn en þeir Húsvíkingar og byrjað á því að steypa upp kirkju. Þessi sérkenni- lega bygging sem samanstendur af fjórum veggjum með bogadregn- um gluggagötum, án þaks og hurða, stendur í túninu skammt frá bænum Borg, og er notuð sem hlaða. Sennilega hafa menn fljót- lega komist að því að meiri þörf var á hlöðu í Njarðvík en steyptu guðshúsi. í það minnsta er þetta eina hlaðan á íslandi sem hefur gotneska glugga. Njarðvík er ekki hlýlegur staður á degi sem þessum, þegar norð- austanáttin hnoðar briminu upp í fjöru og brýtur það á skerjum og boðum. En ekki er erfitt að ímynda sér að þarna sé ljúft að vakna til nýs morguns þegar sól skín í heiði og þverhnípt björgin 14 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.